Alþýðublaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 04.11.1966, Blaðsíða 15
4í V m- og skipðsmiðir þinga 2. þing Málm- og skipasmiða- sambands íslands var haldið í Reykjavík dagana 22. og 23. okt. Þingforseti var kjörinn Sigur gestur Guðjónsson frá Félagi bif- vélavirkja. 1. varaforseti var kjör- inn Halldór Arason frá Sveina- félagi járniðnaðarmanna á Akur- eyri og 2. varaforseti Ásgeir Haf- liðason frá Járniðnaðarmanna- félagi Árnessýslu á Selfossi. Ritarar þingsins voru Tryggvi Benediktsson frá Félagi járniðn- aðarmanna og Helgi Arnlaugsson frá Sveinafélagi skipasmiða. Á þinginu áttu sæti 39 fulltrú- ar frá 9 sambandsfélögum. Formaður sambandsins, Snorri Jónsson, flutti skýrslu miðstjórn- ar og Helgi Arnlaugsson, gjald- keri þess, las og skýrði reikning- ana. Að því loknu fóru fram um- ræður um skýrslu miðstjórnar og reikningana. Tvö félög voru tekin í sam- bandið: Málm- og skipasmiðafélag Neskaupstaðar og Málm- og skipa smiðadeild Iðnsveinafélags Kefla víkur. Á sunnudaginn hófst þingfund- ur kl. 2 e. li. með því, að Krist- mundur Halldórsson hélt erindi um hagræðingamál. Eftirtaldar nefndir störfuðu á þinginu: Kjara- og atvinnumála- nefnd, og Iðnaðar- og örorku- málanefnd og skiluðu þær báðar áliti, sem rædd voru og sam- þykkt. (Fylgja ályktanir hér ineð). Að lokum fór fram kjör sam- bandsstjórnar. í sambandsstjórn voru kjörnir: Miðstjórn: Formaður: Snorri Jónsson, varaformaður: Gu'ðjón Jónsson, ritari: Sigurgestur Guð- jónsson, vararitari: Gunnar Ad- ólfsson, gjaldkeri: Helgi Arn- laugsson, meðstjórnendur: Hann- es Alfonsson og Tryggvi Bene- diktsson. í sambandsstjórn auk mið- stjórnar: Halldór Arason, Akureyri, Haraldur Sigurð^sson, Vestmanna- eyjum, Ásgeir Hafliðason, Sel- fossi, Árni Björn Árnason, Akur- eyri, Jóhann Zoega, Neskaupstað, Guðmundur Sigurðsson, Kefla- vík, Árni Magnússoh, Akureyri og Guðmunöur Halldórsson, Sel- fossi. Varamenn í miðstjórn: Theódór Óskarsson, Karl Árnason, Hörður Jóhannsson. Varamenn í sambandsstjórn: Jón Þorgilsson, Vestmannaeyj- um, Halldór Pálsson, Keflavík, Sigurður Björnsson, Neskaupstað og Hermann Hansen, Akureyri. Þinginu var slitið kl. 7,30 á sunnudagskvöld. ÁLYKTUN UM KJARAMÁL. 2. þing Málm- og skipasmiða- sambands íslands, haldið í Reykjavík 22. og 23. október 1966 ályktar eftirfarandi: Þingið telur höfuðnauðsyn á því, að kaup- og kjör málmiðn- aðarmanna og skipasmiða sé bætt verulega, vegna sívaxandi dýr- tíðar í landinu og til að tryggja nægjanlega viðbót hæfra iðnað- armanna í þessar mikilvægu starfsgreinar fyrir íslenzkt at- vinnulíf, og til að draga úr því fráhvarfi fagmanna, sem átt hef- ur sér stað á undanförnum ár- um. Samningsbundið kaup, eftir fjögurra ára nám, er í dag fyrir störf í þessum iðngreinum, með vísitöluuppbót kr. 2.363,00 á viku. Augljóst má vera að það er fráleit stefna atvinnurekenda og annarra ráðamanna þjóðfélags- ins að meina þeim s.tarfshópum, sem auk þess að leggja á sig minnst fjögurra ára nám og vinnu vi‘ð erfið, óþrifaleg og í mörgum tilfellum vahdasöm ábyrgðar- störf, gagnvart öryggi fólks á sjó og landi, að bæta sín kjör frá því sem nú er, miðað við þau kjör, sem margir aðrir starfshóp ar búa við í þjóðfélaginu á dag. Þingið leggur því til að sam- bandsfélög Málm- og skipasmiða- sambands íslands standi vel á verði um kjör meðlima sinna og vinni ötullega að því — ásamt miðstjórn sambandsins — að fá kjörin bætt við þá samningagerð sem framundan er. ÁLYKTUN UM ATVINNU- MÁL. 2. þing Málm- og skipasmiða- sambands íslands ályktar eftir- farandi: Stofnþing sambandsins, sem haldið var í maímánuði 1964 benti á þá miklu nauðsyn sem væri á því fyrir höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, að byggðar yrðu stærri og mikilvirkari dráttar- brautir fyrir skip á mörgum stöð- um á landinu. Sú hefur orðið raunin á, að hafizt hefur verið handa >um, undirbúning og byggingu full- kominna dráttarbrauta og skipa- lyftna á nokkrum stöðum á land- inu og ber að fagna því. Hins vegar hefur verið um algera kyrr stöðu að ræða" í Reykjavík í sl. 10 ár varðandi dráttarbrautir og aðstöðu alla til skipaviðgerða og nýbyggingu skipa. Verður það að teljast mjög miður farið, þar sem að í Reykjavík er til staðar fjöl- mennur hópur þjálfaðra manna í skipaviðgerðum og nýsmíði skipa. Verulegan hluta þeirra fiski- skipa, sem smíðuð hafa verið er- lendis fyrir landsmenn, hefði verið hægt að smíða hér innan lands, ef aðstöðu og lánsfjármagn með hagstæðum vaxta'kjörum hefði ekki skort. Þingið telur því brýna nauðsyn bera til að hraðað verði þeim framkvæmdum, sem nú eru hafn- ar við byggingu dráttarbrauta og skipalyftna og að hafizt verði sem fyrst handa um undirbúning að byggingu stórrar dráttarbraut- ar í Reykjavík, sem skapi að- stöðu til viðgerða á öllum stærð- um skipa íslenzka fiski- og kaup- skipaflotans. Jafnframt beinir þingið því til Alþingis og viðkomandi stjórnar- valda, að íslenzkar iðnaðarvörur, sem hvað gæði varðar, hafa þol- að samanburð við erlendar, verði gerðar samkeppnisfærar, að því er verð snertir, með því m. a. að gefa innlendum fyrirtækjum í málm- og skipasmíðaiðnaði kost á viðhlítandi rekstrarlánum með bærilegum vaxtakjörum. ÁLYKTUN UM IÐNFRÆÐSLU í ályktun stofnþings MSÍ um iðnfræðslu og tæknimenntun var bent á galla þáverandi iðn- fræðslukerfis og talið, að það samrýmdist ekki lengur tækni- þróuninni. Jafnframt var því til nefndar beint, er þá starfaði að endurskoðun iðnfræðslulöggjafar- innar, að hún tæki til athugunar, að verklegt iðnnám fari að veru- legu leyti fram í verknámsskól- um. Nú hefur frumvarp það er nefnd þessi samdi, verið sam- þykkt sem lög á Alþingi, og er það veruleg umbót frá fyrri iðn- fi-æðslulöggjöf, sem fagna ber. 2. þing MSÍ heitir á nýskipað iðnfræðsluráð og væntanlegar fræðslunefndir iðngreinanna, að sjá um að hin nýja iðnfræðslu- löggjöf komi sem fyrst að fullu til framkvæmda, einkum það at- riði laganna, að verklegt iðnnám fari fram í verknámsskólum. ÁLYKTUN UM AÐBÚNAÐ OG ÖRYGGI. 2. þing Málm- og skipasmiða- sambands íslands ályktar eftir- farandi: í daglegu lífi manna er vinnu- staðurinn sá staður utan heim- ilis sem mest áhrif hefur á and- lega og líkamlega líðan hvers og eins. Því er mikilsvert, að aðbún- aði, hoilustuháttum og öryggi sé þannig háttað, að ekki valdi slys- um eða tjóni é heilsu manna. Mikið skortir á, að aðbúnaðar, hreinlætis og öryggis sé gætt, eins og nauðsynlegt er á fjölmörgum vinnustöðum. Framkvæmd laga um öryggi og eftirlit á vinnustöðum er slæleg, enda eru ekki til reglugerðir um framkvæmd laganpa í fjölmörg- um starfsgreinum. Einnig virðist sem eftirlits- NÝ SNÝRTIVÖRUVERZLUN í dag hefur göngu sína ný verzlun að Laugavegi 65. Á boð stólum verður einkum snyrtivör ur og alls konar undirfatnaður fyrir kvenfólk auk barnafata. Eru þetta allt úrvalsvörur frá Bandaríkjunum og m.a. verða seldar Coryse Salomé snyrti- vörur sem er heimsþekkt gæða merki ,en aðeins ein verzlun hérlendis Valvör, hefur haft það vörumerki á boðstólum. Skemmuglugginn, en svo nefn ist þessi verzlun, hafði áður húsakynni að Laugavegi 66, en þau hafa nú verið rifin nið ur. Starfaði sú verzlun þar í tvö ár. Eigandi Skemmuglugg- ans er Fríða Jónsdóttir, en hún hefur áður haft með (höndum Dömutízkuna á Laugaveginum o<g barnafatabúð að Skólavörðu stíg 2. Haraldur V. Haraldsson arkitekt hefur séð um skipu lag verzlunarinnar. menn heilbrigðisyfirvalda og ör- yggiseftirlits ríkisins skorti vald til að knýja fram nauðsynlegustu lagfæringar, þar sem þeirra er þörf. 2. þing Málm- og skipasmiða- sambands íslands telur, að brýn nauðsyn sé, að á þessu tvennu verði ráðin bót, jafnframt telur I þingið nauðsynlegt að starfrækt sé sérstök atvinnusjúkdómadeild við Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur, þar sem fram fari rannsókn á áhrifum hinna ýmsu starfa í iðju og iðnaði á heilsu manna. Ennfremur telur þingið að nauð- synlegt sé, að starfrækja slíka deild við hvent fjórðungssjúkrahús Einnig samþykkir þingið, að heil- brigðissamþy'kktir, eðá reglu- gerðir, tiltaki ákveðið og ótvírætt um, hvað séu lágmarksskilyrði um hollustuhætti. Orðalag er nú yf- irleitt of loðið og óákveðið. Að ákveðið sé greinilega í heil brigðissamþykktum hvað langur tími megi líða frá kvörtun, þar til endurbótum sé lokið. Nú eru undanþágur of algengar. Að verkalýðsfélag eða fulltrúæ ráð verkalýðsfélaga í hverju bæj- ar- eða sveitarfélagi tilnefni einn fulltrúa í heilbrigðisnefnd, og við í samningu eða endurskoðun heil- brigðissamþykkta sé leitað álits sömu aðila. Að heilbrigðissamþykktir séu endurskoðaðar á fimm ára fresti, einkum kaflar um vinnustaði og atvinnurekstur, vegna hinna öru breytinga á atvinnuháttum. i 2. þing Málm- og skipasmiða- sambands íslands skorar á yfir- stanclandi Alþingi að fella niður ákvæði þau um vísitölubindingu á lánum Húsnæðismálastofnunar ríkisins, sem nú er í gildi. (Framanrituð tillaga var sam- þykkt samhljóða). The Gunfight at O.K. Corral GUNFIGHT AT THE O.K. CORR AL. Laugarásbíó. Bandarísk frá 1957. Leikstjóri: John Sturges. Það er víst John Sturges, sem gerir þessa mynd, en hann er með al vinsælustu kvikmyndalelkstjóra hér á landi. Einkum er það Tóna bió sem hampað hefur honum und anfarin ár: 7 hetjur, 3 liðþjálfar, Djöflaveiran, Gunfight af the O.K. Corral sem er níu ára gömul mynd, líklega endursýnd, er ein af þessum eilífu kúrekamyndum og verður fróðlegt að vita, hve nær menn, og þá sérstaklega kvik myndahúseigendur, verða orðnir 'nllsaddir á þess konar fram- ’eiðslu. en þessi mynd á annars -íkki skilið að vera afgreidd nema ' örfáum orðum: Burt með þenn an ófögnuð! Laugarásbíó hefur stillt upp aug lýsingum af þrem myndum eftir þrjá fremstu kvikmyndalcikstjóra ítala, og jafnvel þó víðar væri leit að, auk þess sem japanska kvik myndin Konan í sandínun hefur þegar verið prufusýnd. Franj á tjaldið með þessar kvikmyndir. Sigurður Jón Ólafsson. Fundur Kvenréttindafé’ags ís- lands, haldinn 18. okt. 1963, læfur í ljósi harm sinn yfir liinum imörgu slysum ®em hafa oitSið síðastliðið sumar og mörg undan farin af völdum landbúnaðarvéla. Fundurinn telur, að við svo búið megi ekki lengur standa, heldur verði að hefjast handa til þess að reyna að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Fundurinn skorar því’ á hæstvirt Alþingi og landbútnaðarráðherra að láta semja löig, sem -miði að því að fækka þessum óhugnanlegu slys ura, HAB - Þrír bílar í boði - HAB~| ESB I BB - 4. nóvember 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.