Alþýðublaðið - 18.11.1966, Síða 1
Föstudagur 18. nóvember - 47. árg. 260. tbl. VERÐ 7 KR.
Hæstaréttardómurinn um handritamálið:
Reykjavík, Kaupm.h. (ntb)
— Ég hef aldrei verið í
vafa um, að Danir mundu
sýna Islendingum þann
heiður að afhenda þeim
handritin, sagði herra Ás-
geir Ásgeirsson, forseti ís-
lands í viðtali við norsku
fréttastofuna NTB í gær.
Nú þegar málinu er lokið,
hélt forsetinn áfram, ríkir
gleði og ánægja á landinu
öllu, og þessa dags verður
ætíð minnst sem merkis-
dags í sögu þjóðarinnar.
Hæstiréttur Danmerkur felldi
dóm í handritamálinu klukkan tólf
á hádegi í gær. Dómurinn var á þá
lund, a3 afhending handritanna
var dæmd fullkomlega lögleg í
hvívetna. Var danska stjórnin sýkn
uð af ákærum Árnasafnsnefndar,
og í dómsniðurstöðum er komizt
svo a'ð orði, að grundvöllur sé
ekki fyrir skaðabótakröfum af
hálfu Arnasafns. Segir nánar frá
dómsniðurstöðum í viðtali við
Gunnar Thoroddsen sendiherra ís
Framhald á 14. síðu.
Þessi mynd var tekiu í gærmorgun á því sögulega augnabliki,
Þegar forseti hæstaréttar Danmerkur las upp dóminn í hand-
ritamálinu þess efnis, að dómur undirréttar hefði verið' stað-
festur og lögin um aíhendingu handritanna væru því í fullu
gildi. (Símamynd).
íii'mynDiiiXn
Þegar nifiurstaða Hæstaréttar
Danmerkur í handritamálinu var
kunn var gefið frí í síðasta tíma
í firnmta og sjötta bekk í Mennta
skólanum í Reykjavík.
Gengu nemendur síðan fylktu
liði að danska sendiráðinu við
Hverfisgötu og var Einar Magnús
son rektor þar með í förinni. Hóp
urinn stöðvaði alla umferð um
Hiierfisgötuna um tíma, og sungu
Menntskselingar svo undir tók í
nærliggjandi húsum.: Handritin
koma heim, handritin koma heim,
þau koma heim, undir laginu Eld
gamla ísafold. Þá var hrópað:
Lengi lifi Danir og kröftugt húrra
kom þar á eftir. Þrír starfsmenn
sendiráðsins birtust á tröppunum
og var þeim óspart fagnað. Sendi
herra Dana á íslandi er fjarver
andi um þessar mundir, en hann er
einn af fulltrúum Dana á allsherj
arþingi Sameinuöu þjóOanna f
New York.
Að lokum sungu Menntskæling
ar ísland ögrum skorið, og hélt
síðan hver til síns heima.