Alþýðublaðið - 18.11.1966, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.11.1966, Síða 2
— Spennan í Árbæjarhverfinu cr svo lág, — allt niður í 160 volt Oð| ef svo heldur áfram geta raf knúin heimilistæki, isskápar, Iwottavélar og útvarpstæki í hús um hér eyðilagst í stórum stíl. Þá veldur þessi lága speiuia einnig því að olíukyndingar í mörgum blokkum eru ómrkar. Á þessa lund segir í opnu bréfi frá Mats Wibe- Lund jr. sem birtist hér á eftir og l>er með sér ástandið í þessu nýj asta hverfi borgarinnar, er langt frá því að vera gott. Árbæjarhverfi 16. 11. 1966. OPIÐ BRÉF TIL DAGBLAÐ- ANNA í REYKJAVÍK: ÍBÚAR ÁRBÆJARHVERFIS KUNNA AÐ VERÐA TILNEYDD IR TIL AÐ FLÝJA ÞAÐAN! Já, svo slæmt er nú ástandið þar! Spennan er enn of lág í þeim bráða birgðarafmagnslínum, sem liggja um Árbæjarhverfið. Daglega mæl ist spennan vera undir 180 voltum, já og jafnvel niður í 160 volt! Ef slíku heldur áfram munu mörg tæki eins og ísskápar, þvotta vélar, útvörp o.fl. sem ganga fyrir rafmaigni, eyðileggjast' áður en langt um líður. Jafnframt þessari lágu spennu, er olíukyndingin nú óvirk! — Bein rafmagnsupphitun er auðvitað útilokuð vegna þessar ar lágu spennu. Hér er svo kalt, að undirritaður hefur í hyggju að flytja úr íbúð inni þar til spennan hefur ná'ð eðli legu marki Rafveitan hefur upplýst, að hún óski ekki eftir að leggja kraftmeiri straumlínu, svo við gætum fengið þann straumstyrk, sem við borgum fyrir. íbúarnir hérna vildu gjarn Vona að fyrstu hand- ritin komi með vorinu Einar Ólafur Sveinsson. Reykjavík, OÓ. — Ég fagna dómi Hæstarétt ar í (handritamálinu af heilum hug, sagði Einar Ólafur Sveins son, forstöðumaður Handrita- stofnunarinnar, í viðtalj við Alþýðublaðið í Igær. — Ekki veit ég með vissu Ihvenær fyrstu handritin úr Árnasafni koma. Eftir er að skipa nefnd sérfróðra manna frá háskólanum í Reykjavík og í Kaupmannahöfn sem úrskurð ar hvaða handrit verða afhent. Má vera að þessj nefnd þurfi langan tíma til að komast að endanlegum niðurstöðum í sambandi við eiustök handrit. Rannsaka þarf þetta vandlega og með gætni. Líklegt þykir mér að fyrstu handritin komi til landsins með vorinu. — Þegar er búið að ákveða um afhendingu nokkurs hluta safnsins. Við fáum örugglega Flateyjarbók, Konungsbók og Sæmundar Eddu. íslendinga- sögur fáum við og öll handrit sem fjalla algjörlega um ís- lenzkt efni. Þetta er ákveðið og fast. Á sínum tíma var á- kveðið að okkur verði afhent 1600—1700 handrit úr Árna- safni. Er hér um að ræða bæði skinn og pappírshandrit. Handritin í Árnasafni eru nálægt 2570 að töiu, svo að þetta er mikiil hluti þeirra sem við fáum. í safninu er einnig Framhald á bls. 10 an fá sína aðalheimtug. Ef sett yrði upp bráðabirgðastraumlína, myndum við borga með mestu ánægju. Orsökin til þess að við getum ekki fengið aðalheimtug er sú, að ekki hefur enn verið slétt úr jarð vegshaugum milli húsanna, þar sem rafmagnslínurnar eiga að liggja. Þessir haugar valda erfið leikum hjá mörgum, og hlutað Framhald 10. síðu. TVÖ SLYS Rvík, — ÓTJ. Kona handleggsbrotnaði er hún varð fyrir bifreið á Sund laugavegi urri níuleytið i gærk völdi. Hún var flutt á Slysa varðstofuna. Karlmaður meidd ist eitthvað er hann hljóp í veg fyrir bifreið sem var að aka upp Nóatúnið á mótum Laugavegar. Hann kenndi sér enskis meins i fyrstu en fór svo að finna til sársauka í fæti svo að hann var fluttur á Slysa varðstofuna. ökumaðurinn kveðst hafa ekið yfir á rauðu Ijósi. Ný skáldsð Guðmund Daníelss. Út er komin ný skáldsaga eftir Guðmund Ðaníelsson og nefnist hún Turninn og Teningurinn. Er þetta fimmtánda skáldsaga höf- undarins, en auk þess hafa kom- ið út eftir hann ljóð, ferðasögur og fjögur ritsöfn. Haim hefur ög sent frá sér tvær viðtalsbækur : og eitt leikrit, sem ber nafnið Það fannst gull í dalnum. Fyrsta bókin, sem Guðmundur sendi fró í sér var ljóðabókin Ég heilsa þér, sem kom út 1933. Aftan á kápusíðu hefur verið prentað eftirfarandi: „Turninn og . teningurinn er stórbrotinn íslenzk i ur róman frá stríðsárunum síð- | ustu. Turninn og teningurinn er spennandi skáldsaga í nýtízku stíl, og formið er mjög nýstárlegt. Umgerð skáldsögunnar er þjóðlífs bylting okkar síðustu áratuigina. ,,Annars er það sjálft mannlífið — fólkið í kringum mig, sem ég hefi langsamlega mestan áhuga á. Ég reyni að analysera fólkið í alls konar aðstöðu“, segir sk'áldið um Turninn og teningurinn. Bókin skiptist í tvo megin hluta og heitir isá fyrri Turninn — Fyrsta bókin um Hlaðbæ, en sá seinnj ber nafnið Teningurinn — Önnur bókin um Hlaðbæ. ísa- foldarprentsmiðja h.f. gefur bók- ina út og búið til prentunar. Bók- in er 248 bls. að stærð í vönd- uðu broti . Dómendurnir samr^ala um niðurstððuna Reykjavík — EG. — Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með þá staðreynd, að þetta gamla viðkvæma deilu- mól íslands og Danmerkur skuli nú vera til lykta leitt, sagði Gunnar Thoroddsen sendi- herra íslends í Kaupmannahöfn er Alþýðublaðið ræddi við liann í síma í gær. — Hæstaréttardómurinn er okkur öllum auðvitað óbland ið fagnaðarefni sagði Gunnar Thoroddsen. Niðurstaða hans varð einróma. Forsendur dóms ins eru raunverulega í tvennu lagi. Átta dómendur undir for ystu forseta dómsins, eða dóms stjórans, telja í sínum forsend um, að Árnasafn sé ekki ríkis eign heldur sjálfstæð stofnun og að liandritalögin feli í sér eignarnám gagnvart stofnuninni en réttindi hennar séu vernduð samkvæmt 73. grein stjórnar skrárinnar, sem fjallar um frið helgi eignarréttarins. Þeir telja, að fullkomlega löglega liafi verið um málið fjallað, meðal annars þar sem staðfest ingu laganna hafi verið frestað og þingið samþykkt þau tví vegis. Þeir telja ekki ástæðu til að að draga í efa, að þarna sé um almenningsheill að ræða eins og stjórnarskráin áskilur. Hinsvegar segja þeir, að í þessu máli, sé ekki, eins og málið er flutt, hægb að dæma um skaða Framliald á bls. 10. Gunnar Thoroddsen ALÞINGl RÆÐIR SLYSA- HÆÍTU Á DRÁTTARVÉLUM HIN tíðu slys á dráttarvélum voru til umræðu í neðri deild Al- þingis í gær. Mælti Einar Ol- geirsson fyrir frumvarpi, sem mundi enn takmarka rétt ung- linga til að aka þessum hættu- legu vélum. Benti hann á hin «orglegu slys, sem orðið hefðu, og taldi að alþingismönnum bæri skvlda til að taka þetta mál fast arj tökum og gera frekari ráð- ■Rafanir til varnar gegn slíkum slysum. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra skýrði frá því, að þetta mál v,efði verið til athugunar í fjórum mismunandi ráðuneytum. Hefði komið til tals, að ísland gerðist •»ðili að alþjóðlegum samþykktum om örvggi á dráttarvélum, og fleiri hliðar málsins hefðu verið athugaðar. Hefði tveim ráðuneyt isstjórum nú verið falið að fjalla um þetta vandamál, sem Jóhann kvað alvarlegt og því nauð syn að endurskoða fyrri afstöðu Alþingis til að gera frekari ráð- stafanir til að forðast slysin. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra benti á, að banaslys full- orðinna á dráttarvélunj væru enn fleiri en bama. Tillaga Einars, sem væri gagnleg og góð, næði því ekki nógu langt til að koma að gagni í baráttu gegn öllum slys um á dráttarvélum. Nú hefðu tek ið gildi lög um, að hús eða örygg isgrindur skuli vera á öllum drátt arvélum, sem inn eru fluttar, en slíka kröfu hefði ekki þótt unnt að gera um gamlar dráttarvélar. 2 18. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.