Alþýðublaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ: KULÁSDÖTTIR í dag er til moldar borin í Hafn arfirði ein af þeim alþýðukonum, sem góðan og mikinn þátt hafa tek ið í félagsmálabaráttunni þar í bæ. Það er Guðríður Nikulásdóttir, Skerseyrarvegi 3. Guðríður Nikulásdóttir var fædd að Sölvholti í Flóa 13. september 1899 ,og voru foreldrar hennar Nikulás Helgason og Sigríður Jóns dóttir kona hans, ættuð af Rangár völlum. Þau fluttust síðar til Hafn arfjarðar og Guðríður með þeim Þar vann hún fyrir sér við fisk vinnu og önnur störf. Hún giftist 21. desember 1929 eft irlifandi manni sínum, Óskari Guðmundssyni bryggjuverði. Þau eignuðust eina dóttur Guðmundu Ólöfu, en Óskar átti aðra dót.tur af fyrra hjónabandi, Ragnhildi Þór unni. Guðríður hafði einnig eign azt dóttur 'áður en hún gifist, Sigrúnu Jónsdóttur. Þessar þrjár telpur ólust allar upp hjá Óskari og Guðríði mannvaénlegar og efni legar. Tvær þeirra eru á lífi: Þór unn, sem var gift Sigurði heitn um Péturssyni bílstjóra, og Ólöf kona Jóns Gunnarssonar prent myndasmiðs, en gigrún lézt 21 júlí 1954, tæpra 27 ára að aldri og þótti öllum er til þekktu, að henni hinn mesti mannskaði, þótt sárust væri eftirsjónin móður henn ar og stjÚRa og systrum og öðrum sem henni voru nánastir. Guðríður Nikulásdóttir var fé lagslynd kona. Hún hafði glöggan skilning á samtakamætti fjöldans og taldi ekki eftir tíma og starf í þágu þeirra félaga, sem hún var í. Hún var í verkakvennafélaginu Framtíðinni frá byrjun, starfaði þar ötullega í fjölmörgum nefndum og var varaformaður félagsins um tveggja ára skeið. Hún var einn af stofnendum Kvenfélags Alþýðu flokksins í Hafnarfirði og starfaði þar af miklum dugnaði. Hún var meðal annarra starfa ritari félags ins í 3 ár..Þá starfaði hún einnig mikið í Slysavarnafélagi kvenna í Hafnarfirði, Hraunprýði. Guðríður heitin var fórnfús kona í þess orðs beztu merkingu og kom það bæði fram í félagsstörf um hennar og viðliorfi hennar ti! fjölskyldu sinnar. Hún var mik ill vinur vina sinna og trygg þar, sem hún tók þá. Hún var frið' kona sýnum og glæsileg í fram komu. Hún var myndarleg hús- mó'ðir, notinvirk og hlýleg. Hand tök hennar við verk til að mynda við fiskþvott, voru svo falleg að af bar, ekkert fum, engin læti það var eins og henni lægi ekkert á ,en þó gekk verkið betur undan henni en flestum, öðrum. Hún var hvort tveggja, vandvirk og drjúgvirk. Þannjg var eðli henn- ar. Hún var vönduð í öllu dag- fari og mátti ekki vamm sitt vita. Ekki fór Guðríður varhluta af erfiðleikum lífsins og raunum. Dótturmissirinn var henni þung bær og eins íráfall tengdasonar hennar á bezta aldri. Eins munu fáir aðrir en þeir, sem reyna, geta skilið hvílík þrekraun þáð er að missa heilsuna og vera árum sam an sárþjáð án nokkurrar vonar um bata, en það varð Guðríður að þola mörg seinustu árin. En hún bar þetta allt með sannri hetjulund. þar var aldrei æðru orð og i raunum sínum gat. hún glatt aðra með glaðlyndi sínu og óbilandi stillingu. Hins vegar var frábær umhyggja manns hennar og dætra í hinum langvarandi veilc Guðríður Nikulásdóttir indum hennar henni huggun og styrkur, sem hún vissi, að hún mætti treysta á. Ég, sem þessar línur skrifa, vil færa Guðríði hinztu kveðju mína með mikilli þökk fyrir alla tryggð ina við mig og foreldra mína lífs og iiðna og bið ég guð að blessa sál hennar og gefa henni frið. Vinkona. Éifrei'ðaelgeEicS&sr f.prautum og réttum Fljót afereiðsla. ðifreiðaverkstæðið VESTURÁS H.F. Aáðarvog 30, simi 35740. GJAFABRÉF F R Á S U N D LA U G A R S J Ó O 1 SK&LATÚNSHEIMILISINS ÞETTA BRÉF ER KVITTUN. EN l»Ó MIKLU FREMUR VIÐURKENNING FYRIR STUDN- ING VID GOTT MÁIEFNI. KirKlAYtK. K n I. h. iundlauganjift StótulúniliílmDUta* \ i Tr ú I of u na r h r i nga r Fljót afgreiðsla. ■Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson jallsmiður Sankastræti 12. Frímerki og póstur eru sam slungin hugtök. Nútimapóstur flyt ur helzt ekki bréf eða annan flutn ing, nema hæfilegt buröargjald I hafi veriö greitt og þá koma hin' ir álímdu bréfmiðar, sem viö köll | um frímerki til sögunnar. Frí- | merkin sýna þaö svart á hvítu, aö | sendandi bréfsins eða böggulsins ( hefur innt af hendi hina tilskildu j upphæö. Bréfberinn — pósturinn, sem hefur þaö hlutverk að annast dreif ingu bréfa og böggla er tálinn hér um bil jafngamall mannkynss. í assirýskum bréfum frá forn- öld má sjá að þar er oft getið um bréfbera. Bréfberar þessara tíma höfðu það hlutverk einnig að birta mönnum fréttir, bæði almenns eðl is og ákvarðanir stjórnarvalda. í flestum Austurlöndum var starf semi þessi skipulögð en á hæst stig komst hún í rómverska ríkinu á dögum hinna voldugu keisara. Það mun hafa verið á miðöldum sem að almennir póstflutningar hófust í Evrópu. Danska ríkið mun hafa verið eitt þeirra ríkja í Evrópu sem komu póstsamgöng um sínum fljótlega í skipulegt og allgott liorf. Var það verk Krist- jáns konungs fjórða, sem hann fljótlega hvað póstferðir eftir vissum leiðum um landið og á vissum dögum voru nauðsynlegar og hagkvæmar fyrir landsmenn og auð þess arðbærar fyrir ríkis- fjárhirzluna. Póststofnun á íslandi hefst hinn 13. dag maímánaðar árið 1776 með með þeim hætti, að þá er gefin út af Kristjáni konungi VII. konung leg tilskipun um að komið skuli á fót innanlands póstferðum á ís landi Árið 1778 byrjaði póst-skip að sigla reglubundnar ferðir til íslands og Danmerkur. Fyrst var þetta þó aðeins ein ferð á ári cn síðan fjölgaði þeim upp í tvær á ári vor og haust. Árið 1782 hóf i fyrsti landpósturinn á íslandi göngu sína. Það var maður að nafni Ari Guðmundsson. Ilann fór fótgangandi frá Reykjanesi við I Djúp 10. febrúar og kom á leiðar enda að Haga á Barðaströnd lö. s.m. Fór hann fram og aftur á 16 dögum og var vegalengdin talin þingmannaleið. Starf landpóst anna var mikilvægt og áhættusamt á þessum fyrstu árum póstferð- anna. í mörgum sveitum voru póst arnir næstum einu tengiliðirnir við umheiminn lengstan tíma ársins. Fólki'ð var orðið því vant, að póst arnir kæmu samkvæmt áætlun, en hugsaði sjaldnar út í það, hve mikið þeir iögðu stundum á! sig til þess að standa vel í stöðu slnni En til þess þurfti oft mikið lirek og skynsemi. Þeir eru ótaldir ó- veðursdagarnir, sem landpóstarn ir gömlu þurftu að stríða við.i En mikill var það jafnan hátíðisdag ur þegar póstinn bar á bæ. Allt heimilisfólkið var mætt til þess að taka á móti honum og rr ikil var eftirvæntingin þegar póst aslc an opnaðist. Hér koma að lokunr nokkrar tölur sem sýna þróun oóst mála á íslandi fram á okkar c aga Árið 1873 eru gefin út fyrstui ísl. frímerkin og voru það skildtnga merki. Árið 1900 var byrjað ao nota hestvagna til póstflutnínga 1916 hefst póstflutningur með’ bif reiðum og 1930 leggjast len (stu póstleiðirnar um fjallvegi n ður vegna vaxandi notkunar str mcl- ferðaskips til póstflutninga. irið 1928 byrja flugpóstflutningar inn anlands með „tækifærisflugierð- um“. Sama.úr voru gefin út fýrstu ísl. flugfrímerkin. — 1945 hó'íust flugpóstsamgöngur milli íslands og Evrópu og Ameríku. 24. nóvember 1966 --- ALÞÝÐUBLAÐIÐ jp

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.