Alþýðublaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 11
mönnum sérsamb. Sl. laugardag 12. nóv. var hald- inn fundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna sérsambanda ÍSÍ í Hótel Loftleiðum. Fundurinn hófst með því að for seti ÍSÍ Gísii Halldórsson, minntist tveggja forystumanna íþróttasam- takanna sem látist 'hafa með stuttu millibili þ.e. Benedikt G. Waage, Qieiðursforseta ÍSÍ og Erlings Páls sonar, formanns Sundsambands íslands. Heiðruðu fundarmenn minn- ingu þeirra með því að rísa úr sætum sínum. A fundinum flutti forseti Norska íþróttasambandsins, John JrsþingksT UM HELGINA lielgina og hefst í húsi Slysavarn arfélags íslands við Grandagarð kl. 2 á laugardag. Innaníélagsmót í sundi á morgun Á morgun verður háð innanfé- lagsmót í sundi á vegum sund deilda Ármanns og Ægis. Keppt verður l 800 m. skriðsundi kárla og kvenna. Keppnin hefst kl. 8,30 í Sundhöllinni. Chr. Schönheyder, mjög ítarlegt erindi um starf íþróttasamtak- anna í Noregi. Að erindi loknu svaraði hann fyrirspurnum. Þá var tekið fyrir samþykkt í- þróttaþings á ísafirði 1966 um byggingu íþróttamiðstöðvar á Suð urlandi. Framsögumenn þess máls voru: Gísli Halldórsson, forseti 'ÍSÍ og Benedikt G. Jakobsson, í- þróttakennari. Umræður urðu miklar og að þeim loknum var kosin nefnd til að vinna að undirbúningi málsins í samráði við framkvæmdastjórn ÍSÍ. í nefndina voru kosnir: Stefán Kristjánsson, Þorsteinn Einarsson, Guðmundur Svein- björnsson, Benedikt Jakobsson, ÍBjörn Vilmundarson. Á fundinum sæmdi forseti Norska íþróttasambandsins, Gísla Halldórsson forseía ÍSÍ heíðurs- merki nafn íþróttasambands fyr- ir framlag hans til samvinnu Norð urlanda á sviði íþróttamála. Á fundi þessum mættu: Gísli Halldórsson, Guðjón Ein- arsson, Gunnlaugur J. Briem. Sveinn Björnsson. Þorvarður Árnason, Þorsteinn Einarsson, Jens Guðbjörnsson, Kristján Benjamínsson, Benftdikt Jakobs- son, Bogi Þorsteinsson. Ásbjörn Sijurjónsson, Stefán Kristjáns- son, K.iartan Bergmann, Sveinn Snorrason, Ingi Þorsteinsson. Garðar Sigurðsson, Hermann Guð mundsson. Úrval - OPPUM leika í kvöld í kvöld leikur lirvalslið lands liðsnefndar við vestur-þýzka liðið Oppum í íþróttahöllinni en leikurinn hefst kl. 20,15. Það er e.t.v. hæpið að tala um nefnd, þar sem aðeins er um einn mann að ræða sem velur lands liðið SigurS Jónsson. Liðið í kvöld skipa eftirtaldir leikmenn Þorsteinn Björnsson, Fram, Sveinbjörn Björnsson Ármanni, Birgir Björnsson, FH, Geir Hall steinsson FH Guðjón Jónsson Fram, Gunnlaupur Hjálmars son, Fram, Hreinn Halldórs- son Ármanni, Ingólfur Óskars son, Fram, Jón H. Magmísson Víking, Siguröur Einarsson, Fram, og Örn Hallsteinsson FH. Myndirnar hér á síðunni eru frá leik FH og Oppum í fyrra kvöld. ísland tilkynnir Pátttöku í ÓL í Grenoble 1968 Á fundi Olympíunefndar íslands, sem haldin var sl. miðvikudag minntist formaður Olympíunefnd ar Birgir Kjaran tveggja nýlátinna meðlima nefndarinnar, þ.e. þeir Benedikt G. Waage, heiðursforseti ÍSÍ og fulltrúi í alþjóðaolympíu nefndinni (CIO á íslandi), og Er- lingur Pálsson formaður Sundsam bands íslands. Þá var á sama fundi samþykkt að tilkynna þátttöku Islendinga I vetrarolympíuleikunum í Grenoble í Frakklandi 1968. ÍR heídur skemmtifund Frjálsíþróttadeild ÍR heldur skemmtifund, sunnudaginn 27. nóv. kl. 3 í ÍR-húsinu við Túngötu. Til skemmtunar verður kvik myndasýning og skemmtiþáttur er Ómar Ragnarsson sér um. Talað verður um félagsstarfið á komandi vetri o.fl. Mætið sem flest og takið með ykkur gesti. — Stjórnin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Heiibrígðiseffirlit Staða heilbrigðlsfulltrúa við heilbrigðiseftirlitið í Reykja- vík er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. marz n.k. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf, eða sambæri- lega menntun, vegna sérnáms erlendis. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. Frekari upplýsingar um starfið veittar í skrifstofu borgar- læknis. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist ski-ifstofu minni í Heilsuverndarstöðinni, fyrir 1. janúar nk. Reykjavík, 25. nóvember 1966. Borgarlæknir. ■ ■ i i i ■ i s n ■ > ■ [ > ■ i i a ■ b [ i ■ mimi : ■ a ( l> ■ ■ ■ ini ■ ■ i i t i c i ■ t c t ■ ■ ■ i i ■ i ■ u ■ ■ > > » ■ ■■ » » g ■ ■ i • - " B « ^ B ■ ■ ■ ■ i Auglýsingasími : í er Í4908 \ 24. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ tí ......... -k

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.