Alþýðublaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.11.1966, Blaðsíða 3
Umbótum Francos misjafnlega tekið Madrid 23. 11. (NTB-Reuter.) Fjörugar umræður fara fram nú á Spáni um breytingar þær, sem Franco hershöfðingi hefur gert á stjórnarskránni, en þessar breyting ar eru nokkurs konar málamiðlun milli lýðræðislegra og einræðis- legra stjórnarhátta. Falangaistar, Konungssinnar, verkálýðsfélögin, sem eru undir stjórn yfirvaldanna og óháð samtök rómversk — ka þólskra manna hafa fagnað umbót unum, en ástæðurnar eru ólíkar og túlkanir liinna ýmsu hagsmuna- hópa A umbótunum eru og ólíkar. Franco virðist hafa gefið öllum Jafnaöar- stefnan FUJ í Hafnarfirði boðar til fundar í Alþýðuhúsinu í kvöld b kl. 20,30. Á fundinum mætir ^ Helgi Sæmundsson, formaður ^ • Menntamálaráðs og kynnir jafn ^ S aðarstefnuna. Að loknu erind s verða frjálsar umræður S og mun Helgi svara fyrirspurn S ^ um. Allir velkomnir. Kaffiveií S ingar. — Stjórnin. I hagsmunahópum eitthvað, en þó ekki stjórnarandstöðuhópum, sem berjast fyrst og fremst fyrir frelsi ; til handa stjórnmálaflokkum að starfa í landinu. AFP hermir, að hinn venjulegi Spánverji virðist hafa orðið fyrir vonbrigðum eftir allan þann hávaða, sem gerður var út af breytingunum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Vonir hans um, að stjórnarfarið yrði fært í lýðræðislegra horf og starfsemi stjórnmáiaflokka leyfð, hafi brugð | izt . I Fréttaritari Reuters, John Org an, segir að konungssinnar láti gleði sína óspart í ljósi. Hið á- hrifa mikla málgagn þeirra, ABC, staðhæfir, að Franco hafi viður kennt konungdæmið sem stjórnar form framtíðarinnar. Franco hers höfðingi hefur ekki tilnefnt eftir mann sinn, en í nýju lögunum seg ir, að Spánn sé konungsríki, sem eignast muni konung eða ríkis stjóra einhvern tíma i framtíðinni. Málgagn falagista, Arriba, hefur ekki gert mikið úr konungsstjórnar ákvæðum laganna, enda eru falang istar andvígir konungsstjórn, en blaðið lýsir yfir ánægju með það, að Spánverjum með ólíkar skoðan ir verði ieyfð innganga í falang istahreýfinguna, sem er eftir sem áður einu fjöldasamtökin, sem leyfð eru á Spáni. Framhald á 14. siðu. Glæsileg f lugmállaf hátíð 1. desember Flugmálahátíðin í ár verður haldin í Lidó 1. desember n.k. Sérstaklega verður vandað til hátíðarinnar að þessu sirrni í til efni þess að 30 ár eru liðin fbá stofnun Flugmálafélagsins. Munu fulltrúar frá flugmála félögum Norðurlanda sitja hóf ið. Dagskrá flugmálahátíðarinn ar verður í höfuðatriðum á þá leið að forseti Flugmálaféiags ins, Baldvin Jónsson, setur há- tíðina og síðan mun flugmála ráðherra flytja ávarp. Þá verð ur verðlaunaafhending frá síð ustu Shell-bikarkeppni, en hún fór fram 25. ágúst sl. Hefur keppni þessi farið fram nokkur undanfarin ár og sá háttur hafð ur á að afhenda verðlaunin á flugmálahátíð. Keppni þessi er hæfniskeppni í margs konar atr iðum flugs. Að þessu sinni hljóta fyrstu verðlaun þeir Haf liði Bjarnason og Hörður Sveins son og önnur verðlaun hljóta Sigurður L. Thorlacius og Gísli Þorsteinsson. Síðan fer fram af hending gullmerkis Flugmála félagsins en það er veitt þeim mönnum sem forystu hafa haft í flugmálum íslendinga. Þeir er hingað til liafa hlotið gullmerk ið eru Agnar Kofoed Hansen, Framhald á 15. siðu ÐING IIM ASI Þing Alþýðusambands ís- lands eru einhverjir fjölmenn ustu samkomur, sem hér eru haldnar. Hefur oft verið á það bent, að fjölmennið á bessurr þingum geri það beinlínis að verkum, að þau séu næstum óstarfhæf, fjölmennið dragi þingstörf óeðlilega á ianginn og valdi tímasóun. Allt er þetta vafalaust rétt og sú skipulagsbreyting, sem nú er í deiglunni mun hafa það i för með sér að þingin verða mun fámennarj og þá jafn- framt líklegra gangi þar allt liprar fyrir sig. Forseti ASI hefur bent á, að eðlilegt sé að halda fjölmenn þing svo sem fjórða hvert ár eins og tíðkast á hinum Norður löndunum, og er það skvnsam- leg hugmynd. Fjölmennu þing in hafa nokkra kosti, þau hafa talsvert áróðursgildi bæði út á við og inn á við, og ei til vill má segja að þau stuðli að auknum kynnum meðiim- anna. Það hefur komið allvel í ljós á þessu þingi hve úrelt og gam aldags skipulag nú er við lýði í ASÍ, og hve það tefur störf þingsins, þótt á þessu þingi hafi minni tími, eða þvi sem næst enginn, farið í pinsk is nýtt þras um kjörbréf og ó- merkileg formaatriði. Síðastliðinn sunnuaag var þingskjölum dreift, þar á með al prentaðri skýrslu forseta um starfið síðastliðin tvö ár. í skýrslunni eru týnd til alls- kyns s\náatriði, skýrt er frá hinum og þessum þingsmálum misjafnlega merkilegum. sem send hafa verið miðstjórn ASÍ til athugunar. í skýrslunni er hvergi um að ræða neina til- raun til úrvinnslu þeirra gagna ***" sem bar er að finna, heldur er málum aðeins dengt fram í þeirri tímaröð, sem miðstjórn hefúr afgreitt þau. Er slíkt auð vitað fráleitt. Hálfu meiri móðg un er það þó við þingfulltrúa, að forseti skyldi verja hátt í tveim tímum í að lesa upp úr þessari skýrslu á mánudag í stað þess að láta umræður um ÞING hana hefjast án formála, enda höfðu þingfulltrúar þá haft skýrsluna í sólahring eða rúm lega það. Það er þingskylda þeirra að kynna sér þingskjöl og var því óþarfi að sóa löng- um tíma í að láta fundarmenn hlýða á þurran lestur upp úr skýrslunni. Það hefði aðeins verið einföld vinnuhagræðing, Framhald á 14. síðu. 24. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.