Alþýðublaðið - 08.12.1966, Síða 1

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Síða 1
Fimmtudagur 8. desember - 47. árg. 276 tbl. — VERÐ 7 KR. Enn rætt um sjón- varpið á Alþingi Reykjavík — EG Enn var rætt um sjónvarpið á Alþingi í gær en þá kom þar til um fæðu fyrirspurn frá Jónasi Péturs syni (Si um hvenær mætti vænta þess að ákvörðun yrði tekin um byggingu endurvarpsstöðvar sjón i varps á Austurlandi. Menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason, svaraði fyrirspurn inni og sagði, að fjórar stöðvar yrðu einskonar hyrningastein ar sjónvarpskerfisins, en þar væru sjálf sendistöðin á Skálafelli, end urvarpsstöð á Vaðlaheiði, stöð á Gjöffrá Hamborg Hér á myndinn er jólatré það, sem skipstjóra- os; styri mannafélágiff í Hamborg gaf Reykjavíkurhöfn, en það var sett upp við Hafnarbúðirnar kl. 5 í gærdag við hátíðlega athöfn. Er þetta í annað skipti, sem féiag þetta í Hamborg gef ur Reykjavíkurhöfn jólatré. í tilefni af komu jólrtrésins, er liingað komin’i Mogens Stern, liafnarstjóri Hamborgarliafnar, ásamt konu sinni. Þessi mynd var tekin i Harn 1 borg fyrir nokkrum dögum, þeg\ ar veriö var að skipa jólatrénu um borð í skipið ,sem flutti það út til íslands. Doktorsvörn á laugardagino Laugardaginn 10. desember nk. fer fram doktorsvörn við lækna- deild Háskóla íslands. Mun Gunn ar Guðmundsson læknir þá verja ritgerð sína „Epilepsy in Tceland“ fyrir doktorsnafnbót í læknis- fræði. Andmælendur af hálfu læknadeildar verða prófessor, dr. med. Sigurður Samúelsson og prófessor, dr. med. Tómas Helga son. Doktorsvörnin fer fram í hátíða sal háskólans og hefst kl. 2 e. h. iðlar S- Afríka málum í Rhodesíu? London 7. 12. (NTB-AFP Reut er) — Suður Afríkustjórn athugar möguleika á því að fá Breta ofan af þeirri ætlun sinni að biðja aðild arlönd Sþ að framkvæma refsiað gerðir gegn Rhodesíu, samkvæmt áreiðanlegum heimildum í London Suður Afríkustjórn er sögð fús til að veita aðstoð í -- því skyni að stjórnirnar í Salisbury og Lundún um hefji að nýju viræöur sín á milli ,og sendiherra Suður Afríku í Lundúnum ,dr. Carel de Wet, hefur óskað eftir fundi með ráðu neytisstjóra brezka utanríkisráðu neytisins. í Lundúnum leggja þeir, sem vel fylgjast með gangi mála, á- herzlu á að enn sé von um samn ingalausn á Rhodesíudeilunni ,sem staðið hefur í 13 mánuði. Sagt er að Suður Afríkustjórn hafi farið þess á leit við Breta, að þeir hætti við að leggja Rhodesíumálið fyrir Sþ og að Ian Smith forsætisráð herra hafi enn sólarhringsfrest til að fallast á tillögur Breta til lausn ar deilunni. þ.e. þangað til Örygg isráðið hefur íund sinn um málið á morgun. Rhodesíustjórn sneri sér beint til ráðsins í dag með áskorun um, að það ógildi ákvörðun Breta um þvingunarráðstafanir gegn Rhod esíu. Jafnframt fór Rhodesíustjórn I þess á leit að fá að senda fulltrúa á alla fundi, þar sem Rhodesía ber á góma. Uundirbúningur Rhodesíuum- ræðnanna í Öryggisráðinu var í fullum gangi í dag. Zambía, einn harðasti andstæðingur Smithstjórn arinnar, hefur farið fram á að fá að taka þátt í umræðunum, og fleiri Afríkuríki munu væntanlega leggja fram sömu beiðni tU að geta skýrt frá viðhorfum sínum. Einu Afríkuríkin, sem fulltrúa eiga í ráðinu, eru Uganda, Nígería og Mali. í orðsendingu sinni til Öryggis ráðsins segir stjórn Smiths að ef Framhald á bls. 14. Fjarðarheiði ,og stöð við Stykkis hólm. Tekjur sjónvarpsins af aðflutn ingsgjöldum mundu gera það kleift sagði ráðherra, að byggja stöðv ar á Skálafelli og Vaðlaheiði á næstu tveim árum. Nú hefði hins vegar komið fram sérstaklega mik ill áhugi fyrir austan og vestan á að fá sjónvarpið sem fyrst, og því hefði ríkisstjórnin fallizt á það fyrir sitt leyti, að veitt yrði 25 milljón króna lánsheimild til að byggja þessar tvær stöðvar, .og mundi sú heimild, að líkindum setti í lög um útvarpsrekstur rík ♦isins, sem nú eru í meðförum A1 þingis. Ráðherra kvað hinsvegar ómögulegt að segja til um, hvenær lokið yrði við þessar framltvæmd ir, um það væri ekki nokkur leið að segja á þessari stundu. Eysteinn Jónsson (F) lýsti á- nægju sinni með, að ríkisstjórn in skyldi nú hafa sýnt þá skyn semi, að taka upp þá stefnu, sem hann liefði talið að fylgja ætti í þesum málum. Auk hans kvaddi sér hljóðs Jónas Pétursson, sem þakkaði ráðherra greinargóð svör Ian Smith Barbados í SÞ NEW YORK 7. 12. Ntb. Reuter Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag samhljóða aöild nýfrjálsa ríkisins Barbados að Sam einuðu þjóðunum. Búizt er við að allsherjarþingið samþyliki aðild Barbados endanlega á föstudag, en landið verður þá 122, aðiIdarríki Sþ. íbúar þess eru 240 þús. og það hlaut sjálfstæði 30. nóvember síðastliðinn. • Stulduriiin á peninga- skápnum upplýstu Rvk, — SJO. Svo sem kunnugt er af frétt- um, var fyrir hálfum mánuði framið innbrot í Kaupfélagi Ár- nesinga í Hveragerði. Þaðan var stolið eldtraustum peningaskáp. Rannsóknarlögreglan í Reykjavík og lögreglan á Selfossi hafa nú í samvinnu upplýst þetta mál: fund ið peningaskápinn og meiri hlut ann af þeim f jármunum, er í hin um áttu að vera. í ljós kom, að tveir refsifangar á vinnuhælinu að Litla-Hrauni voru valdir að innbroti þessu. Þeir höfðu brotizt út úr klefum sínum, aðfaranótt 21. nóv sl., stol ið bifreið frá Eyrarbakka og ekið út að Hveragerði, þar sem þeir brutust inn í Kaupfélagið og höfðu á brott með sér kassann. Grófu þeir hann í sandlnn í fjör- unni vestan við Stokkseyri, nánar tiltekið við Hraunsá. Skiluðu þcir síðan bifreiðinni á sinn stað og fóru aftur inn í klefa sína. Framhald á bls. 14.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.