Alþýðublaðið - 08.12.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Blaðsíða 3
Ný AB-bók: Þorsteinn Gíslason - Skáldskapur og stjörnmál Hinn 26: janúar nk. eru hundr- að ár liðin frá fæðingu Þor- steins Gíslasonar, skálds og rit- sjtóra. Að því tilefni hefur Al- menna bókafélagið sent frá sér allmikið rit og veglegt, sem ber ofanskráð heiti og sækir megin- efni sitt í skáldskap Þorsteins, bréf, ritgerðir og blaðagreinar. Þorsteinn Gíslason kom víða við sögu í íslenzku þjóðlífi, enda var hann um áratuga skeið einn af svipmestu forustumönnum sinn ar samtíðar. Strax á námsárum sínum í Kaupmannahöfn vakti hann alþjóðar athygli fyrir ein- arðleg blaðaskrif, þar sem hann m. a. hreyfði fyrstur íslendinga fullum skilnaði við Dani og bar einnig fram fyrstur manna kröfu um innlendan háskóla í fjórum deildum Sjálfur hafði hann val ið sér að námsefni íslenzkar bók menntir síðari alda, en hvarf frá prófi, þegar heimspekideild Hafn ar-háskóla, og síðar einnig kennslumálaráðuneytið danska felldi þann úrskurð, að þær væru alltof fátæklegar til að geta talizt verðugt rannsóknavefni í prófritgerð. Ákvað Þorsteinn þá að snúa sér að blaðamennsku. Gerðist hann snemma atkvæða- mikill brautryðjandi á því sviði og ritstjóri varð hann lengur sam fellt en nokkur annar fram um hans daga. Af blöðum þeim, sem hann stjórnaði má nefna Óðinn, sem þá var vandaðasta mynda- blað landsins í þá daga og flutti margt ævisagna og skáldskapar, og Löréttu, sem um langan aldur var eitt stærsta og éhrifamesta stjórnmálablaðið, auk þess sem hún lét bókmenntir og menning armál til sín taka umfram flest blöð önnur. En jafnframt þessu var Þorsteinn alla tíð mikilsvirt- ur sem ljóðskáld og afkastasamur þýðandi margra öndvegisrita. Skáldskapur og stjórnmál voru þannig þeir megindrættir í æVi Þorsteins Gíslasonar, sem bók sú, er að ofan getur, dregur nafn af og henni er ætlað að spegla. Auk úrvalsljóða og sjálfstæðs kafla úr óprentaðri skáldsögu, er þar að finna bréf og ritgerðir um marg vísleg efni, þar á meðal hina gagnmerku og bráðskemmtilegri sögu íslenzkra stjórnmála frá 1896 til 1918, sem skráð er af nánum persónulegum kunnugleik, enda sígilt heimildarrit um menn og viðburði þessa afdrífaríka tíma bils, og þá ekki hvað sízt um hin margslungnu og leynilegu á- tök, sem um æðilangt skeið áttu sér st.að að baki hinnar eiginlegu sj álfstæðisbaráttu. Þorsteinn Gíslason var víðsýnn menningarmaður, hófsamur og góðgjarn, í hvívetna. NÝTÍZKU ELDHÚSINNRÉTTINGAR Amerískar og þýzkar. Sýnishorn af eldhúsi fyrirliggjandi. Stuttur afgreiðslutími. Önnumst skipulagningu yður að kostnaöarlausu. .RHalhingarvprur sf Bergstaðastræti 19 — Sími 15166. Sýning Eyborgar Undanfarna daga hefur staðið yfir sýning á Mokka á geometrísk um myndum eftir Eyborgu Guð- mundsdóttur. Mun sýningin standa idir fram að næstu helgi.ö Allar myndirnar eru til sölu og er verð inu stillt í hóf. Eyborg hefur und anfarin sex ár dvalist erlendis og tekið þátt í f jölda samsýninga og fengið góða dóma fyrir. Vietcong myrðir stjórnmálamann Þorsteinn Gíslason Saigon 7. 12. (NTB -Reuter) Tvítugur Vietnami var handtekinn í Saigon í dag, ákærður fyrir morð á óþekktum óháðum, suður-viet nömskum stjórnmálamanni í morg un. Tilræðismaðurinn sem var hálf blindur á öðru auga, játaði að Vietcongmenn hefðu þjálfað hann til að fremja morðið á stjórnmála manninum, Tran Vo Van. Morðinginn ók upp að bifreið, Tran Vans og skaut þremur skot um á hann í bakið. Tran Van var 58 ára að aldri og eigandi hrís grjónaekru á Mekongósasvæðinu. Hann lézt á leiðinni í sjúkrahús. Hinn handtekni sagði, að Viet cong hefði sent hann til Saigon fyrir einni viku að fremja morðið á Van, en Vietcong hefur reynt a ðmyrða hann í margar vikur. Þjóðþingið sleit fundi sínum í morgun þegar kunnugt varð um morð Vans, en kom aftur saman til sérstaks aukáfundar eftir hádegi. Samþykkt var að skipa nefnd til að leggja hart að stjórninni að fyrir skipa nákvæmari rannsókn. Nguy en Cao Ky forsætisráðherra sagði í kvöld að hann hefði gefið örygg issveitum skipun um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að rannskana málið ofan í kjölinn þannig að morðinginn fengi fljót lega þá hegningu sem hann ætti skilið. Bandarískur talsmaður sagði í Saigon í dag, að bandarísk her skip og flugvélar hefðu á ný ráð izt á norður-vietnömsk skip á Ton kinflóa. Skotið var á 15 flutninga ferjur undan Dong Hoi. í Saigon fundu öryggissveitir í dag 28 kíló af sprengi efni, sem Vietcong hafði komið fyrir í skot færa geymslu flugvallarins. Hæstu vinningar í happdrætti SÍBS 5. desember var dregið í 12. flokki um 2000 vinninga að fjár- hæð kr. 5.001.000.00. Þessi númer hlutu hæstu vinningana. 1.500.000.oo nr. 47099 Hafnarf. 200.00.oo nr. 53241 Hafnarfirði 100.000.oo 29458 Austurstræti 6 100.000.oo nr. 55580 Borgarnes. Birt án ábyi-gðar. Ætlaði Hitler ekki aö jafna París viö jöröu? Bonn 7. 12. (NTB-Reuter) Walter Warlimont hershöfðingi, einn af æðstu herforingjum Þjóð verja í heimsstyrjöldinni síðari, ságði í dag að skipun Hitlers um að París skyldi brennd hefði byggzt á hernaðarlegu mati og að ekki hefði verið um skemmdarverk að ræða. En.Warlimont hershöfðingi ját aði ,að aðstoðarforingi kynni að hafa sagt „Brennur París?“ í sím tali við yfirmann þýzka setuliðsins í París, Dietrich von Choltitz hers höfðingja, og gert það að skipun Iíitlers. Reuter hafði viðtal við Warli mont hershöfðingja vegna athygli i þeirrar sem kvikmyndin „Brennur París?“ hefur vakið. Hershöfðing inn var varaforseti þýzka herráðs ins á stríðsárunum. Hann segir, að Hitler hafi gef ið út tvær skipanir um varnir Par ísar, en hvorug hafi verið á þá leið að brenna skyldi París til grunna. Orrustan um París bar þá hæst í umræðum okkar um hernar arástandið, en ég heyrði aldrei að Hitler hefði á það minnst að brenna ætti borgina. í kvikmyndinni sem nú er sýnd um allan heim, er von Choltitz hers höfðingi sýndur sem maðurinn sem óhlýðnaðist fvrirmælum Hitl ers og einnig er sýnt hvernig hann setti sig í samband við frönsku Framhald á 14. siðu. SPENNANDI SÖGUR, SÖNN ÆVINTÝRI J Barry SAGA AF ST. BERNHARDSt HUNDI. Sagan gerist í hinum hrika- legu Alpafjöllum, þar sem ævnitýrin freista hinna hug- rökku_ 128 bls. kr. 172,— * ★ < Atli og Una KLIFRA FJÖLL Á ÍSLANDI og fara í veiðiför og standa saman í blíðu og stríðu. Þessi ágæta unglingasaga er eftir Ragnheiði Jónsdóttir en teikningar í bókina gerði Sig rún, dóttir hennar. 131 bls. kr. 182,75. * A leið til Agra segir frá furðum Austurlandá og hefur þegar verið þýdd á 17 tungumálum og hlotið 10 verðlaun í 7 þjóðlöndum. Spennandi heillandi, hrífandi saga fyrir unga og gamlá. 126 bls. Kr 166.65. ★ Gleymið ekki NONNA-bók- uniim og bókum STEFÁNJjJ. JÓNSSONAR („Hjalta“-bók- unum o. fl.) | Isafold 8. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.