Alþýðublaðið - 08.12.1966, Page 4

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Page 4
Eitatjórar: Gylfl Gröndat (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjómarfuU. trCi: ElBur Guðnason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasími: 14900. AOsotur AlþýSuhúsiS viO Hverflsgötu, Reykjavlk. — PrtntsmlSja AlþýOU blaístns. — AskiUtargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kr. 7,00 elntakltt, Utgefandl AlþýOuflokkurixui, Ríki og sveitarfélög ÖFLUG SVEITARFÉLÖG eru hornsteinn hverrar ajóðfélagsbyggingar. Það skiptir landsfólkið ekki að 5ins miklu máli, hvernig stjórn þjóðmála er hverju sinni, heldur og hvernig sveitarfélögum er stýrt. Mik til hluti þeirrar dag'legu þjónustu, sem hver fjöl- skylda færir sér í nyt, er einmitt á vegum sveitar- plaganna. Af þessum sökum er það næsta undarlegt, hversu lengi það hefur dregizt að endurskoða mörk sveitar- félaga. Þær áðstæður, sem réðu hreppamörkum fyrir þúsund árum, eru oft á tíðum gerbreyttar. Er ástæða til að sameina fjölda sveitarfélaga og endurskoða stjórn þeirra, svo að hvort tveggja komist í nútíma horf. Ástæða er til þess, að gagnger endurskoðun verði á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, meðal, ann- ars til þess að fjárhagsleg samskipti þessara aðila verði gerð einfaldari en þau hafa verið. Þá er rétt að athuga, hvort ekki er hægt að fækka framkvæmda áðilum til þess að tryggja sem bezta nýtingu þess fjár, sem veitt er til framkvæmda á hverjum tíma. Gerðar hafa verið áætlanir um skólabyggingar og ákvæði hafa verið sett um, að hlutur rílcisins í þeim skuli greiddur á tilteknu tímabili. Virðist ástæða til að taka upp svipuð vinnubrögð um fleiri framkvæmdir, til dæmis hafnargerðir, sjúkrahús, íþróttamannvirki og félagsheimili. Það hefur reynzt illa að binda rík- isvaldinu fjárhagslegar skuldbindingar, sem því geng ur illa að standa við, og væri ástæða til að forðast skuldir ríkisins við sveitarfélögin. Undanfarin ár hefur hugmyndinni um áætlunarbú- skap vaxið mjög fylgi hér á landi, enda virðist heil- brigð skynsemi oft vera mjög á þá lund.' Sérstaklega er ástæða til að fagna því, að gerðar hafa verið áætl- anir fyrir sérstaka landshluta. Ættu þær að hafa í för með sér, að framkvæmdum verði hraðað og í þær ráðizt á skipulegan hátt, en ekki rokið til að byrja á öllu, án þess að sjá fyrir endann á neinu. Að vísu eru enn margvíslegir annmarkar á áætlunargerð hér á landi, en því verður ekki á móti mælt, að miðað hafi í rétta átt. Undanfarin ár hafa lífskjör þjóðarinnar batnað veru lega. í því sambandi er athyglisvert, að kröfur til ýmis konar framkvæmda sveitarfélaga hafa aukizt, til dæmis hvað snertir götur og umferð. í þessu sambandi hefur að vísu margt gerzt, sem telja verður skref í rétta átt. Sem dæmi má nefina að- stoð ríkisvaldsins við gatnagerð og nú síðast stofn- un sjóðs til að lána sveitarfélögum til framkvæmda. Að vísu myndast ekki nýtt fjármagn, þótt stofnsett- ur sé nýr sjóður, en skilningur á þörfum sveitarfé- Iaganna er mikilvægt skref og til þeirra verður á komandi árum að beina miklu fjármagni. 4 8. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hollenskir mjög fallegir Drengjaskór StærÖir 35 — 40 — Ný sending Skókaup Kjörgarði Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 59 Laugavegi 100 1 Hvíl :ir og rauðir Ungb Stærðir 18 - arnaskér -23 Verð kr. 105.00 — 115.00 Skókaup Kjörgarði Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 59 Laugavegi 100 ______ ★ GÖTURNAR OG UMFERÐIN* ! Gangaridi vegfarendur eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Haustið er umhleypinga sajnasti og úrkomumesti tími ársins og göturnar forugar og blautar. Og bílstjórarnir sumir hverj ir tillitslausir í umferðinni. Gagnslítið mun að kvarta yfir veðurfar inu, við erum nú einu sinni þannig í sveit sett landfræðilega séð, að ekki er við góðu að bú ast. Við búum við eyjaloftslag, sem er rakt og úrkomusamt, og getur sólarliringsúrkoman kom izt upp í 100—200 mm. og jafnvel þar yfir í af tökum. Um göturnar gildir að vísu öðru móli, þar mundi mega nokkuð um bæta, en við erum orðin svo vön vondum göturn, að það stappar nærri því, að við teljum holurnar og pollana til nóttúrulög mála, sem enginn mannlegur máttur fái haggað. Samt þokar gatnagerðinni í rétta átt. ★ RUDDASKAPUR OG TILLITSLEYSI Aftur á móti er óþarfi að taka möglunarlaust framferði ýmissa ökumanna, sem um göturnar fara eg sýna gangandi vegfarendum fádæma rudda skap og tillitsleysi. Ég hygg, að það mundi t.d. ekki verða talið til liáttvísi eða riddaramennsku, ef einhver venjulegur vegfarandi tæki sér stöðu við drullupoll á götunni.og ysi úr honum yfir þá sem leið ættu framhjá, enda mundu fáir taka því með þökkum. Ósköp svipuð kurteisi er það, þeg ar bílstjórar aka á fullri ferð yfir forarleðju og leysingatjarnir á götunum, svo að drulluslett urnar ganga yfir vegfarendur og upp að veggj um nærliggjandi húsa. Ég var fyrir nokkrum dögum áhorfandi að einu slíku atviki. Þetta var einn mesta rigningardaginn fyrir mánaðamótin síðustu og allt í pollum og forareðju á götunum. Þokkalega búin kona kom gangandi eftir göt unni, en úr gagnstæðri átt kom bíll á mikilli ferð og ók framhjá án þess að hægja hið minnsta á sér, svo að gusurnar gengu yfir höfuðið á kon unni. Það er óþarfi að lýsa því, hvernig föt kon unnar litu út eftir þetta drengskaparbragð bifreiðar stjórans. Sjálfsagt eru biíreiðarstjárar /^kaðahifla, skyldir í svona tilfellum, ef unnt er að hafa hend ur í hári þeirra og sanna á þá skepnuskapinn. En cft næst ekki númer bílsins eða vitni vantar til að staðfesta verknaðinn, ef þrjóturinn neitar og þrætir. En auk þess er ekki einuilgis hið beina tjón á fatnaði, sem hér skiptir máli, heldur einftig óþægindi og leiðindi, sem þessu eru sam fara. Sem betur fer er liér um undantekningar a'ð ræða innan bílstjórastéttarinnar, en samt alltof margar . — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.