Alþýðublaðið - 08.12.1966, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Qupperneq 8
ÞRIÐJI HLUTi Þýðing verðstöðvunar fyrir sjávarútveginn Ræða Eggerts G. Þorsteinssonar, sjávarútvegsmálaráðherra, á þingi LÍÚ Athuganir um leiguskip í framhaldi af jkugleiBingum um framtíðarskipan íslenzkra tog- veiðimála og endurnýjun togara- flotans, hefur hugur manna eðli- lega beinzt að nýjustu og full- komnustu gerðum skuttogara og þá eðlilega m.a. byggt á því að auknar veiðiheimildir náist fram. ; , Á vegum ráðuneytisins hafa nú i um alllangt skeið fram farið at- huganir á því ihvort unnt væri að l fá ihingað til lands leigðan skut- | togara, sem búinn yrði þeim beztu , veiðitækjum, sem í dag eru þekkt. Aðeins einn möguleiki hefur í þessu skapazt, við eigendur ; fransks togara. En þegar á reyndi, ' var sá tími er skipið stóð til boða, bæði of skammur og iá versta árs- ; tíma, sem um var að ræða, miðað i við íslenzkar aðstæður. — Áfram I' er þessum tilraunum haldið og er nú m.a. leitað fyrir sér í Póllandi, i en þar er nú í uppgangi umfangs- j mikil fiskiskipasmíði, sem margar i þjóðir leita til. í sambandi við hugmynd þessa, hefi ég séð í blöðum að margir undra sig á því hvers vegna sé ekki keypt hingað nokkur skip af þessari gerð, í stað þess að fá hingað leiguskip. Ástæðan til að hugsað er um leiguskip, en ekki kaup að ó- reyndu, er einkum til orðin með það í huga, sem nú skal greint: 1. Af þeim sem gerzt til þekkja er fullyrt að mörg þeirra skipa sem nú eru á markaðnum, mundu ekki henta íslenzkum að- stæðum. 2. Vonlaust er talið af sömu mönn- um að tryggja rekstursgrund- völl slíkra skipa, nema tækni- búnaður skipanna gerði mögu- lega verulega fækkun áhafnar. 3. Að fenginni reynslu við veiði- nýjungar undanfarinnar ára mun auðveldara fyrir hlutað- eigandi aðila að mynda grund- völl nýrra kjarasamninga fyrir störf á þessum skipum, þegar kostur ihefði gefizt í sjón og raun á að kynnast hver aðbún- aður og vinnuþörf væri um borð í slíkum skipum. 4. Að þeirri reynslu fenginni yrði væntanlegum eigendum skip- anna mun auðveldara að gera sér Ijósar þær kröfur, sem gera þyrfti til smíði skips og búnað- ar þess, svo og þegar grund- völlur nýrra kjarasamninga hefði verið fundinn. 5. Á sama hátt ætti samtökum sjómanna að verða auðveldari aðstaða sína við nýja samnings- gerð, áður en hin nýju skip í eigu landsmanna sjálfra kæmu til landsins. Framangreind atriði eru byggð á þeim staðreyndum er fyrir liggja um hag og rekstursafkomu botnvörpunga okkar í dag, og erf- iðleika þeirra, sem hafa reynzt vera í vegi eðlilegrar útgerðarað- stöðu að óbreyttum aðstæðum. Fyrirliggjandi erfiðleikar í tog- araútgerð okkar ásamt tekju- möguleikum áhafna, eru hér þung á metunum og að mínu áliti er frumnauðsyn að íslenzk reynsla verði fengin, áður en lagt er út í milljónatuga eða hundruð millj- óna fjárfestingu nýrra skipa. í þessu sambandi minni ég á að á sínum tíma lágu íslenzk stjórnarvöld undir ámæli fyrir að leyfa ekki smíði á 20 — 30 nýjum togurum af stærstu gerð þeirra. — Leyfð var smíði 4 slíkra skipa, og eru þau nú meðal þeirra, sem í mestum erfiðleikum eiga, vegna mikils verðmunar miðað við hin eldri skip. Höfuðástæðan er þó sá veióibrestur sem reynzt hefur á þeim fiskimiðum sem helzt voru hugsuð til veiða fyrir þessi skip. Fáum mun til hugar koma að vandi íslenzkrar togaraútgerðar og þar með þjóðarinnar allrar, hennar vegna, hefði í dag verið minni ef þessi skip hefðu verið 20—30 í stað 4 eins og þau eru. Aðstaða frystiiðnaðarins Hin síðustu ár hafa síld- og loðnuveiðar dregið til sín stærstu fiskiskipin og mannaflann, sem aftur hefur ásamt minni fiski- gengd, leitt til minnkandi bol- fisksafia. Gæði fiskaflans hafa orðið minni vegna vaxandi netja- afla, svo og vegna þess, að minni afli hefur borizt á land framan af vertíð, en þá eru gæði fisksins metin mest. Þessi þróun hefur eðlilega ver- ið óhágstæð fyrir frystiiðnaðinn. Nýting á afkastagetu frystihús- anna hefur verið mjög óhagstæð. Á árinu 1964 leiddi athugun í ljós, að nýting miðað við 12 til 16 klst. vinnu, var allsstaðar innan við 30%. Aðeins 6 frystihúsanna af 91 hafði meira en 20% nýtingu, og meir en helmingur þeirra innan við 10% nýtingu. Gera má ráð fyrir að síðan hafi ekki orðið breyting á til batnaðar á þessu, nema síðuí- sé, vegna minnkandi fiskigengdar a.m.k. á þeim fiskimiðum sem íslenzkum sjómönnum eru kunnust. Eins og alkunna er, hefur verð- fall á erlendum mörkuðum aukið enn eríiðleika frystihúsanna. Það er því öllum ljóst, að brýna nauð- syn ber til að auka hráefnisöflun- ina tii frystihúsanna. Það yrði mjög alvarlegt áfall fyrir þennan iðnað, ef úr hráefnisöfluninni drægi frá því sem nú er, t.d. vegna enn meiri fækkunar togara eða útilokunar togveiða almennt og þá m.a. af bátunum einnig. Talið er, að auka megi hráefnis- öflunina til frj'stihúsanna með auknum togveiðum. Veiðitimabil bátanna yrði lengra og samfelld- ara og fiskgæðin yrðu meiri. Einn- ig kemur það til, að togararnir geta aflað hráefnis á þeim tíma, er framboð fisks annarsstaðar frá er lítið og þeir geta nánast einir m.a. aflað karfa fyrir frystihús- in. Er rétt í þessu sambandi að leggja áherzlu á, að togarafiskur hefur nú mikla þýðingu í hráefn- isöflun frystihúsa hér við Faxa- flóa, á Akureyri og Siglufirði. Það liggur því ljóst fyrir, að af- kastagetu þess skipakosts, sem nú er fyrir hendi, má nýta mun bet- ur en gert er. Hráefni frá tog- veiðum er eitt með því bezta, er frystihúsin fá. Meira hráefni og betri gæði, orsaka aftur betri nýt- ingu á afkastagetu frystihúsanna. Slíkt hefur bein áhrif á hráefnis- verðið, sem þau geta greitt. Þetta ætti öllum að vera ljóst. Óhjákvæmilegt hefur verið að rekja þessar staðreyndir, þar sem þessi mál ber nú hátt í sjávarút- vegsmálum á íslandi. Ekki er ætl- unin að magna deilur, en það sem rakið hefur verið ætti að veita aukinn skilning á þeim kröl'um, sem nú eru gerðar um togveiðar í landhelgi. Félag íslenzkra botnvörpuskipa eigenda hefur krafizt þess, að veið ar verði heimilaðar með botnvörpu í íslenzkri landhelgi inn að 4 sjómílum frá þeim grunnlínum, sem i gildi voru samkvæmt reglu- gerð frá 19. marz 1952 um fisk- veiði í landhelgi íslands. Útflutningsverö nokkurra helztu sjávarafuröa 1965 og 1966 Freðfiskur Árið 1965 var mjög hagstætt fyrir sölu á freðfiski og fór þá verðlag hækkandi, t.d. á þorsk- blokk á Bandaríkjaimarkaði frá því í fyrrasumar og að áramótum, þegar verðhækkanirnar náðu há- marki. Stóð hið hagstæða verð fram á sl. vor, en þá fór að bera á verðlækkunum og mun þorsk- blokkaverð hafa lækkað verulega á markaðnum síðan. Verðlag á freðfiskflökum hefur einnig lækk að en minna. íslendingar hafa þó ekki enn, sem komið er, selt veru legt magn á hinum lægri verðum þannig, að verðlagsþróunin í heild á árunum 1965 og 1966 virðist sú, samkvæmt verzlunarskýrslum, að verðlag á útfluttum freðfiski í ár er að meðaltali ihærra en í íyrra. Samkvæmt verzlunarskýrslum nam freðfiskur 29,7% af heildar- vorðmæiji framleiddra ]sjáviirdf- urða árið 1965. Fisk- og síldarmjöl Meiíalútflútningsverð fisk- og síldarmjöls í ár mun vera um 14 — 15% lægra en í fyrra. Var sölu- verð síldarmjöls 21—22% lægra en í fyrra. Nam útflutningsverð- mæti þessara vara, samkv. verzl- unarskýrslum um 23,3% af heild- arframleiðslu sjávarafurða árið 1965. Búklýsi Búklýsi. sem er að meginmagni sildarlýsi, hefur lækkað all veru- lega á þessu ári, þannig að verð- lag þess er í ár um 13 — 14% lægra að meðaltali en í fyrra. Útflutn- ingsverðmæti búklýsis er um 14,5 % af ,heildarframfleiðslu sjávar- afurða sl. ár, samkv. verzlunar- skýrslum. í byrjun þessa mánað- ar var söhiverð á síldarlýsi rúm- lega 27% lægra en á sama tíma í fyrra. Nú allrasíðustu daga hef- ur örlítil hreyfing orðið upp á við til hækkunar. Saltfiskur Hækkun hefur orðið á verði saltfisks í ár. Mun sú hækkun nema um 14—15% á óverkuðum stórfiski fró því fyrra. Hluti salt- fisks í heildarframleiðslu sjávar- afurða var um 11,1% miðað við út flutningsverðmæti, samkv. verzl- unarskýrslum. Saltsíld Saltsíldin hefur einnig hækkað í verði, að meðaltali um 5% frá því í fyrra. Hennar hluti í fram- leiðslu sjávarafurða á sl. ári var um 9,5% samkv. verzlunarskýrsl- um. Skreið Söluverð útfluttrar skreiðar í ár er að meðaltali um 13% hærra en í fyrra. Á þessu hausti hafa orðið verulegar verðhækkanir. Hinar ýmsu stærðir þorsks eru t. d. nú seldar :á um 16 — 23% hærra verði en á sama tíma í fyrra. Framleiðsla skreiðar árið 1965 nam um 4,4% heiidarutflutnings- verðmætis sjávarafurða, samkv. verziunarskýrslum. Þýðingr verðstöðvunar fyrir sjávarútveginn Á undanförnum árum hafa hækkanir verðlags og launa verið örar hér á landi og rpiklu örari en í nágrannalöndum okkar.'Á ár- unum 1960 til 1965 var meðal- árshækkun tímakaups hér á landi um 15%, samanborið við um 8% í flestum Evrópuiöndum, og með- Framhald á 10. síðu. 8 8. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.