Alþýðublaðið - 08.12.1966, Síða 10

Alþýðublaðið - 08.12.1966, Síða 10
Sjávarútvegur Fr®rthaW úr opnu. alásshæWcun veKðlags 11 — 12%' saijSanborði við um 4% í Evrópu- löndum yfirleitt. Það er hinn öri vöirtur síldveiðanna á undanförn- un^ árum, mikil framleiðsluaukn- :ing | fiskiðnaði, og þá einkum hjá ■ hraðfrystihúsunum, ásamt mikl- . unf verðhækkunum á íslenzkum út fliithingsafurðum, sem hefur skap að grundvöll fyrir því, að kaup- gjald hér á landi hefur getað haakkað svo miklu meira en í ná- lægum löndum. Enda þótt verð- lag^ á innlendum vörum og þjón- ustú hafi hækkað í samræmi við hækkun kaupgjalds, hefur þessi þrjáun eigi að síður leitt til mik- illar aukningar velmegunar hjá al- menningi og meiri aukningar en dæmi eru til oftast áður, bæði hér og í nálægum löndum. Þess hafa sézt all greinileg merki um nokkurt skeið undan- .farið, að þessari hagstæðu þróun væri nú lokið a.m.k. um sinn. Hækkun verðlags og launa hafði ':skapað mikla erfiðleika hjá þeim atvjnnugreinum, sem ekki höfðu orðið aðnjótandi erlendra verð- i'hagkkana eða ekki getað aukið jframleiðni sína í sama mæli og 'aðrar greinar. Á þetta ekki sízt Jvi? um útgerð togaranna, þótt þar 'komi aðrar ástæður einriig itil greina, svo og um útgerð smærri báta. Aftur á móti benda þær upp lýsingar, sem fyrir liggja, ekki til annars, en að afkoma fiskvinnsl- unnar hafi verið nokkurn vegínn vjðunandi fram á síðustu vetrar- 'vertíð, a.m.k. þar sem afkasta- ?geta er í einhverju samræmi við möguleika til hráefnisöflunar/ Á síðastliðnu vori hófst svo hið al- varlega verðfall útflutningsaf- þess að snúast gegn þeim vanda- málum, sem nú hafa skapazt. Rökin með og mótl rýmkun togveiðisvæða Með því að raktar hafa verið hér helztu ástæður þess, að svo mjög er knúið á um úrlausn í þessum málum, er óhjákvæmi- I legt að svara þeirri spurningu, hvort verða eigi við kröfum tog- veiðimanna, vélbáta og togará. Verður þá fyrst spurt: Hvað mælir því í gegn? Helztu rök gegn aukinni veiði- heimild fyrir botnvörpunga í land helgi eru þessi: Aukning botnvörpuveiða í land- helgi skerðir athafnafrelsi með önnur veiðarfæri og leiðir til á- rekstra. Togarar erú úthafsveiðiskip, sem geta veitt og eiga að veiða á fjarlægum miðum. Aukin veiðiheimild leysti ekki að fuilu vandamál togbáta, togara og frystiiðnaðar. Mikill hluti togaraaflans fer ó- unninn iá erlendan markað. Togurum hefur verið bætt tjón vegna missis veiðisvæða með greiðslum úr ríkissjóði. Markaðsmöguleikar erlendis minnkuðu við slíkar aðgerðir. Botnvarpan er skaðlegt veiðar- færi. Slíkar veiðar auka á sókn í fiski stofna er þola ekki meira veiðiá- lag. Aðstaða okkar út á við veiktist til frekari útfæyslu fiskveiðiland- helginnar. Skal nú nánar vikið að þessum röksemdum. Um skerðingu á athafnafrelsi við notkun annarra veiðarfæra en botnvörpu og árekstra við notkun þeirra verður að vísa til þess, að urða, einkum mjöls, lýsis og freð- j áður hefur verið rakið um fisks, svo sem fyrr er greint frá. Erfiðleikar þorskveiðanna ann- ars vegar og verðfall afurðanna l hins vegar, hefur nú skapað nýtt ;ViShorf í íslenzkum efnahagsmál- | um, Það hefur verið augljóst frá ,f því á fyrra hluta þessa árs, að grundvöllur var ekki fyrir hendi ; fyrir áframhaldandi hækkun kaup f gjalds. Ríkisstjórnin hefur því á undanförnum mánuðum unnið að j þyí að skapa skilyrði þess, að frek- ari hækkanir verðlags og kaup- gjalds ættu sér ekki stað um að i minnsta kosti eins árs skeið. Þetta ■ hefur verið gert með viðræðum við fulltrúa verkalýðshreyfingar- , innar, með því að stuðla að hóf- llegum samningum um afurðaverð » landbúnaðarins á sl. hausti, með í aukningu niðurgreiðslna á tveim- * ur«síðastliðnuni mánuðum, og síð- l ast en ekki sízt með því frumvarpi . í til Verðstöðvunar um eins árs ! skeið, sem nú liggur fyrir Alþingi. , Það þarf ekki að fara um það j mörgum orðum, hverja þýðingu i þap hefur fyrir þjóðarbúskapinn ■ alían, og þá einkum og sér í lagi \ fyrir sjiávarútveginn, að sú stefna, j sem þannig hefur verið mörkuð, ? reynist framkvæmanleg. Það er enn, síður en svo ljóst, hver muni verða þróunin í verðlagi útflutn- in^safurða, þegar frá líður. Það er- heldur ekki fullkomlega ljóst, hverjar leiðir eru vænlegastar til eflingar þorskveiðanna. Stöðvun á frekari hækkun verðlags, og þar með væntanlega stöðvun á frekari hækkun framleiðslukostnaðar, skapar nauðsynlegt sviigrúm til IH . " |0 8- desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ skiptingu veiðisvæða og frjálsi-æði við val veiðiaðferða. Árekstrar við notkun veiðar- færa eru ekki nýtt vandamál. Þau verða seint endanlega leyst. Leiði auknar togveiðar til hagkvæmari nýtingar fiskistofnanna, en jafn- framt til þess að vandamál sem þessi aukist, þá verðum við að leysa þau. Hægt væri að setja fastar regl- ur um veiðarnar og auka eftirlit með, að þeim reglum sé hlýtt. Rétt er að benda á þá staðreynd, að tjón af völdum íslenzkra tog- ara áður en landhelgin var færð út, voru fátíð, þótt þeir væru þá helmingi fleiri en nú. Til að tryggja hagkvæmasta nýt ingu fiskistofnanna er nauðsyn- legt að útgerðarmenn og sjómenn hafi hæfilegt frjálsræði. Hömlur leiða til stöðnunar ,um það er reynslan ólygnust. Oft er um það talað, að togar- ar séu úthafsveiðiskip, er eigi að veiða á fjarlægum miðum. Rétt er þó að hafa í huga að tilhögun og smíði meginhluta togaraflot- ans var miðuð við aðstæður á ár- unum 1946 til 1951 og þá miðaðar við veiðar á þeim svæðum, er nú hafa verið af þeim tekin. Ef þá hefði verið vitað um síðari tak- markanir, er vart hugsanlegt að sú mikla nýsköpun flotans hefði átt sér stað. Vegna lélegs afla síðar á fjarlægum miðum stunda þeir nú stærri hluta ársins veiðar á heimamiðum. Enginn heldur því fram, að vandamál-togbáta, togara og frysti húsa yrðu endanlega leyst með aukinni togveiði innan landhelg- innar. Á hinn bóginn liggur í hlut arins eðli, að auknar togveiðar í landhelgi mundu tvímælalaust bæta aðstöðu þessara aðila. Aðalatriðið er ekki það, hvort vandinn verði endanlega leystur, heldur hvort rétt sé stefnt. Mik- ilvægast er að afstýra því að tog- araútgerðin verði stöðvuð, — en án stóráaks þeim til handa virðist yart annað sýnilegt. Bent hefur verið á, að mikill hluti togaraaflans fari óunninn á erlendan markað. í þessu sambandi er rétt að benda á þá hugmynd, sem fram hefur komið, að verði togveiðar leyfðar í landiielgi meir en nú er, sé rétt að veita sérstök leyfi til þeirra togveiða, svo sem nú er gert um dragnótaveiðar og hum- ^ai<- og rækjuveiðar. Slík leýfi væri hægt að binda ýmsum skil- yrðum, t.d. því að aflanum yrði meira landað hér heima. Ekkert skal frekar rtætt um þessa hugmynd að svo stöddu, en að sjálfsögðu höfum við, þótt tog veiðar aukist í landhelgi, ekki síð- ur tök á því þá en nú, að stjórna þessum málum, svo sem okkur sýnist bezt henta. Því hefur verið haldið fram, að togurunum hafi verið bætt tjón vegna missis veiði svæða með greiðslum úr ríkis- sjóði. Togarar hafa notið styrks vegna hallareksturs og þeirrar viðleitni stjórnarvalda að koma í veg fyrir að togaraútgerð leggist niður. Þetta hefir verið gert án bóta- sjónarmiða. Að sjálfsögðu myndu greiðslur þessar minnka, ef afli togaranna yrði meiri og hallinn minni. í þessu sambandi er rétt að minna á, að útgerðarmepn og sjó- menn á togurunum sýndu á sín- um tíma mikinn þegnskap, er þeir fluttu sig möglunarlaust út fyrir 12 mílna landhelgina, þótt talið væri að veiðisvæði togaranna hér við land rýrnuðu þá um 60% til 80% með útfærslu landhelginnar. Ekki er líklegt, að markaðs- möguleikar erlendis minnkuðu við auknar togveiðar í iandhelgi, nema þá hvað varðar ísfiskmark- aðinn í Englandi og Þýzkalandi. Slíkt myndi fyrst og fremst koma niður á togaraútgerðinni sjálfri o>g er nauðsynlegt að togaraút- gerðarmenn geri sér fulla grein fyrir þessari hættu. Mikið hefur um það verið rætt og ritað, hvort botnvarpan sé skað legt veiðarfæri. Fiskifræðingar telja botnvörpu ekki skaðlegra veiðarfæri en mörg önnur. ítar- legar rannsóknir hafa sýnt, að stækkun botnvörpumöskvans hef- ir mikilvæg áhrif til verndunar ungviðis. Ekki eru liðin nema 10 ár síð- an algengt var, að möskvar í botn vörpum væru 70 — 80 mm. Voru þá engin ákvæði í gildi um lág- marksstærð möskva. Nú er lág- marksstærð möskva í botnvörp- um miðað við sama efni 120 mm, og 1. júní n.k. verður hún 130 mm. Menn mega varast að láta þá tíma, er botnvarpan var hættu- legt veiðarfæri, hafa úrslitaáhrif á skoðanir sínar nú. Þá kemur að þeirri spurningu, hvort auknar togveiðar í landhelgi muni leiða af sér aukna sókn i fiskistofnana sem leiði til ofveiði. Þótt auknar veiðar með botn- vörpu í landhelgi leiði til meiri afla, þurfa þær ekki þar með að leiða til aukinnar ofveiði. Talið er af fiskifræðingum, svo sem fyrr er greint að mesta hættan í sambandi við ofveiði fiskistofna, sé veiði á ókynþroska fiski. Slíkt á sér stað í ríkum mæii fyrir Norð ur- og Norðausturlandi. Eru þar að verki nær eingöngu erlend tog veiðiskip. Ber að sjálfsögðu að gæta þess að leyfa ekki botnvörpu veiðar í landhelgi á þeim svæðum, þar sem mikilvægar uppeldisstöðv ar eru. Sú röksemd er einna drýgst hef ur reynzt gegn kröfunni um aukn- ar togveiðar í landhelgi, er sú, að aðstaða okkar út á við veiktist og að útfærsla landhejginnar yrði torsóttari eftir slíkar aðgerðir. Standa í þeim efnum fullyrðing gegn fullyrðingu. Öllum er kunnugt um, að í dag er íslenzkum skipum á vissum svæðum heimilt að veiða með drag nót og botnvörpu i íslenzkri land- helgi. Aðeins yrði þvi um að ræða rýmkun þeirra heimilda, er fyrir hendi eru. Langt er liðið síðan greint var á milli erlendra og ís- lenzkra skipa í þessum efnum og islenzkum skipum veittur þar meiri réttur. hér að framan um botnvörpuveið- ar í landhelgi. Þá er rétt að ítreka, að ógerlegt er að móta fasta stefnu varðandi endurbyggingu togaraflotans með- an þessi mál eru óútkljóð. Það verður að liggja ljóst fyrir hvar væntanlegum togskipum er ætlað að veiða. Er t.d. ókleift að segja fyrir um, hvaða stærð skipa henti fyrr en það liggur fyrir. Á að miða endurnýjunina við verksmiðjuskip, eða skip sem færa aflann til vinnslustöðva í landi, sem nú skorth- sífellt hráefni? Ég vil ítreka að menn sýni á- byrgðartilfinningu í þessu máli. Menn mega ekki láta þá tíma, er hundruð togara veiddu með smá- riðnum botnvörpum upp í land- steina, hafa áhrif og villa sér nú sýn. Jafnrétti og frjálsræði í notk un veiðarfæra, á að gefa okkur mest^i og bezta fidkinn með minnstum tilkostnaði og það er þjóðinni allri mikil nauðsyn. — Fari hinsvegar svo að meirihluti alþingismanna, sem að sjálfsögðu er hirm æðsti dómur, verði and- vrgur frekari rýmkun heimilda til botnvörpu- og dragnótaveiða inn- an núverandi fiskveiðilögsögu, verða menn að vera við því búnir að taka afleiðingunum, — þær ætla ég að okkur greini ekki á um, hverjar verði. — o— Fyrir stækkun landhelginnar 1952 stunduðu mörg hundruð er- lendra botnvörpuskipa auk ann- arra erlendra fiskiskipa, fiskveið- ar allt að 3 sjómílna landhelgis- línunni einnig inn á flóum og fjörðum. Hvílíkur ragin munur er ekki á þessu ástandi og því að nokkrum tugum íslenzkra botn- vörpuskipa væri leyfðar togveið- ar í landhelgi að 4 sjómílna mörk- um utan flóa og fjarða og þar fyl'gzt vel með veiðnnum. Ein aðalröksemd okkar fyrir út- færslu landhelginnar á sínum tíma var sú, aff okkur bæri framar öðr- um afrakstur af fiskistofnunum hér viff land. Tilvera okkar krefff- ist þeas. Þaff er einnig skylda okkar gagnvart öffrum þjóffum aff hagnýta þessi auffæfi á skynsam- legan hátt. Eins og áður hefur verið greint, væri hægt að binda leyfi til tog- veiða í landhelgi ýmsum skilyrð- um, m.a. um fullkomnar upplýs- ingar um veiðarnar. Með því værí hægt að sanna erlendum þjóðum, að veiðarnar væru undir vísinda- legu eftirliti, háðar ströngum regl um og sérstökum leyfum. Er það ekki of langt gengið að halda því fram, að þær þjóðir, er hér eiga hlut að máli, taki ekki rökum í þcssum málum. Tillaga Vélbátaútgerðamefnd- arinnar um að stærri bátum en 45 rúml. skuli leyfðar dragnóta- veiðar í landhelgi, og um lengingu veiðitímans, er svo samofin þessu máli að hún verður varla aðskíl- in, svo náskyldar sem þessar veiði aðferðir eru. Dragnótaveiðar hafa verið stund aðar í auknum mæli allt í kring- um landið undanfarin ár. Ógern- ingur er því að taka afstöðu til þessara tillagna Vélbátaútgcrðar- nefndar fyrr en málin hafa skýrzt, hvað snertir aukningu veiðiheim- ildar fyrir botnvörpuveiðar í land- helgi. Að öðru leyti eiga flest þau atriði við, er rakin hafa verið Ásgrímskort, hand- unnar ullarvörur, gærur, myndabækur brúður í þjóðbúning' um, silfurmunir, gestabækur. BAÐSTOFAN HAFNARSTRÆTI 25 Ég hefi hér reynt að draga 'fram sem ljósasta og skýrasta mynd þess vanda, sem við okkur blasir, vonandi þó aðeins tíma- bundið. — Við 'getum að sjálf- sögðu deilt um flest þau atriði, sem hér hefur verið minnzt á, en í þeim deilum skulum við reyna að hafa þjóðarhagsmuni ofar þröngum eiifka- og staðarhags- munura. Þar má ekki hver horfa út um sinn misjafnlega þrönga glugga, — þjóðarglugginn er það sem máli skiptir. Þess vegna tel ég fieira mæla með rýmkun tog- veiðisvæðanna, en það sem mælir gegn því. KAUPUM allskonar hreinar tuskur. BÓLSTURIÐJAN Freyjugötu 14,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.