Alþýðublaðið - 14.12.1966, Síða 16

Alþýðublaðið - 14.12.1966, Síða 16
Jólapóstur allt árið BERGSÆTT Prófessor Guðni á gó'ðar þakkir skilið' að grafa upp hreppstjórans ætt. En margur svartur sauður er kominn I spiiið og summan er ótalþætt. Ég er af Bergsætt sem ýmsir öðlingsbændur í austursýslunum tveim. Og nú get ég heimsótt mína mörgu frændur. Mikið samgleðst ég þeim. Það benda allar líkur til að jóla- | pósturinn verði dálítið seint á ferðinni að þessu sinni. í mörg undanfarin ár hafa póstmenn orð- ið að leggja nótt við dag í des- ternber til að koma jólapóstinum til skila, og þó ekki haft undan. En nú vinna þeir ekki nema venju iegan vinnutíma, og þótt reynt tliafi verið að bæta við aukafólki kvað það ekki leysa neitt verulega iúr vandanum, því að engir eru til að segja aukafólkinu til, en póst- •menn stökkva ekki alskapaðir út úr höfði Seifs fremur en aðrar stéttir í þjóðfélaginu; þeir verða að læra verk sitt og það gerir ewginn tilsagnarlaust. Út af fyrir sig gerir það kannski ekki svo mikið til, þótt mönnum verði að berast jólakveðjur fram á mitt sumar. Það er meira að segja spurning, hvort það geti ekki orðið tii bóta, ef jólakveðj- urnar dreifast meira á árið en verið hefur, að minnsta kosti ef það er rétt, sem sumir halda, að fetenn séu að jafnaði í betra skapi um jólaleytið en endranær og jóla lcveðjur frá vinum og vandamönn um og öðrum kunningjum eigi •þátt í að koma mönnum í jóla- skap. Það ætti að minnsta kosti að vera til bóta, ef menn gætu verið í jólaskapi allt árið um kring, eða svo kann að virðast við fyrstu sýn. En við nánari um- hugsun um málið vaknar þó sú hugsun, hvort það þýddi ekki raun ai það sama og að menn kæmust aldrei í jólaskap. Eilíft sumar er •eiginlega eins og ekkert sumar, ■og yrði þá ekki eins eilíft jóla- skap ekkert jólaskap? Jólapóstuiúnn vex með hverju árinu, og munu staflarnir af hori- oim aldrei vera hærri en nú, og það eins þótt yfirvinnuverkúall tióstmanna hefði ekki komið til. Venjulegast kemst megnið af hon- um til skila og sjálfsagt verður það eins núna, þótt það kunni að dragast eitthvað. En alltaf munu þó innan um og saman við bréf, sem aldrei ná á áfangastað. Það hlýtur til dæmis að vera talsvert erfitt fyrir póstmenn að vera viss ir um að koma til skila bréfi, sem einungis er merkt: Guðmundur Guðmundsson, Reykjavík. Og ekki geta þeir sent það aftur til send- anda, ef undirskriftin skyldi ekki vera annað en Sigga, en þá er raunar líkur til að einu igildi til hvaða Guðmundar bréfið er bor- ið. Svo að það er kannski ekki svo mikill skaði skeður, þegar öllu er á botninn hvolft. Annað er það í sambandi við jólakort, sem rétt er að vekja at- hygli á. Það er sannarlega til of mikils mælzt að fólk hafi á reið- um höndum heimilisfang allra, sem það getur átt von á að fá jóla kveðjur frá. En það er oft eins og sendendum þyki isjálfsagt að all- ur heimurinn viti, hvar þeir eiga heima, og skrifa þess vegna undir kort eitthvað á þessa leið: Fjöl- skyldan á Fjölskyldubraut 7. Það getur stundum verið á við heila krossgátu að ráða, hvaðan slíkt kort er komið. í frumvarpinu er mikilvægt at- riði um stofnun Kristnis.ióðs, en í hann skulu renna Krikju- garðasjóöur, söluverð’ kirkju- garða ... , |. Leiðari í Morgunbl. Það er alltaf verið að tala uiní bókaflóöið og öll þessi ósköp af bókum. Ég fæ liins vegar ekki betur séð, en allar jóla- bækm-nar í ár séu eftir sama manninn. Ef þær eru ekki skrit aðar af Sveini Víkingi, þá en| þær þýddar af honum ... | <3>' f' Kallinn fór til rakarans til þess að vera nú einu sinni snemma í því og losna við langa bið. Þegar hann kom heim, sagði hann: Því fæiTÍ sem hárin verða á hausnum á manni, þvf meira þarf maður að borgra fye ir klippinguna . . . Ég hlustaði á tvo litla stráka úti á götu og mér fannst anri- ar þeirra alveg perla. Hann sagðist ætla að gifta sig — fyr- ir eina tyggigúmmíplötu . . ,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.