Alþýðublaðið - 17.12.1966, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 17.12.1966, Qupperneq 3
 i: Jólaópera Þjóðleikhússins í ár verður Martha eftir Frie- drich Flotow. Hin kunna óperu- söngkona ■ Mattiwilda Dobbs mun- syngjá aðallilutverkið 'yrstu fimm sýningarnar, en þá •hun Svala Nielsen taka við hlutverkim "Deikstjóri óperunn ír er danski leikstjörinn Erik Schack, en 'hann hefur verið undanfarin þrjú ár í Þýzka- landi og Sviss og hefur ný- lle|ga. sett ópöruna á svi® í Berlín. . Blaðamaður Alþýðublaðsins ræddi lítillega við danska leik- stjórann, Erik Schack í gær. — Ég hef verið hér síðan 28. nóvember, segir Schack, og hef því um fjórar vikur til að setja óperuna á svið, en hún verður frumsýnd á annan í jólum. — Þetta er gaman-ópera og því er mjög mikilvægt, að söngvararnir leiki vel um leið og þeir syngja vel. í óperunni eru mjög skopleg atriði, einnig dans. Efnið er skemmtilegt, en það sem 'gerir óperuna svo skemmtilega, eru skoplegu atr- iðin. Að sjálfsögðu er aðalþráð urinn ástarsaga, sem endar vol, en jafnframt þvi fylgir mikið skop. Ég held, að iiið garnla form á óperum sé orðið. úrelt, fólkið vill hafa óperurnar skemmtilegar og nú eru söng- leikir alls staðar vinsæiir. Þess vegna er það í dag jafn mik- ilvægt fyrir söngvara hvar sem er í heimjnum að vera lika góðr ur leikari. Mér finnst, að það verði að berjast á móti stíln- Erik Schack um á gömlu óperunum, þar sem aðeins er byggt á söngn- um. Það verður að byggja óper- urnar upp á leik líka. — Undanfarið ár hef ég unn ið við danska sjónvarpið. Sam- kvæmt samningi mínum get ég tekið mér tveggja mánaða frí á ári og þá unnið að leikstjórn annars staðar. Við setjum upp 4 óperur á ári í danska sjón— varpinu og auk þess þætti úr óperum, stundum með erlend- um söngvurum. En óperurnar eru alltaf sungnar á dönsku, nema þættirnir, ef um erlenda söngvara er að ræða. Það er nauðsynlegt, að leikhúsgestir geti skilið það, sem sa'gt er á sviðinu og ég er því ánægður með, að ^fartha hefur verið þýdd á íslenzku. Þá geta leik- húsgestir betur notið hennar. — Mér finnst ágætt að vinna með íslendingunum, en að sjálfsögðu verður hér að nota allt aðra tækni við leikstjórn en bæði í Danmörku bg Þýzka- landi, þar sem söngvarar hér hafa mjög litla reynslu og hafa fengið fá tækifæri til .að syngja óperuhlutverk. i Leysa verður húsnæðismál ungra hjóna og aldraðra Reykjavíkurborg- þarf að gera á- tak til aö leysa húsnæðisvandamál ungra hjóna og aldraös fólks, sagði Björgvin Guðmundsson borg arfulltrúi Alþýðublaðsins í umræð um um fjárhagsáætlun Reykjavík urborgar fyrir árið 1967, sem fram fór í fyrrinótt. Benti Björgv in á aö heppilegt væri aö reisa sambýlishús með litlum íbúöum Björgvin Guðmundsson. fyrir ungt fólk, scm væri að byrja búskap og aldrað fólk. Borg arfulltrúar Alþýðuflokksins fluttu ályktunartillögu um að bærinn reisti íbúðir í sambýlishúsum fyr ir aldraö fólk einstæöar mæður og fólk meö skerta starfsgetu. Björgvin Guðmundsson flutti breytingartillögu við þessa tillögu um að umræddar íbúðir næðu einnig til ungra líjóna, en auk þess benti hann á að Öryrkja- bandalag íslands væri nú að hefja byggingu íbúða fyrir öryrkja í sambýlishúsum, og taldi að ef til vill væri réttara fyrir Reykjavíkur borg að veita þeim framkvæmdum stuðning í stað þess að borgin færi sjálf að byggja íbúðir fyrir öryrkja. Hann ræddi síðan al- mennt um húsnæðismál unga fólksins og hinna öldruðu hér í borg. Sagði Björgvin, að skýrsla sú, sem hagfræðidcild Revkjavík urborgar hefði lagt fram í marz síðastliðnum um húsnæðismál ungs fólks leiddi glögglega í ljós að Reyk.iavíkurborg hefði ekki get að á undanförnum árum leyst úr þörf unga fólksins fyrir húsnæði, nema að mjög takmörkuðu leyti. Varðandi málefni hinna öldruðu kvað Björgvin það mjög ánægju- legt að vaxandi skilningur væri nú á því að sinna bæri málefnum aldraða fólksins betur, e.n áður hefur verið gert. Hann minnti á að til skamms tíma hefði það hvarvetna verið ríkjandi stefna að reisa stór elliheimili, en erlendis væri nú yfirleitt horfið frá þeirri hugmynd, og heppilegast talið, að aldraða fólkið gæti búið sem lengst heima hjá sér. Kvað Björgvin nauðsynlegt! að á vegum borgarinnar yrði skipulögð starf semi til að gera þetta mögulegt. í ræðu sinni vék Björgvin einnig að barnaheimilismálum og lét í ljós þá skoðun að' mjög væri æskilegt að veita ýmsum aðilum, sem rekið hafa sumardvalarheim ili byggingarstyrki, til að geta end urnýjað húsakost, sem hjá sumum væri farinn að ganga úr «ér. Er umræðum um þessi mál var lokið lét meirihluti borgarstjórn ar vísa öllum ályktunartillögum og breytingum við þær frá. TRESMIÐJAN VÍÐIR H.F. AUGLÝSIR TRÉSMIÐJAN VlÐIR H.F. Laugavegi 166. Sími 22222 og 22229. Höfum fjölbreytt úrval af borðstofuhúsgögn- um, innlendum sem erlendum. Við bjóðum yður gott verð og hagstæða greiðsluskilmála. Lítið inn til okkar og kynnið yður verð og gæði áður en þér festið kaup annars staðar. „CAPRI" sófasettið er fallegt, létt og þægilegt. Verð með þriggja sæta sófa kr. 18.800.00. Fjög- urra sæta kr. 19.800.00. Borðstofusett úr tekki teiknað af Max Jeppe- sen. Skápur, sex stólar og borð kr. 28.800.oo. 17. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.