Alþýðublaðið - 21.12.1966, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 21.12.1966, Qupperneq 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull., trúi: Eiður Guðnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906, Aðsetur AiþýBuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. - Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Minnmgar Stefáns Jóhanns TIL SKAMMS tíma hafa íslenzkir stjórnmálamenn íorðazt að skrifa endurminningar sínar, og st.und- um látið innsigla handrit í hálfa öld, ef þeir hafa hripað eitthvað niður. Hefur því verið kennt um, að heipt og harka væri svo mikil í návígi stjórnmál- tanna, að varla væri á prent setjandi. Nú hefur orðið blessunarleg breyting í þessum efnum. Þeim áhrifamönnum fer fjölgandi, sem gefa út vandaðar minningabækur og kasta nýju ljósi á atburði síðustu áratuga. Þá fjölgar og öðrum ritum um stjórnmálin. Fyrir þessi jól hafa til dæmis birzt endurminningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Saga Framsóknárflokksins eftir Þórarinn Þórarinsson og einnig má nefna ritgerð um Ólaf Thors, eftir Bjarna Benediktsson, sem birt er í Andvara. í öllum þessum irerkum er mikinn fróðleik að finna um menn og op- inber málefni síðustu ára, mikilvægar upplýsingar Ikoma fram í fyrsta sinn og saga er rifjuð upp. Þó eru þessi verk hvert með sínum hætti. Alþýðublaðinu þykir að vonum sérstakur fengur í iminningum Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem er einn hinna stærstu leiðtoga íslenzkra jafnaðarmanna. Miningar Stefáns eru ekki aðeins mannleg og læsi- Jeg hók, heldur og hið aðgengilegasta yfirlit um fnikla stjórnmálavíðburði og þýðingarmikið fram- Aag til sögu þess tímabils, sem þær fjalla um. Friðarjól? 48 STUNDA vopnahlé verður í Suður-Vietnam, og inunu fáir fegnari jólafríi en óbreyttir borgarar og laermenn þess ógæfusama lands. Bandaríkjastjórn 'hef ílr fylgt eftir þessari ákvörðun með því að biðja ÍT Thant, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að beita sér fyrir varanlegu vopnahléi, og Páfinn í Róm mun hafa mikinn áhuga á að stuðla að friði á sína vísu. Ekkert er þó vitað um árangur af þessu enn, en fara verður krókaleiðir til þess að komast í kallfæri við ráðamenn í Hanoi. Það fer ekki á milli mála, að mannkynið þráir frið í Víetnam. Bandaríkjamenn hafa hvað eftir annað boðið frið og gengið æ lengra í samkomulagsátt, án jþess að fá nokkrar undirtektir í Norður-Vietnam. Sætir það mikilli furðu, að stjórnin í Hanoi skuli iekki fást til að setjast að samningaborði með U Thant sem sáttasemjara og láta reyna á Bandaríkja hienn þar. Sanntrúaðir kommúnistar fyrirlíta jólin eins og hvern ítnnan kristilegan og borgaralegan hégómasbap. En dásamlegt væri það, ef þeir fengjust til að gera þessi jól að sannri hátíð friðarins með því að setjast að sapningaborði um frið í Vietnam. £ 21. desember 1966 - ALÞÝÐLIBLAÐIÐ FÖI FRAKKAR HATIAR HANZKAR SKÓR SOKKAR SKYRTUR BINDI NÆRFÖT GJAFA- VÖRUR Vesturveri og Austurstræti 22. krossgötum ★ VANDAMÁL DAG- LEGS LÍFS. Vandamál daglegs lífs eru óþrjótandi. Ný og ný úrlausnarefni skjóta upp .kollinum og vaxa eins og gorkúlur á haug. Sum á heimsmælikvarða önnur á landsvísu, mörg svo smávaxin, að varla er eftir þeim tekið, nema á þau sé bent sérstaklega. Jafnvel svo einfaldur hlutur sem að óska vini sínum eða kunningja gleðilegra jóla, get ur orðið að vandamáli á sinn hátt, ef svo ber undir. Að vísu gengur allt vandkvæðalítið fyrir sig að jafnaði, þegar menn hittast á hátíðum í eigin persónu og óska hver öðrum gleðilegra jóla um leið og þeir heilsast. En þegar koma á jólaóskum til skila á annan hátt, t.d. á jólakorti eða í útvarpi, þá vandast málið hjá sumum. Árni Böðvarsson ræddi lítillega um þetta í þættinum Daglegt mál í útvarpinu sl. miðvikudagskvöld, benti hann m.a. á ýmsar algengustu ambögur, sem fyrir koma í jólakveðjum, og tók dæmi máli sínu ti! skýringar. liaunar liefur hann minnzt á þetta einhvern tíma áður í útvarpsþætti, en aldrei er góð vísa of oft kveðin, því málvillurnar halda furð anlega velli. > *• JÓLAKVEÐJUR %' í ÚTVARPINU. Um jólakveðjur í útvarpi gildir auðvitað Fnunliald á 13. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.