Alþýðublaðið - 21.12.1966, Side 10
Bækur
Framhald af 6. síðu.
isonár af Magnúsi Grímssyni um
fyrstu verðlaun bókarinnar.
Enn verð ég að finna dálítið að
ritstjórninni á „Merkum íslend-
ingum“. Jón Guðnason lætur sér
nægja skærin. Þess vegna kenn-
ast hér pennaglöp, sem þurft hefði
að leiðrétta, ef þau hafa þá ekki
slæðzt inn í endurprentuninni, en
því fremur væri við séra Jón að
sakast. Örfá dæmi valin af handa-
hpfi: Ástæða hefði verið að til-
greina nýjar upplýsingar um þýð-
iijguna á leikriti Holbergs „Den
Stundeslöse". Þá er til lýta með-
ferðin og rithátturinn á bæn JCol-
beins Tumasonar, og illt er rað
rangherma jafn kunn og nærtæk
orð, og þessa ágætu ályktun Þor-
steins Erlingssonar: ,,Þeir ættu að
hirða um arfinn sinn, sem erfa
þessa tungu“. Loks telst ókurteisi
að brengla tvisvar upphafi danska
þjóðsöngsins. Fræðimenn eiga
ekki að láta þvílíka ónákvæmni
henda sig. Skæri eru góð og nauð-
synleg, en ekki einhlít til bóka-
gerðar. Ennfremur hefði verið
skylt að nefna, hvar ævisögur Hall
dórs Hermannssonar og Pálma
Hannessonar birtust upphaflega
eins og 'hinar tíu. Annars er bókin
prýðilega vönduð af hálfu Bók-
fellsútgáfunnar og Odda. Hún er
líkust gamalli, glæsilegri konu og
henni spariklæddri.
Helgi Sæmundsson,
Tónverk
Framhald af 7. sfðtt.
sínum við kostnað þessarar út-
gáfu. Sagði hann, að næsta hefti
mundi að líkindum koma út í marz
á næsta ári, en eftir væri að vinna
úr því. Sagðist hann fyrst igefa út
sönglög og síðan píanóverk. Lag
Skúla við Ferðalok Jónasar 'hefur
ekki komið út áður, en verið flutt
af einsöngvurum og blönduðum
kór. Umrætt nótnahefti er fyrir
bariton.
Stafi á kápusiður hefir Sigfús
Halldórsson gert, en einnig er þar
mynd af hafmeyju eftir Mugg.
Mynd þessa hefur Skúli erft eftir
ömmu sina. Herbert Hriberstíhek
hefur skrifað nóturnar í þetta
hefti, en framvegis mun Skúli ann
ast það sjálfur. Heftið er fjölritað
hjá Fjölritunarstofu Daníels Hall-
dórssonar, en Lithoprent hefur séð
um kápu. Heftið er gefið út í 100
eintökum.
Verzlun
Framhald af 6. gíðu.
Fiskbúð Suðurvers selur að
sjálfsögðu nýjan fisk og verkað-
an. Opnunartími hennar verður
frá kl. 8—12 og 3.30—6. Nema
laugardaga frá 8—12. Ei'gandi er
Friðrik Valdemarsson.
Þurrhreinsunin Snögg er eitt af
'þjónustufyrirtækjum þessa mikla
verzlunarhúss. Eins og nafnið
bendir til, er þar um þurrhreins-
un að ræða og er hægt að fá föt
hreinsuð á 45 mínútum. Eigendur
eru Björn Bergsteinn og Auður
Gísladóttir.
HSÍ
Framhald af 11. siðu.
Handknattleiksráð Reykjavíkur
sér um framkvæmd mótsins, og vil
ég óska þess að mótið fari sem
bezt og drengilegast fram um leið
og ég vænti þess að þetta glæsi
lega hús eigi eftir að verða sú
lyftistöng fyrir íþróttastarfsemina,
sem til var ætlast.
Segi ég hér með 28. íslandsmót
ið í innanhússhandknattleik sett.
Víkingur-FH
Framhald af 11. síðu.
kveðin. Liðinu er mikill styrkur
í afturkomu Ragnars og Einars.
Beztu menn liðsins voru Kristófer
sem sýndi sinn hezta leik í langan
tíma og Örn sem virðist í „topp
forrni". Aðrir góðir voru Birgir og
Ragnar.
Mörk FH skoruðu: Örn 7, Geir 4.
Birgir og Páll 3 hvor, Ragnar 2,
Jón og Einar 1 hvor.
Mörk: Víkings skoruðu: Rúnar
og Jón H. 3 hvor, Jón Ólafsson,
Ólafur Friðriks og Guniiar Gunn
arsson 2 hvor og Rósmundur 1.
Karl Jóhannsson dæmdi leikinn
og gerði það vel, en hefði þó mátt
taka harðar á varnarbrótum Vík
ings.
Mæðrastyrksnefnd
MUNIÐ að jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar er fyrst og
fremst fyrir einstæðar mæður, ekkjur og sjúklinga.
Leggjumst öll á eitt með að ekkert af þessu fólki
verði fyrir vonbrigðum þessi jól.
Gjöfum veitt móttaka á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar
Njálsgötu 3, alla virka daga kl. 10—6.
Á sama stað er úthlutun fatnaðar.
MÆÐRASTYRKSNEFND.
Heimsþekkt
svissnesk gæða-
úr vandið valið
veljið NIVADA
— Kaupið úrin
hja ursmið.
Magnús E. Baldvinsson,
úrsmiður, — Laugavegi 12, sími 22804.
Hafnargötu 49, Keflavík.
Munið Jólamarkaðinn
í Blómaskálanum við Nýbýlaveg og
Blómabúðinni, Laugavegi 63.
MIKIÐ ÚRVAL.
Blómaskálinn
Ódýrar bækur til jólagjafa
Bókin, Skólavörðustíg 6.
eldhúslofthreinsarinn
XPELAIR eldhúslofthreinsarinn
Lofthreinsar eldhúsið á svipstundu
/ )
I
XPELAIR
eld'húslofthremsarinn er framleiddur í tveim stærðum og er tvímæla-
laust fyrirferðarminnsti eldhúslofthreinsarinn, sem á markaðnum er
þrátt fyrir mikil afköst. Kynnið yður verð og gæði þessarar merku
nýjungar.
Snorrabraut 44 sími 16242
JO 21. desember 1966 r ALÞÝÐUBLAÐIÐ