Alþýðublaðið - 21.12.1966, Page 14
Norðmenn
Framhald af bls. 1.
aukið samstarf sín á milli.
Ekki eru allir sammála £ þess-
um efnum. Sunmöre Notfiskarlag
hefur til dæmis á aðalfundi í Ála
sundi harðlega mótmælt hugmynd
unuiu um að skipuleggia síld-
yeiðar til bræðslu með kvóta-
skiptingu. Þess í stað vilja Sunn
mæringar lengja veiðihlé um helg
ar, þegar ástæða þykir til Telja
þeir liugsanlegt að hafa veiðibann
á síldveiðiskipum, hvar sem þau
eru, ekki aðeins sunnudag heldur
og laugardag, þegar of mikið þyk
ir veiðast.
Þá kemur fram í þessum um-
ræðum í Noregi, að þar er tal-
in brýn nauðsyn að stórauka rann
sóknir til að fullkomna leiðir til
betri liagnýtingar á síldarafurð-
um.
Kaupm.samtök
Framhald af 2. síðu.
ana velja og taka til vörur auk
þeás að óska heimflutnings grtý^i
nokkru hærra gjald.
í stórum dráttum er það reynsl
an þann stutta tíma sem verzlanir
hafa tekið þetta gjald, að viðskipta
vinir skipuleggja betur innkaup
sín, pantanir verða færri og stærri
og alls konar smásendingum linnir
Ennfremur hafa kaupmenn sáralít
ið orðið varir við óánægju fólks
móti, fólk telur gjaldið sann
gjarnt og eðlilegt.
Síðustu daga hafa kaupmenn
orðið varir við gagnrýni á þetta
gjald fj’rst og fremst vegna þess
að talið er, að það samrýmist ekki
lögum um verðstöðvun, sem nýlega
liafa verið samþykkt á Alþingi svo
og breytingum sem á lögunum voru
gerðar við umræður á Alþingi. Á
þeim grundvelli hafa Kaupmanna
samtökin í samráði við ríkisstjórn
ina, ákveðið að lieimila ekki leng
ur umrætt heimsendingargjald a.
m.k. í bili.
Að lokum vill stjórn KÍ leggja á-
herzlu á að brýna nauðsyn beri til
að endurskoða frá grunni alla nú
gildandi löggjöf um verðlagsmál
og verðlagseftirlit og færa þau
mál í raunhæft horf.
Kosygin
Framhald af bls. 2
Kosygin verður í Tyrklandi í
vikutíma og á 'heimsóknin að
stuðla að bættum samskiptum
landanna. Urguplu fv. forsætisráð
herra Tyrklands heimsótti Moskvu
1965 óg endurgeldur Kosygin þá
heimsókn nú.
Sjö flóttamenn frá Austur Túr-
kestan voru settir í varðhald á
flugvellinum skömmu áður en
þota Kosygins lenti. Á torgi einu
í bænum fleygðu unglingar ung-
verska fánanum í veg fyrir bif-
reið Kosygins er hún ók þar um.
Skrifstofur
-Rafmagnseftirlits ríkisins verða lokaðar mið-
vikudaginn 21. þ. m. vegna jarðarfarar Páls
Sigurðssonar rafmagnseftirlitsstjóra.
Hjartkær faðir minn,
Jóhann Kristjánsson,
húsasmíðameistari, Austræti 17,
andaðist á Borgarspítalanum þann 18. þ m.
Fyrir hönd vandamanna.
Kristrún Guðmundsdóttir.
Faðir minn
Vilhjálmur Ásgrímsson
andaðist 19. þ. m.
Fyrir hönd vandamanna
I Erlendur Viihjálmsson.
I——P————M———
Útför eiginmanns míns og föður okkar
Páls Sigurðssonar
rafmagnseftirlitsstjóra
fer fram frá Dómkirkjunr.i, miðvikudaginn 21. þ. m. kl. 10.30
árdcgis.
Anna Soffía Steindórsdóttir
Sigurður Pálsson Gunnlaugur Þór Pálsson
Ekið á fullorö-
inn mann
Þá var ekið á eldri mann í gær-
morgun með þeim afleiðingum, að
hann var fluttur á Slysavarðstof-
una og síðan á Landakot. Gerðist
atburður þessi á Sundlaugavegi,
rétt austan við Laugamesveg. Var
maðurinn á leið yfir götuna í suð-
urátt, er bifreið kom akandi aust-
ur Sundlaugaveg. Hemlaði öku-
maður þegar, en þar sem mikil
ísing var á götunni rann bifreið-
in áfram og lenti maðurinn á
hægra framhorni hennar. Maður
þessi er Guðmundur Hróbjarts-
son og búsettur að Sólvallagötu
24.
Sprengja
Framhald af bls. 1.
löngum göngum sem boruð
hafa verið beint ofan í jörðina
á tilraunasvæðina við Pahute
Mesa, um 135 km norðvestur
af spilavítaborginni Las Vegas
í Nevada.
Sprengjan var af meðal,
stærð þ.e. sem svarar 200.000
til 1 millj. lesta af TNT, og
sumar fréttir herma að hér
hafi verið um vetnissprengju
að ræða, en það hefur ekki ver
ið staðfesí. í spilavítunum í
Las Vegas fóru Ijósakrónur á
hreyfingu þegar sprengjan
sprakk.
Liu
Framliald af bls. 1.
ný/jan fjöldafund á stærsta íþrótta
leikvangi borgarinnar til að for-
dæma öfl í flokknum, sem sökuð
eru pm andstöðu við línu Mao Tse-
tungs.
Óstaðfestar heimildir herma, að
tilgangur fundarins, sem er einn
af ótalmörgum er haldnir hafa
verið upp á síðkastið, sé sá að
beina ennþá einu sinni svokallaðri
opinberri gagnrýni gegn Peng
Chen fv. borgarstjóra Peking og
tveimur fyrrverandi varaforsætis-
ráðherrum, sem settir voru af í
sumar.
Um leið og
jólahátiðin
gengur i gard,
viljum vér
minna á nauðsqn
heimílis
tryggingar.
Gleðileg jól,
gæfurikt komandi ár!
Usl^IalEjlálEjlglEl
i'.iuinmiiiiuuii.
ALMENNAR
TRYGGINGAR HF.
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SÍMI 17700
U Thant
Framhald af bls. 1.
En stjórnin í Washington mun ;
halda fast í það sjónarmið, að til j
gangslaust sé að gera annað langt
hlé á loftárásum norðan við 17.
breiddargráðu nema því aðeins að
kommúnistar í Vietnam gefi til j
kynna að þeir séu fúsir á að draga ■
úr stríðsaðgerðum.
Moskvuútvarpið kallaði í dag síð
ustu friðarumleitanir Bandaríkja !
stjórnar nýja áróðursbrellu til þess :
ætlaða að lei'ða almenningsálitið |
í heiminum á viliigötur og hafi
þær komið til sögunnar eftir al
menna reiði sem loftárásir Banda
ríkjamanna á Ilanoi hafi vakið um
allan heim. Sex ára afmælis hinnar
svokölluðu Þjóðfrelsisfylkingar,
hinnar pólitísku deildar Vietcong
í Suður-Vietnam var í dag minnzt
á fjölmennum fundi og þar kom
framkrafa um skilyrðislausan brott
fluting herliðs Bandaríkjamanna
frá Vitnam, hermir Tass. .J
Kaupmenn — Kaupfélög
Höfum enn sem fyrr mikið úrval af ilm-
vötnum.
Gerið jólainnkaupin tímanlega.
ÁFENGIS- OG TÓBAKS-
VERZLUN RÍKISINS
Borgartúni 7. — Sími 24280.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
21. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ