Alþýðublaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 16
rAT IH> Menningarleg áramót Ekkert lát virðist ætla að verða iá’ skrifum og umtali um hina nýju deild Ríkisútvarpsins sem er til húsa i fyrrverandi verkstæði þar eem byggt var yfir bíla, og skal ó- sagt látið um Ihvort búsið hefur iSett niður við skiptin eða hvort vegur þess er enn meiri eftir til- komu sjónvarpsdeildarinnar. Hér er ekki ætlunin að ræða um starf- semi þeirrar stofnunar, heldur af- leiðingar hennar. I>að liggur við að liroll setji að manni þegar lesið er í blöðum sem út hafa komið eftir áramót og sagt er að gamlárskvöld og áramótin yfirleitt hafi verið mjög menning- arleg að þessu sinni og er títt- nefndu fyrirbrigði þakkað þetta, það er að segja ef það er þakka vert. Því að þessu sinni hafi allir ungir og gamlir setið við að glápa úr sér augun og hlusta á ameríska slagara í stað' þess að horfa á brennur og sprengja kínverja og púðurkerlingar samborigurunum til hrellingar. Fyx-ir nokkrum ár- um tóku borgaryfirvöldin í Reykja vík upp á því að láta hlaða bál- kesti um allan bæ og kveikja í þeim á gamlárskvöld. Varð þetta til þess að áramótin urðu enn Sigurður Ingimundarson Sigurði er sýnt um fræðslu seint og snemma upplýsir hann unga í skólum og öldunga í þingsins stólum. En illt er að kenna ganginn göldum gamaljálkum þá er skömminni skárra að fást við skepnuna yngri og tryppin kljást við. CkMi.w ,,menningarlegri“ en áður var, því í þann tíð dunduðu unglingar borg arinnar sér við að velta bílum í miðborginni og gera at ú gömlu fólki og lögreiglunni og þótti hið siðastnefnda vera hámark ára- mótagleðinnar. Voru þá allar geymslur yfirfullar af strákaskríl svo ekki var á bætandi og hafði lögreglan ekki önnur ráð betri en að sleppa sökudólgum jafnóðum og þeir voru téknir, svo þeir gátu haldið áfram að velta bílum og hrekkja lögregluþjóna. Svo komu brennurnar og ólætin í miðborg- inni hættu og nú nennir unga fólk ið ekki einu sinni lengur að horfa á brennu, heldur situr heima og hlustar á amerikaniseraða Skandi nava, forsætisráðherra og útvarps stjóra. Hvað skyldi taka við næst? Með sama áframhaldi og enn meiri „menningarblæ" en þegar er orðinn á þjóðlífinu er hætt við að tilveran fari að verða heldur leiðinleg, svo ekki sé meira sagt, og þá kemur áreiðanlega að því að fullorðnir menn segja börn- um.sínum stoltir frá þeim sælu- tima framtakssemi og karl mennsku er þeir veltu bílum á gamlárskvöld og lögreglan hand- tók þá á hálftíma fresti en gat ekki stungið þeim inn því þar var allt fullt af púðurkerlingasprengj- urum og öðrum hrekkjalómum. Þá var nú einhver mannsbragur á unga fólkinu. Ef heldur sem horfir líður sjálfsagt ekki á löngu þar til enginn nennir einu sinni að skjóta upp flugeldum til að fagna nýju ári. Kannski verður líka búið að banna þá eins og kín verjana núna. Við skulum bara vona að við eigum ekki eftir að verða svo ,,menningarlegir“ að við höfum ekki rænu á að hafa glas við höndina þegar við glápum á forsætisráðherra og útvarpsstjóra framtíðarinnar flytja sinn ára- mótaboðskap. Fátt var á tjörniiuii af man.i- skepnmn, nokkur börn á ska.it um, nokkur börn að gefa öncl- unum. Mbl. Hann sonarsonur minn teymdi mig- meff sér á jólaball, en þar fékk ég nóg. Bömin ætluffu aff keyra mig mu koD, þau héldu aff ég væri einn af bræffr unum ofan úr Esju. Ég hafffi nefnilega gleymt aff taka af mér rauffu nátthúfuna mína. . . Kallinn er búinn aff liggja í rúminu í þrjá daga. Hann fann gömlu skautana sina uppi á háalofti, fór beint niffur á tjörn, en kom hcldur spældur heim. . . Ég Ias þaff í einliverju blaffi í gær, aff topplausa tízkan væri sem óffast aff breiðast út aftur. Hryllilegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.