Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Page 35

Bókasafnið - 01.04.1994, Page 35
vikunnar” og „Orð vikunnar” hafa líka verið á boðstólum. Til safnkennslu kemur hálfur bekkur í senn, en safnið er jafnframt opið og safnkennari sinnir einnig öðrum sem koma og þarfnast leiðbeiningar. Bekkjarkennarinn nýtir tímann á meðan til ákveðinna viðfangsefna, sem erfitt er að vinna með heilum bekk. Slíkt íyrirkomulag höfum við í 4- 6 vikur og hver hópur kemur einu sinni í viku. Kennarar fá yfirlit yfir þau verkefni/viðfangsefni sem alltaf eru tiltæk á safninu og einnig þau sem eru tengd ákveðnum tíma. Fyr- ir yngri bekki geta kennarar fengið spjöld með heitum við- fangsefna á safninu og sent síðan nemanda með spjald sem segir til um hvað hann á að gera á safninu. Nokkrir kenn- arar hafa „svæði” (learning center) í bekknum sínum og láta sum þeirra vera viðfangsefni á safninu. Hinn naumi kennslustundafjöldi sem grunnskólinn býr við hefur veruleg áhrif á starf nemenda á skólasafninu. Kennarar eiga erfitt með að finna tíma til að leyfa nemend- um að velja sér viðfangsefni eða senda þá í verkefni á skóla- safninu. Það er erfitt að sýna fram á mikilvægi góðs skólasafns við þær aðstæður sem nú eru. Þeir sem hafa áhuga fyrir aukn- um sveigjanleika og fjölbreytni í starfi skólanna hljóta að bíða með óþreyju lengingar á skólatíma grunnskólans. Tel ég að þeir skólar sem hafa byggt upp skólasafn og mótað þar markvisst starf, standi vel að vígi þegar að því kemur. SUMMARY The School Library in Borgarhólsskóli in Húsavík The foundation in 1976 and the development of the library is descri- bed. Borgarhólsskóli is an elementary school with 440 pupils (6-16 years). The last five years there has been a full time position in the library. In fall 1992 the library moved to new specially designed premises of two stories (166 m2). Downstairs are the book stacks and the lending area, upstairs the reading facilities and a few computers. In addition there is a storage space in the basement. The library owns 4.000 volumes of books, subscri- bes to 15-20 periodicals and keeps slides and transparencies. The services of the library are specified. The library is open while the school is in session and the pupils can check out libraty material. The cooperation with other libraries is described, e.g. with the secondary school library, the public library and with the local museum as well. The pupils get formal teaching in information skills and can also browse and read on their own. Several library projects are described and concluded with stressing the importance of an active school library. OSTA OG SMIÖRSALAN SE ÞJÓÐSAGA HF Dvergshöfða 27, 112 Reykjavík sími: 91 - 671777, fax: 91 - 671240 Bókasafhið 18. árg. 1994 35

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.