Alþýðublaðið - 17.01.1967, Page 10
TT-'TT
Hjólbárðaverk-
stæði
t/esturbæjar
Vi3 Nesve*.
Síml 83120.
Annast allar viðgerðir á hjél-
börðum og slöngnm.
Smurstöðin
Reykjavikurvegi 64, Hafnar-
firði.
’Oplð alla virka daga frá kl.
7,30 — 19 s.d., laugardaga til
hádegis. Vanir menn.
Sími: 52121.
^ÆOL_ f
ii Bifreiðin
Brauðhúsið
Laugavegi 126.
SMURT ERAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUB
SfMI 24631
Röskúr sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn.
Þarf að hafa reiðhjól.
Alþýðublaðið, afgreiðslan.
Sími 14900.
Íramleiðum
áKLÆÐI
'U allar tegnnðtr bfíi
O T U R
Hringbraut 121.
Síái 10639.
Blfrefðaeigendur
r ömjumst allar viðgerðtr á ra£-
'í kéifi bifreiða.
V Varahlutir ávallt fyririig®}-
andi
Bílaraf
Hðfðavík v/Sætún
Sími 24700.
| ÖKUMENN
Láti0 athuga rafkerfiB i
hítnum.
Ný mælitæki.
SKATTAFRAMTAL
FramhaW úr opnu.
< fær greitt kaup fyrir heimilisstörf, reiknast enn fremur fæði og
húsnæði til tekna.
e. Fatnaður eða önnur hlunnindi: Til tekna skal færa fatnað, sem
atvinnurekandi lætur framteljanda í té án endurgjalds, og ekki
er reiknað til tekna í ö'ðrum launum. Tilgreina skal hver fatnað-
ur er og útfæra í kr. dálk, sem ..ér segir: Einkennisföt kr.
2,600,00, Einkennisfrakki kr. 1950.00. Annar einkennisfatnaður
og fatnaður, sem ekki telst einkennisfatnaður, skal talinn til
tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð í stað fatn-
aðar, ber að telja þá upphæð til tekna. Önnur hlunnindi, sem
látin eru í té fyrir vinnu, ber að meta til peningaverðs eftir
gangverði á hverjum stað og tíma og reikna til tekna.
8. Elli- og örorkulífeyrir.
Hér skal telja elli- og örorkulífeyri frá Tryggingastofnun rík-
isins, þar me'ð örorkustyrk og ekkjulífeyri.
Upphæðir geta verið mismunandi af ýmsum ástæðum. T. d. greíð-
ist elliiífeyrir í fyrsta lagi fyrir mánuðinn næsta á eftir að Iíf-
eyris þegi varð 67 ára. Heimilt er líka að fresta töku ellilífeyris og
fá þá þeir, sm það hafa gert, hækkandi lífeyri, eftir því sem leng-
. ur er frestað að taka lífeyrinn.
Almennur ellilífeyrir allt árið 1966 var sem hér segir:
v RAFSTILLING.
SuðnrlandsbrEut 84,
j: aámi 82385
(bak viS Vendvmla*
Álfabrekku).
ÁSGKIR ÓLAFSSON, koildv.
Vonarstræti 12. Sími 11078.
Fyrst tekinn: Einstaklingar:
frá 67 ára aldri kr. 31,700,00
frá 68 ára aldri kr. 34,411,00
frá 69 ára aldri kr. 38,374,00
frá 70 ára aldri kr. 42,336,00
frá 71 árs aldri kr. 47,550,00
frá 72 ára aldri kr. 52,972,00
Hjón kr. 57,060,00, þ. e. 90% af lífeyri tveggja einstaklinga, sem
bæði tóku lífeyrir frá 67 ára aldrl.
Ef hjón, annað eða bæði, frestuðu töku lífeyris, þá hækkar líf-
. eyrir þeirra um 90% af aldurshækkun einstaklinga. Ef t. d.
annað hjóna frestaði töku lífeyris til 68 ára aldurs en hitt til
69 ára aldurs, þá var lífeyrir þeirra árið 1966 90% af kr. 34.411,00
eða kr. 65.506.00.
Öryrkjar, sem hafa örorkustig 75% eða meira, fengu sömu upp-
hæð og þeir, sem byrjuðu að taka ellilífeyri strax frá 67 ára
aldri.
Færa skal í kr. dálk þá upphæð, sem framteljandi telur sig hafa
fengið greidda á árinu.
9. Sjúkra- og slysabætur (dagpeningar).
Opiö *Ua virka daga hré> U.
8—22 nema laugardaga £rá
8—16. Fljót eg góO afgrcfto*.
, ,4' r..
i HjólbarðavíSgerðm
i Reykj a víkurvegi 58
HafnaríirSi. Síml 6188*.
Hér skal færa sjúkra- og slysadagpeninga. Ef þeir eru frá Almanna-
tryggingum eða úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga, þá koma þeir
einnig til frádráttar, sbr. frádráttarlið 14.
10. Fjölskyldubætur.
Greiðslur Tryggingastofnunar vegna barna (ekki barnalífeyrir
eða meðlag) nefnast fjölskyldubætur og mæðralaun, og er hvort
tveggja fært til tekna undir lið 10. Á árinu 1966 voru fjölskyldu-
bætur fyrir hvert barn kr. 3.358,00 yfir árið. Margfalda skal þá
upphæð með barnáfjölda og útfæra í kr. dálk. Fyrir börn, sem
bætast við á árinu og.börn, sem ná 16 ára aldri á árinu, þarf að
reikna bætur sérstaklega.
i
Mánaðargreiðslur á árinu 1966 voru sem hér segir:
,Tan. — febr.
Marz — mai
Júní — ágúst
Sept. — des.
kr. 268,30 á mánuði
kr. 272,88 á mánuði
kr. 283,55 á mánuði
kr. 288.13 á mán.
Fyrir barn, sem fæðist á árinu, eru bætur greiddar frá 1. næsta
mánaðar frá fæðingu. Fyrir barn, sem verður 16 ára á árinu, eru
bætur greiddar fyrir afmælismánuðinn.
Mæðralaun eru greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum
kbnum, sem hafa börn undir 16 ára á framfæri sínu,
Á árinu 1966 voru mæðralaun, sem hér segir:
Fyrir 1 barn kr. 2.780,00, 2 börn kr. 15.095,00, 3 börn og fleiri
kr. 30.190,00. Ef barn bætist við á árinu eða börnum fækkar verð-
ur að reikna sjálfstætt hvert tímabil, sem móðir nýtur bóta fyrir
1 barn, fyrir 2 börn o. s. frv. og leggja saman bætur hvers tíma-
bils og færa í einu lagi í kr. dálk.
Mánaðargreiðslur á árinu 1966 voru sem hér segir:
Fyrir 1 barn: Jan. — febr. kr. 216.39 á mánuði
Marz — maí kr. 220.08 á mánuði
Júní kr. 228,69 á mánuði
Júlí — ágúst kr. 240.58 á mánuði
Sept. — des. kr. 244.46 á mánuði
Fyrir 2 börn: Jan. — febr. kr. 1174,68 á mánuði
Marz — maí kr. 1194,71 á mánuði
Júní kr. 1241,44 á mánuði
Júlí — ágúst kr. 1306.00 á mánuði
Sept. — des. kr. 1327,07 á mánuði
Fyrir 3 börn og fleiri:
Jan. — febr. kr. 2349,35 á mánuði
Marz — maí kr. 2389,41 á mánuði
Júní kr. 2482,89 á mánuði
Júlí — ágúst kr. 2612,00 á mánuði
Sept. — des. kr. 2654,14 á mánuði
11. Tekjur barna.
Útfylla skal F-lið bls. 4 eins og formið segir til um og
færa samanlagðar tekjur barna i kr. dálk 11. tekjuliðs, að frá-
dregnum skattfrjálsum vaxtatekjum, sbr. tölulið 4, III. Ef barn
(börn) hér tilgreint stundar nám í framhaldsskóla, skal i neðstu
línu F-liðar rita nafn barsins og í hvaða skóla nám er stundað,
rita skal einnig námsfrádrátt skv. mati ríkisskattanefndar (sjá
meðfylgjandi matsreglur), og færa í frádráttarlið 15. bls. 2. —
Upphæð námsfrádráttar má þó ekki vera hærri en tekjur barns-
ins (baraanna, hvers um sig) færðar í tekjulið 11.
Hafi barn hreinar tekjur umfram kr. 16.000,00 í grunn, sjá
athugasemd vegna skattvisitölu síðast í leiðbeiningum þessum,
getur framteljandi óskað þess, að barnið verði sjálfstæður fram-
teljandi og skal þá geta þess í G-lið bls. 4. Skal þá ekki færa
tekjur barnsins í tekjulið 11 né námsfrádrátt á frádráttarlið 15,
þegar fram er taiið. Við endurskoðun munu tekjurnar liins vegar
verða færðar til tekna undir tekjulið 11 og frádráttur færður á
frádráttarlið 15, eftir því sem við á.
12. Launatekjur konu.
Hér skal færa tekjur konu framteljanda, ef einhverjar eru. I
lesmálsdálki skai rita nafn launagreiðanda og launaupphæð í kr.
dálk. Það athugist, að þótt helmingur af launatekjum giftrar
konu sé skattfrjáls, ber að telja allar tekjurnar hér.
13. Aörar tekjur.
Hér skal tilfæra hverjar þær tekjur, sem áður eru ótaldar. Má
þar tilefna greiðslur úr lífeyrissjóðum (tilgreinið nafn sjóðs-
ins), styrktarfé, gjafir (aðrar en tækifærisgjafir), happdrættis-
vinninga (sem ekki eru skattfrjálsir), arð af hlutabréfum vegna
félagsslita, arð af eignum, töldum undir eignarlið 11, söluhagnað
sbr. D-lið bls. 4, skattskylda eigin vinnu vlð eigið hús, afföll af
keyptum verðbréfum o. fl. o. fl. Ennfremur skal hér færa til
tekna risnufé, bifreiðastyrki o. þ. h., og endurgreiddan ferða-
kostnað, þar með taldir dagpeningar. Sjá lið IV. tölulið 15 um
frádrátt.
v tt|0 17. janúar 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ