Alþýðublaðið - 17.01.1967, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 17.01.1967, Qupperneq 11
t=Rit$fgóri Qrn Eidssoní^j^ 16. Islandsmótið í körfuknattleik hafið: IR vann öruggan sigur yfir Ármanni ÍKF leikur I. deild , íslandsmótið í körfuknattleik 19 67, sem er það 16. í röðinni hófst í íþróttahöllinni í Laugardal á sunnudag. Bogi Þorsteinsson for maður Körfuknattleikssambands ís lands setti mótið með ræðu. Hann sagði m.a. að þetta mót væri fjöl mennasta íslandsmótið til þessa og sannað sívaxandi vinsældir körfu knattleiksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Hann gat um góð an árangur körfuknattleiksmanna á sl. ári, en þeir unnu fjóra lands leiki a£ átta. Fyrsti leikur mótsins var milli Héraðssambandsins Skarphéðins i HEIMSMET! Á sundmóti í Sidney í gær l setti John Bennett, 19 ára gam' all nýtt heimsmet í 800 m. skriðsundi, synti á 8:47,3 mín. | Gamla metið, sem var 1/10 ( úr sekúndu lakara átti Belitis,* 1 Sovétríkjunum sett í Moskvu í, fyrra sumar. og íþróttafélags Keflavíkurflug- vallar, um sæti í I. deild á yfir standandi móti. Leikurinn var jafn, en Skarphéðinsmenn höfðu yfirhöndina mestallan tímann. í hléi var staðan 25:22 fyrir Skarp héðinn. Þegar tæpar fjórar mín útur voru til leiksloka tókst ÍFK- mönnum loks að jafna og þeir áttu mun betri endasprett og sigr uðu með 52 stigum gegn 47. Ýmsir í liði ÍFK sýndu góð til þrif en óþarfa pex þeirra við dóm ara setti leiðinlegan svip á leik inn. Flugvallarmenn höfðu greini lega yfirburði í langskotum og beztu menn þeirra voru Reynir, Hilmar og Guðni, sem ekki er við eina fjölina felldur. Hann leikur með ÍBK í knattspyrnu og hand knattleik ,auk körfuknattleiksins. HSK-menn voru oft sérstaklega óhittnir og vitaköst þcirra voru af leit. Beztur í liði þeirra var Ólafur Haraldsson, sem hefur mjög góða knattmeðferð og skipulagði spilið Birgir og Einar voru sæmilegir. Dómarar voru Hólmsteinn Sig urðsson og Davíð Jónsson og gerðu hlutverki sínu góð skil. ★ ÍR — ÁRMANN 45:37 (24:14) Það er oft óvenju lág stigatala í leik þessara liða, endá varnir beggja sterkar. Leikurinn var ró legur en ÍR-ingar náðu þó fljót lega góðu forskoti og komust í 10:3 í hálfleik var staðan 24:14 ÍR í vil. íupphafi síðari hálfl. ógnuðu , Ármenningar töluvert og um tíma munaði aðeins fjórum stigum. 26: 22 ,en þá vöknuðu ÍR-ingar til lífs ins og lagfærðu stöðuna í 40:24 í lokin setti ÍR varamenn inná og þá drógu Ármenningar töluvert á en sigur ÍR var aldrei í neinni hættu og leiknum lauk með sigri þeirra eins og fyrr segir 45:37. Birgir Jakobsson skoraði nærri Framhald á 15. síðu. Þórarins Tyrfingssonar var vel gætt í leik y Björnsson lék hlutverk gæzlumannsins. HaRðór KR hefur nú forystu í 2. deild vann IR 20:16 Keppnin er mjög spennandi og hörð í 2. deild að þessu sinni FJÓRIR leikir voru háðir í 2. deild karla um helgina og að þeim lokn- um virðist baráttan um sætið í I. deild ætla að standa milli KR og ÍR. Þó er ekki útilokað, að Kefla- vik og jafnvel Þróttur geti sett strik í reikninginn. Aðalleikur helgarinnar milli ÍR og KR, sem fram fór á sunnudag- inn, var bæði harður, spennandi og skemmtilegur, en ekki að sama skapi vel leikinn. KR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins, en ÍR jafnaði fljótlega og náði yfirhöndinni. KR tókst þó fljótlega að ná tökum á leiknum og komst í 6:3 og sá munur var í hléi, eða 11:8. ÍR-ingar hófu síðari hálfleikinn mjög ákveðnir. Tvívegis tókstþeim að jafna metin, en aldrei að ná yfirtökunum. Þó var leikurinn geysispennandi allt til síðustu stundar. Sigur KR 20 gegn 16 var þó í alla staði verðskuldaðtir. KR-ingar mega fyrst og Tremst þakka sigurinn frábærri ,mark- vörzlu, en Karl og yngri mennirn- ir léku einnig vel á köflum. ÍR-liðið lék vel 'á köflum, eii þó var eins og liðið væri eitthvað mið ur sín, o'g fyrirliðinn Þórarjnn Tyrfingsson, sem KR-ing^r tóku ,,úr umferð“ var varla svi^ur ihjá Framhald á 15. síðu. Rúmenía sigraði Sovét- ríkin á sunnudag /5:/j3 Fjórir leikir í heinsmeisfara- keppninni i dag IIIIIJP Það er barizt hart um boltann í lcik ÍR og KR. HEIMSMEISTARAKEPPNIN • í1 handknattleik hélt áfram á sunnu- ] dag. Aðalleikurinn var milli Rúm- | ena og Sovétríkjanna og sá eini, ] sem verulega skipti einhverju: máli. Rúmenía sigraði með 15; mörkum gegn 13, en staðan í hléi i var 9:7 fyrir Sovétríkin. Rúmenía' verður því 8.1iðið, sem heldur á- fram í keppninni. Hin ríkin eru Sovétríkin, Ungverjaland, Tékkó- slóvakía, Svíþjóð, Danmörk, Vest- ur-Þýzkaland og Júgóslavía. . Úrslit annarra leikja á sunnu- dag urðu þessi: Noregur—Japan 17:21(7:11), Svíþjóð—Júgóslavía 17:21 (9:8), Pólland Svisi' 20:18 (12:11), Vestur-Þýzkalan<r—Ung- verjaland 29:23 (17:13), A-Þýzka- land—Kanada 37:6 (20:3), Tékkó- slóvakía—Danmörk 24:14 ij (13-7), Frakkland—Tvinis 16:7 (7:41. i dag leika eftirtalin lið-eaman: í Halsingborg: Svíþjóð — Tékkó- slóvakía. í Kristiansand: Jú^óslav- ía—Danmörk. í Stokkhólmi: Vest- ur-Þýzkaland—Sovétríkin. i Lin- köping: Rúmenía—Un'gyerjaland. 17. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.