Alþýðublaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 6
6
22. janúar 1967 — Sunnudags AlþýðubíaSið
ALAN AUSTEN gekk skjálfandi á bein-
unum upp dimman og brakandi stiga
skammt frá Pell Street og skimaði lengi í
kringum sig á myrkvuðum stigapallinum
áður en hann fann nafnið, sem hann leit-
aði að, skrifað ógreinilega á eina hurðina.
Hann hratt dyrunum upp eins og honum
hafði verið sagt að gera, og var þá stadd-
ur í örlitlu herbergi, þar sem ekki voru
önnur húsgögn en af sér gengið eldhús-
borð, ruggustóll og venjulegur stóll. Á
einum veggnum, sem var á kafi í óhrein-
indum, héngu nokkrar hillur, sem á var
dálítið af krukkum og flöskum.
í ruggustólnum sat gamall maður og las
í blaði. Alan rétti honum, án þess að segja
orð, bréfspjaldið sem hann hafði fengið.
— Gerið svo vel að fá yður sæti, Aust-
en, sagði gamli maðurinn kurteislega.
— Það gleður mig að kynnast yður.
— Er það satt að þér hafið lyf, sem
hafi - hafi óvenjuleg áhrif? spurði Alan.
— Kæri herra, svaraði gamli maðurinn,
- vörubirgðir mínar eru ekki miklar, ég
verzla ekki með hægðalyf eða meðöl við
tannpínu, en svo langt sem það nær, þá
hef ég talsvert úrval. Ég held að ekkert af
því, sem ég sel, geti kallazt óvenjulegt.
— Svo er mál með vexti - , hóf Alan
máls.
— Hér til dæmis, greip gamli maðurinn
fram í og teygði sig eftir flösku á hill-
unni, - hér er vökvi, sem er litlaus eins
og vatn, næstum því bragðlaus og finnst
ekki í kaffi víni eða neinum öðrum drykk.
Það er heldur ekki hægt að finna hann
með nokkurri þekktri aðferð við líkkrufn-
ingu.
— Eigið þér við að þetta sé eitur?
spurði Alan óttasleginn.
— Kallið það hreinsilög, ef þér viljið
það heldur, sagði gamli maðurinn. - Það
er ef til-viil hægt að-hreinsa með því. Eg
hef aldrei reynt það. Það væri lika hægt
að kalla það lífhreinsilög. Það þarf stund
um að hreinsa lífið.
— Ég kæri mig ekki um neitt slíkt,
sagði Alan.
— Það er líka ef til vill eins gott, sagði
gamli maðurinn. Vitið þér hvað þetta
kostar? Fyrir teskeiðarfylli, sem er kapp-
nóg, vil ég fá fimm þúsund dali. Ekki
minna. Ekki eyri minna.
— Ég vona, að öll lyfin yðar séu ekki
svona dýr, sagði Alan dapur í bragði.
— Nei, góði minn, sagði gamli maður-
inn. - Það væri ekki gott að setja þetta
verð upp fyrir til dæmis ástardrykk. Ungt
fólk, sem þarf á ástardrykk að halda, á
mjög sjaldan fimm þúsund dali. Og þá
þyrfti það heldur ekki á ástardrykknum að
halda.
— Þetta var ánægjulegt að heyra, sagði
Alan.
— Ég lít þannig ó, sagði gamli maður-
inn, - að verði viðskiptavinurinn ánægður
með eina vörutegund, kemur hann aftur,
þegar hann þarf á annars konar vöru að
halda. Jafnvel þótt hún sé dýrari. Hann
sparar fyrir henni, ef það er nauðsynlegt.
— Þér seljið sem sagt raunverulega
ástardrykki? spurði Alan.
— Ef ég seldi ekki ástardrykki, sagði
gamli maðurinn, - þó hefði ég ekki fært
hitt í tal við yður. Maður hefur ekki efni
á að tala í þetta miklum trúnaði, nema
þegar maður getur gert annan greiða...
— Og þessi drykkur, sagði Alan, - hann
er vonandi ekki -
— Nei, nei, sagði gamli maðurinn. -
Áhrif hans eru varanleg og endast miklu
lengur en venjuleg skot. Þau vara að ei-
lífu.
— Er það, sagði Alan og reyndi að láta
sem hann liti af hlutlægni á málið. - Það
er athyglisvert'
— En hugsið líka um sálrænu hlið-
ina, sagði gamli maðurinn.
— Það geri ég líka svo sannarlega,
sagði Alan.
— í stað skeytingarleysis kemur um-
hyggja, í stað fyrirlitningar tilbeiðsla.
Gefið stúlkunni örlítinn skammt af þessu,
- bragðið finnst ekki í appelsínusafa, súpu
eða kokkteil, - og það er sama hve út-
sláttarsöm hún er, hún gjörbreytist. Hún
óskar ekki eftir öðru en einveru, — og
yður.
— Ég get varla trúað því, sagði Alan.
- Og hún er svo mikið fyrir mannfagnað.
— Hún kærir sig ekki lengur um það,
sagði gamli maðurinn. - Hún verður
hrædd um að þér hittið þar kannski fall-
egar stúlkui'.
— Verður hún raunverulega afbrýði-
söm? hrópaði Alan í hrifningu. - Út af
mer
— Já, hún vill vera þér allt.
— Það er hún nú þegar. Hún hefur
bara ekki áhuga á því.
— Hún fær áhugann þegar hún hefur
tekið þetta inn. Henni verður einstaklega
annt um yður. Þér verðið eina áhugamál
hennar í lífinu.
— Dásamlegt, hrópaði Alan.
— Hún vill fá að vita allt sem þér ger-
ið, sagði gamli maðurinn,- allt sem hefur
komið fyrir um daginn. Hvert einasta orð.
Hún vill fá að vita hvað þér eruð að
hugsa, hvers vegna þér brosið allt í einu,
hvers vegna þér séuð svo áhyggjufullur.
— Þetta er ást, hrópaði Alan.
— Já, sagði gamli maðurinn. - Hún má
ekki af yður sjá. Hún leyfir yður aldrei
að þreyta yður, að vinna eftirvinnu, að
koma ekki heim í mat. Ef yður seinkar í
klukkutíma verður hún óttaslegin. Hún
heldur að þér hafið orðið fyrir slysi, eða
að einhver önnur hafi krækt í yður.
— Ég á erfitt með að hugsa mér Dí-
önu þannig, sagði Alan frá sér numinn af
fögnuði.
— Þér þurfið ekkert að hugsa, sagði
gamli maðurinn. - Og af því að það eru
alltaf til aðrar, þá þurfið þér ekki að hafa
neinar áhyggjur, þótt þér misstígið yður
örlítið síðar meir. Hún fyrirgefur yður,
til hins síðasta.
— Slíkt kemur ekki fyrir, sagði Alan.
— Auðvitað ekki, sagði gamli maðurinn.
- En ef það kæmi fyrir, þurfið þér ekki
að hafa neinar áhyggjur. Hún tæki aldrei
í mál að skilja við yður. Aldeilis ekki. Og
auðvitað gæfi hún yður aldrei minnsta til
efni til að óttast um hana.
—■ Og hve mikið kostar þetta dásamlega
lyf? spurði Alan.
— Það er ekki dýrt, sagði gamli mað-
urinn, - ekki eins og hreinsilögurinn, sem
ég kalla svo stundum. Nei. Hann kostar
fimm þúsund dali og ekki eyri minna.
Menn þurfa að vera eldri en þér eruð
til að hneigjast til slíkra lyfja. Það verð
ur að spara saman fyrir þeim
— En ástardrykkurinn? spurði Alan.
—• Hann já, sagði gamli maðurinn og
dró út skúffu í eldhúsborðinu og tók upp
örlítið óhreint meðalaglas. - Það kostar
einn dal.
— Ég get ekki lýst því, hve feginn ég
er, sagði Alan um leið og gamli maður-
inn hellti í glasið.
— Mér þykir gaman að gera fólki
greiða, sagði gamli maðurinn. - Viðskipta-
vinirnir koma þá aftur síðar á ævinni, þeg
ar þeir eru orðnir betur stæðir og vantar
dýrari hluti. Gerið svo vel.
Þér munuð sannreyna drykkurinn er
mjög áhrifamikill.
— Kærar þakkir, sagði Alan, - Verið
þér sælir. .
— Sjáumst aftur, sagði gamll maður^
inn. jg