Alþýðublaðið - 22.01.1967, Síða 8

Alþýðublaðið - 22.01.1967, Síða 8
22- janúar 1967. - Sunnudags AlþýðublatSið Fáir atburðir hafa valdið jafnmikilli gjöreyðingu í veraldarsögunni og byltingin í Rússlandi og valdataka bolsévika þar haustið 1917. Þessarar atburða verður væntanlega minnzt í blöðum um allan heim á fimmtíu ára afmæli þeirra síðar á þessu ári, en í því sambandi hlýtur sú spurning óhjákvæmilega að rísa, hvort þessir atburðir hafi verið óhjákvæmilegir, hvort ekki hefði verið hægt að kom ast hjá þeim (hvort sem það hefði svo orðið til góðs eða ills, en það er önnur saga). Og talsverðar líkur benda einmitt til þess að ekki hefði þurft að koma til byltingarinnar, hefði á síðustu árum keisarastjórnarinnar verjð farið betur eftir tillögum merkasta stjórnmálamanns Rússa á þeim árum, og hefði stefna hans betur fengið að njóta sín. Um þetta verður ekki fullyrt neitt með vissu, en þetta er þó fullkomlega hugsanlegt, og víst er að umræddur stjónnmálamaður, Witte greifi, hefur átt varanlegan þátt í að móta sögu Rússlands. Sergei Witte fæddist árið 1869 og var af hollenzkum kominn í ættir fram, eins og sést á nafni hans. Faðir hans var áhrifamikill aðalsmaður ,og sonurinn var fljótt settur til mennta. Hann stundaði nám við háskólann í Odessa, og var að því kominn að gerast stærð - fræðikennari við skólann, en var hindraður í því af frændum sín um ,sem töldu slíkt starf ekki sæma aðalsmanni. í staðinn tók hann við starfi hjá landsstjóranum í Odessa og kynntist þar ýmsum áhrifamönnum. Þau sambönd not aði hann til að komast í starf hjá Suðvestur-járnbrautinni, sem var ríkisfyrirtæki. Nokkrum mánuðum eftir að Witte hóf störf hjá járnbrautinni seldi ríkið hana einkafyrirtæki ,og Witte gerðist framkvæmdastjóri fyrirtækisins. En þetta starf kom honum í talsverðan vanda, er Tele gul-slysið átti sér stað. í desem ber 1875 var viðgerðarflokkur að störfum við járnbrautina. Verka mennirnir rufu brautina á einum stað og fóru síðan að drekka te, en þeim hafði láðst að vara næstu járnbrautarstöðvar við. Fyrsta lest in ,sem kom eftir brautinni, var herflutningahraðlest, hlaðin nýlið- um í hernum. Hún hentist út af sporinu á mikilli ferð, lenti í gjá og eldur kom upp í henni. Á ann að hundrað manns létu lífið og til þess að friða almenning, voru stjórnarformaður járnbrautarfyrir tækisins og Witte dregnir fyrir dóm og sakaðir um vanrækslu í starfi. Eftir mikið auglýst réttar- höld voru þeir dæmdir til fjög urra mánaða fangelsisvistar. En dómnum var aldrei fullnægt, því áð um sömu mundir þrauzt út <5- friður við Tyrki og stjórnin þurfti á báðum sökudólgunum að halda til að skipuleggja herflutninga til vígstöðvanna. Störf Wittes í stríðinu urðu hon um til frekari upphefðar. Ríkið tók aftur að sár rekstur járnbraut arinnar, og Witte var einlægur ein veldissinni, og hann tók það mjög nærri sér, þegar Alexander I. var myrtur. Um þessar mundir gekk hann í leynifélag öfgafullra hægri manna, sem hafði það markmið að útrýma byltingarmönnum. Félags skapurinn sendi hann til Parísar til að hafa umsjón með morði á kunnum rússneskum byltingar- manni, sem þar dvaldist í útlegð en skömmu eftir að hann kom þangað rann það upp fyrir honum að þessi félagsskapur samanstóð mestmegnis af brjálæðingum, og hann hvarf aftur heim til Rúss lands, án þess að reka erindið. Járnbrautarslys hafði orðið Witte að falli, og það varð annað járnbrautarslys ,sem lyfti honum aftur upp í náðarsólina. Sem opin ber embættismaður járnbrautanna hafði hann oft gagnrýnt það, hve hratt einkalestir keisarans væru látnar fara, og hann hafði áunnið sér reiði Alexanders III. með því að segja eitt sinn í viðurvist hans að hirðmennirnir myndu fyrr eða síðar bana keisaranum með þess um glannaakstri. Fáum vikum síð ar fór keisaralestin út af teinun um. Keisarafjölskyldan meiddist ekki ,en um hríð varð keisarinn sjálfur að halda uppi þakinu á vagni þeim sem hann hafði ferð azt í. Eftir þetta fékk keisarinn mikið álit á Witte fyrir framsýni hans. Þessi afstöðubreyting keisar- ans varð til þess að Witte var liækkaður í tign og gerður að flutningamálaráðherra. Eitthvert fyrsta verk hans í því embætti var að innleiða nýtt fraktgjalda- kerfi fyrir járnbrautirnar, þannig að gjaldið á ekinn kílómetra lækkaði í hlutfalli við vegalengd- ina, sem farin var. Þetta þýddi að fjarlæg héröð gátu komið fram- leiðslu sinni á markað og fengið nauðsynjavörur ódýrar en áður, og þetta varð til þess að ýta undir efnahagslegar framfarir á þessum stöðum, einkum í Úral- fjöllum. Witte lagði einnig mikið kapp á lagningu Síberíubrautarinnar, og að frumkvæði hans var samin ítarleg áætlun um efnahagslega framþróun í Síberíu. Hugmynd hans var að Síbería yrði notuð til að taka við offjölgun fólks í Rúss- landi sjálfu, þar yrði ræktað korn til útflutnings til að hressa upp á greiðslujöfnuð landsins og þar yrði stökkpallur til frekari út- þenslu Rússaveldis í Austur-Asíu. Til þess að tryggja betur fram- gang þessara hugmynda fékk Wit- te talið keisarann á að útnefna ríkiserfingjann forseta Síberíu- járnbrautarfélagsins. Þegar Alexander III. andaðist árið 1894 og Nikulás II. tók við völdum, var hinn nýi keisari þess vegna vel kunnugur þessum málum. En Nikulás hafði ekki sömu mætur á Witte og Alexand- er hafði haft. Witte hafði verið skipaður fjármálaráðherra 1892 Erum við allir jafnir fyrir lögunum? FYRIR nokkrum árum gerðist það í Englandi að bankastjóri þáði neftóbaksdósir aff gjöf á sextugsafmæli frá vini sínum. Þetta er út af fyrir sig ekki í frásögur færandi ef ekki hefffi annað fylgt á eftir. Yfirstjórn bankans komst á snoðir um ffjöiina og tók málið fyrir á fundi. Var bankastjóranum) vinsamlega bent á aff sá maff- ur er neftóbaksdósirnar gaf væri mikill viðskiptamaður bankans og hlyti þetta því að sýnast vondur stimpill á starfs- móral stofnunarinnar, eins þótt ekkert byggi undir. Þótti málið svo alvarlegs eðlis að bankastjórinn sá sér þann kost vænstan að segja upp vistinni. Ég hef oft dáðst að prinsipp- festu Englendinga þó að mér þætti hún keyra úr öllu hófi er Dalton íjjármálaráðherra í stjórn Attlees sagði af sér af því einu aff hann glopraði út úr sér við blaðamann nokkrum mínútum áður en hann flutti fjárlagaræðu sína jafnu litlu atriði og því að bjórveröið mundi hækka. En fastheldni við óhlutdræga embættisfærslu er höfuðkost- ur hverrar þjóðar. Algerlega spillingarlaus embættismanna- stétt er vafalaust ekki til, en lieilbrigði og manndóm þjóðar- heildarinnar má ef til vill betur marka af þessu en nokkru öðru, ekki sízt nú á tímum þegar embættismannastéttin er sterk vegna mikillar íhlutunar liins opinbera um atvinnumál og menningu. Skrifstofubáknið hefur mikil völd og ber mikla ábyrgð. Manngreinarálit og hlut- drægni geta alls staöar skotið upp kollinum. Þegar ég var fréttastjóri var mér einu sinni borið það á brýn aö við frétta- stjórar tækjum okkur saman um að þegja yfir fréttnæmum atburðum ef vissir vildarvinir ættu í hlut, og því væru þegn- ar þjóðfélagsins ekki jafnir fyrir hreinskilni blaðanna. Ég kannaðist ekki við þetta, en var samt með slæma samvizku, því að ég vissi — sem er al- kunna — að blöðunum er gjarnt að liaga fréttaflutningi um almenn mál eftir pólitísk- um sjónarmiðum. Miklar sögur hafa stundum gengið um atkvæðakaup fyrir kosningar, en þó að þær séu kannski orðum auknar er hitt á almanna vitorði að atkvæði eru keypt í stórum stíl með loforðum, bæði beinum kosn- ingaloforöum og öffrum loforð- um, enda það fyrirbæri sem kallast „fyrirgreiðsla“ orffið eitt af aðalatriðum stjórnmála- baráttunnar. Menn eru því ekki alltaf kosnir sakir stiórnvizku sinnar heldur þeirrar aðstöðu sem þeir hafa. Það er kannski. engin furða þó að nokkuð fari úrskeiðis í þessum efnum á íslandi, þar sem allir þekkja alla, og menn eru því vanari en annars stað- ar að gera ráð fyrir að vináttu- bönd og frændscmi hafi mikiff að segja. Hver.su mikiff er um það að menn í háum stöðum Iáti fyrir- tæki sem þeir eiga sjálfir lilut að,, njóta viðskipta fremur en önnur? Það þarf auðvitað ekk- ert að vera athugavert við þetta, en ef slíkt vitnaðist mundi það vekja tortryggni og gremju. Manngreinarálit í störfum löggæzlunnar er þó hvaff verst. Það er heilagur réttur í hverju siðuffu þjóðfélagi að allir séu jafnir fyrir lögunum. í málaferlum hafa háttsettir menn stundum þótt sleppa furðu vel, eða um það er talaö, og þeir hafa kannski átt aff sleppa vel, en almenningur spyr hvort réttur og sléttur sjó- ari hefði átt jafn auðvelda för við svipaðar aðstæður. Löggæzlumenn eru einmfitt þeir embættismenn er verða aff hafa allra manna hreinastan skjöld, því aö þeir eru að vissu Ieyti samvizka þjóðarinnar. Og mig langar til að spyrja: Mundi umferðai’lögreglan taka ráðherra sem brýtur um- ferðarrcglur jafn myndarlcga og venjulegan ökumann er brýt ur sömu reglur? Mundi ráð- herrann í þessum tilfellum ætl- ast til þess að hann fengi aöra meðferff en t.d. vörubílstjóri? Eða mundi lögreglumaður taka einhvern yfirboðara sinn fastan, t.d. lögreglustjóra (ég á auðvitað ekki viff neinn sér- stakan) ef hann fremdi umferð- arbrot? Þetta eru ekki samvizku- spurningar fyrir lögreglumenn og ráðherra heldur fyrir alla þjóðina. Þetta eru alvarleg mál, varða meira farsæld þjóð- arinnar en hátt markaðsverð erlendis. ) : m Sigvaldi Hjálmarsson: VANGAVELTUR

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.