Alþýðublaðið - 22.01.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 22.01.1967, Qupperneq 9
9 Surínudágs Afþýðubla'ðið - 22. Janúar 1967 Sergei Witte f t og var meðal vaídamestu manna ríkisins, en keisarinn vann gegn honum á margar lundir á bak við tjöldin, þótt. hann léti oft líta svo út á yflrborðinu, sem hann styddi Witte heils hugar. Witte var rótgróinn fylgismaður einveldisins og hann hafði megn- ustu fyrirlitningu á lýðræðisskipu- lagi því, sem þá var í bernsku í Englandi og Frakklandi. A hinn bóginn var hann ekki andvígur breytingum, og honum var vel Ijóst, að Rússland kæmist aldrei jafnfætis öðrum ríkjum, nema þar yrði ör félagsleg og efnahagsleg framþróun. Witte vildi þó halda breytingunum í skefjum, og þær endurbætur, sem hann kom á, stöfuðu fremur af hagkvæmnis- sjónarmiðum en mannúðarhug- sjón. Þannig lét hann til dæmis stytta vinnuviku verkamanna nið- ur í IIV2 stund á dag, af því að hann taldi að afköst yrðu þá meiri og því hagur af stytting- unni. Hann var einnig andvígur Gyðingaofsóknum þeim, sem inn- anríkisráðuneytið og lögreglan stóðu fyrir með samþykki keis- arans, ekki af því að honum væri neitt sérlega hlýtt til Gyðinga sjálfum eða hann væri andvígur kynþáttafordómum sem slíkum, heldur benti hann á, að þar eð útilokað væri að útrýma Gyðing- um með öllu væri hagkvæmara að fá þá til að falla inn í rúss- neska þjóðfélagið á jafnréttis- grundvelli við aðra. Þegar Witte tók við embætti fjármálaráðherra var Rússland mjög skammt á veg komið félags- lega og efnahagslega, og þótt það teldist til stórvelda álfunnar, var það sannkallaður risi á leirfótum. í Krímsstríðinu hafði það greini- lega komið í Ijós, hve völtum fót- um Rússland raunverulega stóð, og það hafði leitt til þess að bændum væri gefið frelsi að nafninu til, en þeir höfðu áður verið raunverulegir þrælar góss- eigenda og aðalsmanna. Einnig var farið að leggja járnbrautir um landið og var gert ráð fyrir að í kjölfar þeirra gæti átt sér stað iðn þróun í landinu, því að þar með aðamyndunar og flutninga. Fjár- magnið til þessara framkvæmda væri skapaður grundvöllur mark- var þó að mestu leyti erlent — og /fengið með mjög óhagstæðum kjörum. og rússneskir athafna- menn sýndu lítinn lit á að fram- leiða vörur fyrir innanlands- markað. Til þess að bæta úr þessu lagði Witte á háa innflutningstolla, og varð það til að ýta undir inn- lenda framleiðslu. En fleira varð að koma til, til þess að rétta f.jár- haginn við. Rússneskir peninga- seðlar stóðu langt neðan nafn- virðis, og erlendir fjármálamenn fengust ekki til að leggja fjár- magn í framkvæmdir í Rússlandi, nema með afarkostum. Fyrir- rennarar Wittes í embætti fjár- málaráðherra höfðu gert tilraun- ir til að treysta gjaldmiðilinn, en þær tilraunir höfðu ekki tekizt. Witte tókst hins vegar að safna gullíorða, sem gerði honurri kleift árið 1887 að láta nýja gull- tryggða rúblu koma í stað eldri pappírspeninga. Þessi endurbót á- samt góðu sambandi Wittes við fjármálamenn í Evrópu gerði rúss- nesku stjórninni kleift að fá hag- kvæm uppbyggingarlán í Evrópu, aðallega Frakklandi og Belgíu. Vegur Wittes hjá keisaranum fór hins vegar síminnkandi. — Witte átti sífellt í árekstrum við innanríkisráðuneytið, en keisar- inn dró yfirleitt taum þess. Drottn ingin var einnig andvíg Witte, en Nikulás II., sem var veikgeðja og ístöðulítill maður, fór iðulega að hennar ráðum um stjórnarathafn- ir. Þá lék keisaranum hugur á að efla álit landsins með styrj- öldum, en Witte lagði kapp á a'ð viðhalda friði til þess að koma fjárhagnum i gott horf. Er Kína hafði beðið ósigur fyrir Japönum árið 1895, hafði Witte ráðið því, að Rússland tók Kína undir vernd- arvæng sinn, og í staðinn fékk hann ítök og verzlunarfríðindi í Mansjúríu. Þegar önnur ríki ætl- urðu að notfæra sér veikleika Kína til að ná svipuðum ítökum, voru ráðin hins vegar tekin af Witte og sú stefna tekin, að taka þátt í kapphlaupinu og reyna að hrekja hina burtu. Þetta tókst í svip, og það hvatti keisarann til að beita sömu aðferð gegn Japönum, sem voru teknir að búa um sig í Kína og Kóreu. Witte var leystur frá störfum, en afleiðing þessarar stefnu var styrjöld Rússa og Jap- ana 1904—5. Styrjöldin varð mikið áfall fyr- ir Rússa. Rússnesku hershöfðingj- arnir sem fáum árum áður höfðn brytjað niður kínverska sveita- menn af miklum hetjumóð, reynd- ust lítils megnugir, þegar til Framhald á 10. síðu. Nikulás III. Afmælisútsala Vegna 35 ára starfsafmælis sem garðyrkjumað ur, gef ég 10% <afslátt þessa 'viku af öllum vör um og blómum í Blómaskála mínum í Hvera- gerði og Blómaverzlun Michelsens Suðurlands braut 10. Næg bílastæði. — Sími 31099. PAUL MICHELSEN. Þorramatur í öskjum fyrir tvo. 16 tegundir í hverri öskju. SMÁRAKAFFI Laugavegi 178 . Sími 34780 Aðalbókarasta5a Stórt fyrirtæki óskar eftir 'að ráða aðalbókara sem fyrst. Umsækjendur leggi inn nafn ásamt upplýsingum um fyrri störf og kaupkröfur merkt ,,Aðalbókari“ fyrir 4. febrúar n.k. Algerri þagmælsku heitið. SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST Stúlku vantar að Samvinnuskólanum. Upplýsingar í símstöðinni að Bifröst, Borgar- arfirði. Samvinnuskólinn Bifröst. SÖLARKAFFI ísfirðingafélagsins verður að Hótel Sögu, Súkiasal, miðvikudaginn 25. janúar kl. 8.30 e. h. — Góð skemmtiatriði. Aðgöngumiðar verða seldir í dag kl. 4-6 í and dyri Súlnasals. Borð tekin frá á sama tíma. STJÓRNIN. Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Andrés Ásmundsson, læknir hættir störfum sem heimilislæknir frá 1. febr- úar nk. Samlagsmenn sem hafa bann sem heimilislækni, snúi sér til afgreiðslu samlags- ins, sýni samlagsskírteini og velji lækni í hans stað. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Frá friðarráðstefnunni eftir styrjöldina við Japan,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.