Alþýðublaðið - 22.01.1967, Side 11
22. j'anúar 1967 -- Sunnudags Alþýðublafiið
Mikill frjálsíþróttaáhugi í Kópavogi:
AFREKSPENINGUR
BREIÐABLIKS
í KÓPAYOGI er starfandi
Ungmennafélagið Breiðablik og
á þess vegum eru æfðar frj'álsar
íþróttir, knattspyrna, handknatt
leikur og glíma. Öll aðstaða til
íþróttaiðkana í þessum næst-
stærsta kaupstað landsins, er hin
bágbornasta. Ekkert boðlegt í-
þróttahús, engin sundlaug og
tæpast hægt að tala um boðlegan
íþróttavöll. Þrátt fyrir þessa
hörmulegu aðstöðu hefur æska
staðarins náð furðugóðum ár-
angri í íþróttum og íþróttafólk
Breiðabliks (UBK) hefur hlotið
íslandsmeistaratitil í hinum
ýmsu igreinum. íþróttasíðan mun
spjalla lítillega um starfsemi
Frjálsíþróttadeildar UBK. í dag,
en í þeirri íþróttagrein hefur
Breiðablik náð ágætum árangri
og er með beztu félögum lands-
ins í frjálsum íþróttum.
Frjálsíþróttafólk Breiðabliks
tók þátt í flestum frjálsíþrótta
mótum sl. árs, sem fram fóru í
Reykjavík og auk þess fór flokk
ur frá félaginu í keppnisferð til
Noregs. Þá var háð hin árlega
bæjarkeppni við Vestmannaey-
inga. Félagið hlaut íslandsmeist
ara í kringlukasti, Þorstein Al-
freðsson, sem auk þess náði
bezta afreki ársins í þeirri grein.
Tveir UBK-félagar voru valdir
í landskeppnina gegn Skotum
í Reykjavík, Þorsteinn og Þórð-
ur Guðmundsson, sem nú er for
maður Frjálsíþróttadeildar U.
B.K.
Árið 1965 var gert stórt átak
til að efla áhuga fyrir frjálsum
íþróttum í Kópavogi á vegum
Breiðabliks, samþykkt var reglu
. X;:;.. ...
gerð um svokölluð Afreksverð-
laun UBK. Reglugerðin hljóðar
þannig:
,,Afreksverðlaunin skulu vera
vandaður verðlaunapeningur,
sem letrað er á ,,Afrekspeningur
UBK“. Hann skal veita í gulli,
silfri og eir og fyrir eftirtalin
lágmarksafrek:
Eir - 450 stig skv. núgildandi
stigatöflu.
Silfur - 600 st. skv. núgildandi
stigatöflu.
Gull - 750 stig skv. núgildandi
stigatöflu.
Verðlaun þessi vinnast aðeins
einu sinni á hverjum þrem ár-
um. Auk þess hefur komið til
tals að veita silfurverðlaun þeim
aðila, sem bezt starfar að fél-
agsmálum deildarinnar hverju
sinni, utan raða keppanda. Þau
verðlaun skulu aðeins veitast,
ef ástæða þykir til.
Þeir sem hafa hlotið gull-
merki (1965):
Sigurður Geirdal, 11,2 sek. í
100 m. hlaupi.
Hörður Ingólfsson, 11,1 sek.
í 100 m. hlaupi.
Þorsteinn Alfreðsson, 50,49
m. í kringlukasti.
Þórður Guðmundsson, 4:09,6
Æfingatafla :j
Breiðabliks :j
Knattspyrnuæfing' Ung-1 j
mennafélagsins Breiðablik (,
stjórnar nú hinn góðkunni Valsi'
maður Halldór Halldórsson, en <1
þær eru á þriðjudögum í í-1,
þróttahúsinu í Kópavogi og (i
hefjast ki. 21,15. i1
Glímuæfingar eru á sama1 (
stað sunnudaga kl. 21,30 og |
þriðjudaga kl. 19,45, Hand-|l
knattleikur stúlkna er í Kópa 'j
I1 vogi kl. 20 undir stjórn Péturs ,
( Bjarnasonar og á sunnudögump
(i í íþróttahöllinni í Laugardal kl. I(
< 9,30 f.h. ('
} t
*s%s%s%s%s%s%s%s%s%s%s+s%s%s%s%s%.
mín. í 1500 m. hlaupi.
Sigrún Ólafsdóttir, 12,8 sek.
í 100 m. hlaupi.
Silfurpeninga hafa hlotið: ♦
Arndís Björnsdóttir, 31,70 m.
í spjótkasti.
Dröfn Guðmundsdóttir, 32,07
m. í kringlukasti.
Einar Sigurðsson, 11,8 sek. í
100 m. hlaupi.
Birna Ágústdóttir, 28,13 m.
í spjótkasti.
Ármann J. Lárusson, 13,63 m.
í kúluvarpi.
Lárus Lárusson, 13,31 m. í
kúluvarpi. i
Donald Jóhannesson, 6,83 m.
í langstökki.
Ársæll Guðjónsson, 1,67 m.
í hástökki.
Ingólfur Ingólfsson, 1,67 m.
í hástökki.
Gunnar Snorrasson, 1,65 m.
í hástökki.
Auk þess hafa fjölmargir hlot
ið eirmerki.
Enn liggja ekki fyrir endan-
legar niðurstöður fyrir árið 19
66, en þó má geta þess, að tveir
gulliiafar hafa bætzt við, þau
Arndís Björnsdóttir, sem kastaði
spjóti 34,72 m. og Lárus Lárus-
son, sem varpaði kúlu 14,06 m.
Auk þess hafa allmargir nýir fé-
lagar unnið til silfurs og eir
merkis. Sýnt þykir að afreks-
peningur þessi hefur náð því
ætlunarverki sínu að auki áhuga
á frjálsum íþróttum innan íé-
lagsins.
Á sl. ári var leitað eftir 'tillög
um að nýju félagsmerki. Ymsar,
tillögur bárust, en tillaga Ingva
Magnússonar þótti áberandi bezt.
Merkið hefur nú verið tekið í
notkun og birtist hér myrid a£
því. Merkið er þrílitt, griinnur
er svartblár, stafir rauðir, kynd-
ill gulur og logi rauður.
Æft er nú tvívegis innanhúss
á þriðjudögum kl. 20,30 í íþrótta
húsinu í Kópavogi og á föstu
dögum eru þrekæfingar í íþrótta
húsi Iláskólans kl. 7 — 8. SÞeim
æfingum stjórnar Benedikt Jak-
obsson.
Röskur sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn.
Þarf að hafa reiðhjól.
Alþýðublaðið, afgreiðslan.
Sími 14900.