Alþýðublaðið - 26.01.1967, Side 6
VÍÐRÆÐUM Grikkja og Tyrkja
um 'Kýpurdeiluna var slitið í síð
astá mánuði, þegar stjórn Stefan
ta
opoulosar f Aþenu sagði af sér.
Noklkur árangur mun hafá náðst í
þesáum viðræðum, sem hófust í
fyriiasumar. Báðir deiluaðilar til
kynhtu á jólafundi ráðherranefnd
ar NATO í París, að utanríkisnáð
lierrar landanna mundu 'halda við
ræðunum álram.
En vonir manna um samkomu
lag fóru út um þúfur, þegar nýja
istjórnin tók vio völdum í Aþenu
og viðræðunum var slitið. Tyrkn
•eski stjórnin hefur nú lýst því
yfir, að viðræðurnar geti ekki haf
izt að nýju, nema því aðeins að
stjórn prófessors Paraskevopoulos
ar í Aþenu ábyrigist það, að við
ræðurnar beri árangur og niður-
stöður þeirra verði bindandi.
Tyrkneska stjórnin bíður eftir
svari frá grísku stjórninni. Prófess
or Paraskevopoulos lýsti því ný-
lega yfir í gríska þinginu, að
stjórn hans væri fús að iialda við
ræðunum við Tyrki áfram. En leið
togi stjórnarandstöðunnar, Georg
Papandreou, sagði að stjómin sem
er bráðabirgðastjóm, hefði ekkert
umboð til að komast að samkomu
lagi við Tyrki, þar sem almennar
kosningar yrðu haldnar í Grikk
landi í vor,
★ TYRKIR TORTRYGGNIR.
Tyrkir eru tortryggnir og igruna
stjórnirnar í Aþenu og Nikósíu
um að reyna að blekkja þá með
því að þykjast hafa áhuga á við-
ræðum. Tyrkir t'elja að gríska
stjórnin vilji að viðræðunum verði
haldið áfram, þar sem með því
móti verði komið í veg fyrir, að
Tyrkir geri aðrar ráðstafanir til
dæmis innrás í eyna.
Afstaða Makariosar Kýpurfor-
seta hefur aukið tortryggni Tyrkja
um allan helming, þar sem hann
hefur neitað að afhenda friðar
gæzluliði Sameinuðu þjóðanna
tékknesk vopn, sem Kýpurstjórn
keypti nýlega í heimildarleysi.
Tyrkneskir embættismenn halda
því fram, að vopnasending Tékka
hafi raskað hinu hernaðarlega jafn
vægi milli grískra og tyrkneskra
eyjarskeggja, og að taki Samein
uðu þjóðirnar ekki hið bráðasta í
taumana neyðist Tyrkir, til að
láta til skarar skríða „til að
tryggja öryggi tyrknesku íbúanna"
Kunnugir telja, að Tyrkir mundu
l'áta það verða sitt fyrsta verk
að senda vopn á laun til herliðs
tyrkneskra eyjarskeggja, sem tel
ur 15.000 manns, reyni grískir eyj-
arskeggjar á einhvern hátt að
stöðva tyrkneskar vopnasending-
ar til Kýpur, muni það leiða til
Otryggt vopnahlé ríkir á Kýpur, og stöku sinnum kemur til vopna
viðskipta. Þessi mynd er frá átökunum á eynni fyrir fjórum ár-
um. Grískir eyjarskeggjar hafa náð hinum fræga St. Hilarion-kast-
ala í Kyrenia-héraði á sitt vald. Á bak við þá sézt tyrkneski fáninn,
sem blaktir enn við hún.
alveralegra átaka og ef til vill
tyrkneskrar íhlutunar.
★ FLOTINN Á VERÐI.
Tyrkneski utanríkisráðherrann
Caglayangil, lýsti því yfir á þingi
snemma í þessum mánuði, að við
ræðu við Grikki væri ekki eina
leiðin, sem Tyrkir reyndu til að
finna lausn á vandamálinu. Hann
lagði á það áherzlu, að Tyrkir
mundu ekki láta breytingar á á-
standinu 'á Kýpur viðgangast.
Síðan Tékkar sendu vopn sín
til Kýpur hafa tyrkneskar flota
deildir verið á varðbergi í Mið
jarðarhafi. Allur hugsanlegur und
irbúningur undir innrás á Kýpur
hefur verið gerður, og heraflinn
cr þess albúinn að láta til skarar
skríða hvenær sem stjórnin telur
það nauðsynlegt.
- Tyrkir taka skýrt fram, að eng
ar erlendar þvinganir (aðallega af
Ihálfu Vtesturveldsmna) muni að
þessu sinni aftra þeim frá því
að hrinda áformum sínum í fram
kvæmd.
Kýpurstjórn telur að Tyrkir
reyni af ráðnum hug gera meir úr
vopnasendingum Tékka en efni
standa til. Hún heldur því fram
að vopnin séu eingöngu ætluð
lögregluliði eyjunnar, eri nýlega
hafi verið fjölgað í lögreglunni,
þar sem löggæzlan hafi orðið æ
j yfirgripsmeiri að undanförnu
! vegna hinnar stöðugu spennu, er
ríki á Kýpur .
Kýpurstjórn segir, að vopn lög
reglunnar séu gömul og fá verði
ný vopn í þeirra stað. Kýpurstjórn
telur að hún ein geti ákveðið stærð
og útbúnað lögreglunnar.
Vopnaflutningar á Kýpur: Skotfæri flutt til
regni og er við öllu búinn.
stöðva trykneskra manna á ösnum. Tyrkneskur skæruliði hefur leitað skjóls fyrir
★ GRIKKIR ÓÁNÆGÐIR.
Grikkir eru á hinn bóginn síður
en svo ánægðir með það, hvernig
: vopn þessi voru keypt og flutt til
I Kvpur, og mundu kjósa helzt að
stjórnin 'á Kýpur, afhenti
friðargæzluliði Sb öll þau v.opn
sem hér um ræðir. Á bví leikur
enginn vafi, að Kýpurstjórnin
mundi gera- allt sem í Qiennar
valdi stæði, til að koma í veg fyr-
Framhald á 10. síðu.
0 26. jahúar 1967
ALÞYÐUBLAÐIÐ