Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 1
T
Ögmundur Jónasson,
vinurlitla ríkisstarfs-
mannsins, hefurrakað
afsérskeggið eftir 2 5
ár og misst 20 kíló.
Nýr maður? Kannski.
Félagarhans í þinginu
hiðja um uppskriftina.
„Ég rakaði af mér skeggið um
miðjan júlí en þá hafði ég líka
verið með skegg í 25 ár stans-
laust þannig að þetta var mikil
breyting. Það flaug skyndilega í
mig að það væri sniðugt að prófa
að vera skegglaus. Ég tók af mér
skeggið og nokkur kíló í leiðinni -
allt í einum pakka. Hins vegar er
þetta dálítið skrítið fyrst á eftir.
Það er eins og að verða fyrir
sláttuvél. Maður er hálf ber á eft-
ir,“ segir Ogmundur Jónasson,
formaður Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, BSRB.
Ögmundur dvaldist um tíma í
Frakklandi í sumar og lét þar
verða af því, fór úr 106 kílóum í
lítil 86 með breyttu mataræði og
rakaði af sér skeggið. Hann
kveðst hafa verið búinn að
ákveða að láta skeggið fjúka í
sumarbyrjun og látið svo til skar-
ar skríða um mitt sumar. Það
hafi verið afar skrítið fyrst en nú
sé hann búinn að venjast skegg-
leysinu. Hann ætlar að vera
skegglaus í framtíðinni, að
minnsta kosti „einhvern tíma“.
Ögmundur á sér langa skegg-
sögu. Hann er 49 ára gamall en
var um 25 ára þegar hann lét sér
vaxa skegg. Það var á hippatím-
anum, í byrjun áttunda áratugar-
ins, og taldist í tísku að vera með
mikið hár og skegg enda létu
margir sér vaxa skegg á þeim
tfma. Ögmundur segist alltaf
hafa kunnað því vel að vera með
skegg, það hafi óneitanlega verið
minni fyrirhöfn að þurfa ekki að
raka sig á hverjum degi.
„Hins vegar er það ný uppgötv-
un núna hve hressandi það er að
bregða rakblaðinu á húðina á
hverjum morgni. Ég er bara hinn
ánægðasti með þessa breytingu,“
segir hann.
Hinum nýja Ögmundi hefur
verið afar vel tekið þó að margir
þyrftu að horfa mikið og lengi á
hann og velta íyrir sér hvort
þarna væri virkilega Ögmundur
Jónasson á ferðinni. En hvernig
ætli félagarnir í þinginu hafi tek-
ið honum svona skegglausum?
„Agætlega. Hins vegar eru þeir
miklu uppteknari af þessu með
kílóin. Það er mjög útbreiddur
áhugi á því hér í þinginu, sérstak-
lega karlpeningnum, að losa sig
við nokkur kíló. Ég er mikið
spurður að því hvaða uppskrift ég
hafi notað," segir hann.
Uppskriftin er einföld, meira
grænmeti í mataræðinu og
minna af fituríkum mat (súr-
mjólk á morgnana og léttmeti í
hádeginu og á kvöldin), „og svo
kannski örlítið meiri hófsemi.
Ætli það sé ekki stóri lykillinn,"
segir Ögmundur og bætir við að
kílóin 20 hafi horfið á tveimur
mánuðum, án hreyfingar þó. Ög-
mundur er staðráðinn í að fara
að hreyfa sig meira, „hressa svo-
lítið upp á skrokkinn11 þó að eitt-
hvað hafi hann verið að hreyfa
sig undanfarið, bara „ekki næst-
um því nóg.“ GHS
+