Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 6
22 - MIOVIKVDAGUR 8.0KTÓBER 1997 D^MT" LÍFIÐ í LANDINU ÍKrínglunni stendur nú yfir Ijósmyndasýn- ingin WorldPress Photo enþarerað finna verðlaunamynd- irúrsamkeppni um bestufréttamyndir síð- asta árs. Dagurfékk þrjá Ijósmyndara, BrynjarGauta Sveins- son, Þorvald Öm Kríst- mundsson ogjim Smart, til að leggja matá nokkrarmyndir á sýningunni. Mynd 1 BGS: „Formið er gott og skugg- arnir og lýsingarriar gefa henni vægi. En mér finnst hún helst til bitlaus og ekki fyllilega eiga skil- ið að vera valin fréttamynd árs- ins. Mér sýnist hún jafnvel vera uppstillt.“ ÞÖK: „Mér hefur ekki tekist að sjá hvað það er sem á að gera þessa mynd svo góða. Ég er ekki hrifinn af henni. Hún er óspenn- andi og mér finnst ég hafa séð hana ótal sinnum áður.“ JS: „Ég er hrifinn af þessari mynd. Það er ekki hægt að sýna hörmungar stríðs á áhrifaríkari hátt en með myndum af þjáðum bömum. Það er næstum hægt að merkja tár í augum stúlkunnar sem heldur á brúðunni sinni eins og hún sé að vemda hana. Myndin er sennilega sviðsett.“ Mynd 2 BGS: „Þetta er geysilega sterk fréttamynd. Ljósmyndarinn hef- ur fangað rétta augnablikið. Ég er viss um að íslensk blöð myndu ekki birta svona mynd.“ ÞÖK: „Myndir af fólki að björgunarstörfum eru teknar á hverjum degi og fæstar em góðar ljósmyndir. En þetta er áhrifamikil mynd og það er svipurinn á mann- inum sem gerir hana svo sterka. Án svipbrigðanna væri myndin einskis virði.“ JS: „ Þetta er hörku fréttamynd en ég er samt ekki hrifinn af henni. Þetta er enn ein myndin af manneskju sem bjargað er úr rúst- um. Mér finnst ég hafa séð hana margoft áður.“ Mynd 3. Iþróttamaður á Ólympíuleikum fatlaðra íAtlanta. Mynd I. Myndin sem var vaiin fréttaijósmynd ársins er af stríðshrjáðum börnum íAngóla. Að fanga rétta augnabliMð Mynd 5. 18 vikna apafóstur. Mynd 3 BGS: „Þetta er mjög góð og sterk mynd tekin með aðdráttar- linsu á réttu augnabliki. Svipur- inn skiptir miklu máli og ef maðurinn væri með lokuð aug- un þá væri myndin verri.“ ÞÖK: „Þessi mynd er í einu orði sagt frábær. Þetta er fullkomið augnablik fyrir ljósmyndara, það er ekki hægt að ná því betur.“ JS: „Þetta væri góð mynd, þótt maðurinn hefði báða fætur heila. Þetta er mynd um viljastyrk og baráttukraft. Myndin sendir þau skilaboð til áhorfenda að fyrst þessi maður geti stokkið einfættur þá sé þeim allt fært.“ Mynd 2. Manni bjargað úr rústum húss síns í Líbanon. Mynd4: BGS: „Frábær mynd, það er ör- ugglega mjög erfitt að nálgast þessi dýr til að taka af þeim myndir. Það er mikill húmor í þessari mynd.“ ÞÖK: „Mjög skemmtileg mynd. Það er ekki hægt að taka betri fjölskyldumynd en þessa.“ JS: „Gullfalleg mynd. Lögun fullorðnu mörgæsanna minnir á hjarta. Þetta er hugljúf fjölskyldu- mynd af foreldrum sem eru greini- lega mjög stoltir af afkvæmi sínu.“ Mynd 5 BGS: „Meiriháttar mynd. Fyrsta hugsun manns er hversu apinn er á fyrstu stigum líkur mannin- um.“ ÞÖK: „Þessi mynd er snilldar- verk. Maður horfir á hana og það eina sem maður getur sagt er: „Vá!“ JS: „Ég er alls ekki hrifinn af þessari mynd. Þetta er ekki frétta- ljósmynd, þetta læknisfræðileg- og vísindaleg ljósmyndun.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.