Dagur - 08.10.1997, Side 5

Dagur - 08.10.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGVR B.OKTÓBER 1997 - 21 Smástelpur heillast af Láka enda les hann þeim hallir og hávaxna menn úr lófa með miklum tilþrifum. myndir: brink MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Græðir á íj arlægðiimi Hart í bak eftirJökul Jakobsson verðurfrum- sýnt áfóstudaginn hjá Leikfélagi Akureyrar. Hinn ótrúlegi vilji til að halda haus hjá breyskum mönnum er sem endranærífyrir- rúmi hjá Jökli og leik- ritið græðir liklega á fjarlægðinni sem nú er komin á samfélag þess. Leikmyndin var að taka á sig endanlega mynd þegar Dagur kom á rennsli í fyrrakvöld. Gam- all lúinn bátur og haganlega gerð tjörn seytlar í kring. Skakt timburhús eða hjallur, íveru- staður Aróru spákonu, Láka og starndkapteinsins sem í bytjun leikrits situr og starir blindum augum fram í sal og hnýtir netakúlur. Þetta er hinn bráð- skemmtilegi leikari Sigurður Hallmarsson sem situr og yljar sér við eldinn og veit svo ofurvel hvernig er að missa skip. Aróra spákona kemur fljótlega inn í söguna, leikin af Guð- björgu Thoroddsen en Láka son hennar, sem veit að pabbi hans er einhver áhöfn, leikur Halldór Gylfason sem útskrifaðist frá Leiklistarskólanum í vor. Eg skal aldrei murrka úr mér líftóruna fyrir nokkrar krónur á mánuði kristallar lífssýn hans og hald- reipið er frændi í útlöndum sem hann reynir án afláts að komast í samband við. „Það er gaman að vinna þetta hlutverk og ég hef farið í nokkra hringi með það hvernig strákur þetta er,“ segir Halldór. „En ætli ég segi ekki að þetta sé strákur sem er í aðstöðu sem hann lang- ar ekki að vera í. Hann á sér drauma sem erfitt er að upp- fylla, haldreipið er sleipt en hann trúir á að frændinn í út- löndum geti reddað sér.“ - Gengur persónan upp i dag? „Ég kannast við svona fólk. Já það finnst mér. Allar vel skrifað- ar persónur halda fullu gildi þótt þær eldist aðeins.“ leikskáld okkar? Eyvindur Er- lendsson leikstýrir á Akureyri. „Menn hafa verið að átta sig á því að það sé kominn tími til að byija á honum aftur. Ég hef Áróra spákona [Guðbjörg Thoroddsenj tekur 10 krónur fyrir að lesa I bolla en 20 krón- ur fyrir lófalestur. Uppáferðir eru dýrari. A111 undir síldinni komið I fyrra sýndi Leikfélag Reykja- víkur Dómínó eftir Jökul Jakobs- son. Er Leikfélag Akureyrar líka að vakna til vitundar um þetta Aðalsteinn Bergdal leikur gamla kennarann hans Láka (Halldór Gylfason] og þótt ódæll væri hann sem nemandi hefur kennarinn taugar til stráksins og hjálpar honum að komast í samband við frændann I útlöndum. alltaf verið hrifinn af Jökli en hef samt ekki sett upp önnur verk eftir hann eða verið með í hans verkum. Hart í bak setti ég upp með áhugaleikfélagi Stykk- ishólms í gamla daga en síðast var verkið sett upp 1983 hjá Leikfélagi Reykjavíkur.“ - Hvemig eldist Hart t bak? „Mjög vel. Það eins gott og það var þegar það var skrifað og ég gæti vel trúað að það hafi ekki sfður endurhljóm núna. Kannski hefur Ieikritið líka grætt á fjarlægðinni sem er komin á þessa tíma, það kemur fjarlægðarbjarmi yfir þetta. Skáldskapurinn kemur kannski skýrar í ljós heldur en var þegar það lá við að hver maður þættist þekkja þessar persónur úr dag- lega lífinu." „Jökull hefur heyjað sér al- menna kunnáttu til að skrifa og það er nú það sem skiptir höfuð- máli,“ segir leikstjórinn og bætir við að hann sé ánægður með Ieikarahópinn sem hann hefur úr að spila. - Verður þú meira með LA? „Það er aldrei að vita. Það er allt undir síldinni komið eins og Norðmenn sögðu einu sinni.“ -MAR Leikfélag Akureyrar 4 TROMP Á HENDI * Hart / bak eftir Jökul Jakobsson. Frumsýning á Renniverkstæðinu föstudaginn 10. október kl. 20.30 UPPSELT 2. Sýning laugardaginn 11. október kl. 20.30 UPPSELT 3. Sýning Föstudaginn 17. október 4. Sýning Laugardaginn 18. október örfá sæti laus Leikritið sem skipaði Jökli á bekk með fremstu leiicskáldum okkar. Hnyttinn texti - hjartnæm saga. Leikarar: Sigurður Halimarsson, Guðbjörg Thoroddsen, Halldór Gylfason Marta Nordal Hákon Waage Þráinn Karlsson Aðalsreinn Bergdal Marinó Þorsteinsson Agnes Þorleifsdóttir Eva Signý Ðerger Ólafur Sveinsson Lýsing: Jóhann Bjami Pálmason Leikmynd: Hallmundur Kristinsson og Eyvindur Erlendsson Leikstj<«n: Ej-vindur Erlendsson ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Kynni auðugrar ekkju og óbrotins aiþýðumanns. Hjörtum mannanna svipár saman í Atlanta og á Akureyri. Prutmýningá Rmmverkstaxtinu 21. cies Títilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður eftir Rodgers og Hammerstein annan Ástin og tónlistin takast á við ofurvald nasismans. Hrífandi tónlist - heillandi frásögn. Fmmsýning íSamkomubtisinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Víðkunnasta saga hins vestræna heims. Frumflutningur á íslensku leiksviði. Frumsýnmg á Retmiverkshvðinu 5. apríl Lcikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Ljúfar stundir í leikhúsinu Kort.i og miðasala í fuilum gangi S.462-1400 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.