Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 8.0KTÓBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Markaðssetning á Intemetiiiu Það erekki lengurver- ið að leita að vörum frá ákveðnu landi, heldur vörunni sem slíkri, semgeturþá verið hvaðan sem er. „Internetið þekkir engin landa- mæri,“ segir Þórarinn Stefáns- son hjá Oz. „Það að vera með heimasíðu á Internetinu og kynna vörur og þjónustu þar, setur okkur, þessa smáþjóð lengst'úti í Ballarhafi, á jafnrétt- isgrundvöll gagnvart stóru þjóð- unum. Við erum allt í einu kom- in á blað og vegna þess að við erum nýjungagjörn, höfum við verið framarlega í notkun nets- ins og höfum grætt á því.“ Þórarinn telur mikilvægt að fyrirtæld sem ætla að koma sér upp heimasíðu skoði málið vel. Það þarfnist skipulagningar og þess að síðan sé uppfærð reglu- lega. Hann segir að dagblaðið New York Times setji inn fréttir og greinar jafnóðum og þær eru skrifaðar, þannig að hægt er að lesa það jafnóðum og það er unnið. Þetta líkar Þórarni vel. „Það er fátt dapurlegra en að sjá heimasíðu sem sett var upp í nóvember í fyrra og hefur ekki verið hreyfð síð- an,“ segir Þórar- inn. „Það er öll- um nákvæmlega sama um það sem gerðist í fyrra. Lykilinn er að setja á síðuna eitthvað nýtt, eitthvað grípandi og gæta þess að hún sé á stóru leitarvélunum með hámark 16 orða lýsingu, til þess að leitandinn skoði hana fremur en aðrar.“ Sklptir meginmáli Þórarinn vann áður hjá Útflutn- ingsráði og þar var sett upp heimasíða. „Við fengum 1000- 1 500 heimsóknir á mánuði, sem var meira en við fengum á heilu ári að jafnaði. Þarna voru fyrir- tæki um allan heim að leita eftir ýmsum vörum og árangurinn er ótvfræður. Við getum tekið ferðaiðnaðinn sem dæmi. Rúmlega 20% ferða- manna sem komu hingað til lands á sl. ári, fengu upp- lýsingar um Iandið á net- inu. Frægt dæmi er John F. Kennedy, hann kom hingað gagn- gert vegna þess þeir höfðu séð eitthvað um kajakasiglingar frá Stokkseyri á netinu. Fyrir okkur Islendinga getur þetta skipt meginmáli," segir Þórarinn að lokum. vs „Afhverjugetég t.d. ekki lesið Dag á morgun ídag?“ SMÁTT OG STÓRT Göngin uiulir Hvalfjörð • Það fór ekki framhjá þjóðinni að Halldór Blöndal samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið í Hvalfjarðargöngunum og ók svo fyrstur manna í gegnum göngin. Um þann atburð orti Sighvatur Björgvinsson alþingismaður vísu í dróttkvæðastíl: Göngin und Hvalljörð ganga gizka vel ok í felum stendur Halldór við standinn steini tengdan, at sprengja. Blessast mun hónum blossinn blindar þar mann ok annan. Allra svá meðr öli ætlar kverkar að verka. Bcðið iim frið • Það verður ekki sagt að friður hafi ríkt f stjórn- málunum í Hafnarfirði síðustu árin. Þar hafa kratar verið í aðal hlutverkinu ásamt þeim Jó- hanni G. Bergþórssyni og Ellert Borgari Þorvalds- syni. Nú hefur Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi krata, sett skilyrði fýrir áframhaldandi stuðningi við meirihlutann í bæjarstjórn. Hann vill auk þess hefja viðræður um samstarf við Alþýðubandalagið fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Magnús Jón Árnason er helsti foringi Alþýðubandalagsins í Firðinum. Þeir Tryggvi og Magnús Jón eru góðir kunningjar eins og myndin hér til hliðar sýnir. Hún var tekin af þeim félögum í Keflavíkur- göngu fyrir nokkrum árum. Magnús heldur á kröfuspjaldi þar sem hann krefst friðar. Höfuðverkurinn • Það er með kirkjuna og trúarlífið eins og Hafn- arfjörð; það ríkir enginn friður. Fyrir nokkrum árum var stofnaður trúarsöfnuður sem nefndur var Ungt fólk með hlutverk. Hann var mjög áber- andi til að byrja með en hefur látið fara minna fyrir sér að undanförnu. Samt eru þar uppi deilur eins og í öðr- um sönfnuðum. Nú hefur orðið þar klofningur og hópur fólks gengið út og stofnað nýjan fríkirkjusöfnuð. Gárungar segja að hann eigi að heita „Ungt fólk með hausverk." Nuddið • A haustmánuðum og yfir veturinn dynja yfir þjóðina auglýsingar um hverskonar líkamsrækt, nudd og aðra afslöppun jafnt líkamlega sem and- lega. Þeir eru til sem ferðast um landið og bjóða - heildarlausn- í málunum enda er heildarlausn tískuorð nú til dag. Aðili sem býður svona -heildarlausnir- aug- lýsti að hann yrði um helgi í þorpi út á landi. Kona á staðnum, sem var illa haldin af vöðvabólgu, pantaði tíma í -heilnuddi- Hún var látin leggjast á bekk og síðan tók -heildarlausnarinn- að vingsa höndunum fram og til baka yfir konuna. Hún hafði brátt orð á því að þetta þætti sér lélegt heilnudd. „Heilnudd," sagði - heildarlausnarinn- „þetta er ekki heilnudd, þetta er heilun." NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR „Þóeruljóðin þvHíkt rugl" Halldór Blöndal hallar höfðlnu og sumlr telja að med þvi halli á Ijóðagerð hans. Það bar svo við á liðnu sumri að þeir félagar Halldór Blöndal ráð- herra og sr. Hjálmar Jónsson al- þingismaður voru staddir saman suður í Afríku til að kynna sér þar ástand og horfur hjá suð- rænum meyjum, sem þar búa í bjálkakofum og dansa villta dansa á daginn í strápilsum. Engum sögum fer af ferðinni sem slfkri, en þess má þó vænta að þar hafi verið glatt á hjalla. Væri það líka eitthvað í sam- ræmi við mennina sjálfa, sem hér eiga hlut að máli. Svo sem allir þekkja og vita á Halldór Blöndal stundum það til að halla höfðinu þannig að menn vita varla á hvaða leið það er. Telja jafnvel að í óefni stefni. Sr. Hjálmar hefur meira að segja sjálfur verið á þeirri skoðun að slíkt hafi áhrif á kveðskap félaga síns. Og í Afríkuferðinni sællar minningar kvað hann þessa vísu, sem hér er eftir höfð og er hér með orðinn hluti af þjóðsögun- um. Andinn svífur einsog fugl, upp til hæstu fjalla. Þó eru Ijóðin þvílíkt rugl, við þrjátíu gráðu halla. Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. TILB0Ð A SMÁAUGLÝSINGUM FYRSTA BIRTING 800 KR. ENDURBIRTING 400 KR. Ofangreind verð miðast við staðgreiðslu eða VISA / EURO ISími auglýsingadeildar er 460 6100 Fax auglýsingadeildar er 462 2087

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.