Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 10
’CÍ r a > r 'i 'i « rt t \i n t «H 'i tkíni’n 3 p. f tr 26 - MIÐVIKUDAGUR 8.0KTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU ---~ Da Skiptar skoðanir en miklir kostir Gustur frá Grund með hæsta hæfiteikadóm ársins. Knapi Sigurður Matthíasson. Stóðhesturinn Gustur frá Grund hefur verið seldur til Þýskalands og söluverðið talið um sjö milljónir króna. Gustur er undan Flosa frá Brunnum og sá af sonum hans sem best hefur reynst. Fáir stóð- hestar komu fram und- an Flosa og er Kópur frá Mykjunesi trúlega sá eini sem enn er hér innan lands af 1. verðlauna hest- um undan honum. Flosi var á margan hátt sérstakur hestur hvað snerti reiðhestshæfileika. Viljinn var afspyrnu góður svo og flestar gangtegundir. A Iandsmótinu 1986 fékk FIosi 8,56 í einkunn íyrir hæfi- leika, þar af 9 fyrir skeið og vilja. Teign- in sem nú er farið að beita í einkunna- gjöf hefði gefið hon- um enn hærri eink- unn ef henni hefði verið beitt þá. Und- an honum hafa komið margir snjall- ir reiðhestar, ekki síður klárhestar en alhliðahestar. Fótaburður þeirra flestra hefur verið sérstakur á brokki og tölti. Viljinn hefur skilað sér vel. En því er ekki að leyna að sum afkvæma hans hafa verið erfið. Hátt dæmdir hestar fara úr landi Um Flosa og afkvæmi hans hafa verið skiptar skoðanir en engu að síður bjó. FIosi yfir hæfileikum sem nýta hefði mátt betur í íslenska stofninum hér heima. Því verður að telja að eftirsjá sé í því afkvæmi hans sem best hefur stað- ið sig á sýningu og var Iíklegast til að skila erfðunum frá Flosa. Þess er þó rétt að geta að Gustur skilur eftir sig allmörg afkvæmi hér á landi og væntan- lega eru í þeim hópi stóðhestsefni. Gustur er með hæstu hæfileika eink- unnina á þessu ári 8,69. Hann fékk 9,5 fyrir tölt, 10,0 fyrir brokk og 9,5 fyrir vilja. Þetta eru gríðarlega háar einkunn- ir og þó hann fengi ekki nema 6 fyrir skeið þá býr hann yfir miklu þar. Á þessu ári hafa farið úr landi mjög hátt dæmdir stóð- hestar. Má þar nefna Glað frá Hólabaki, sem er hæst dæmda kyn- bótahrossið á Is- landi þetta árið. Þá er einnig farinn úr landi Hljómur frá Brún v/Akureyri en hann stendur efst- ur í kynbótamati yngri stóðhest- anna. Það gerist nánast á hverju ári að hæst dæmdu hestarnir eru seldir til útlanda. Fjöldi fer af hátt dæmdum hryssum ár hvert svo engan þarf að undra þó samkeppn- in við önnur lönd sem rækta íslenska hestinn harðni. Þjóðverjar eru okkar helstu keppinautar á markaði í Amer- íku. Þeir sækjast nú mjög eftir hestum sem hafa góða fótlyftu og mikið fas. Þetta eru þættir sem selja vel í dag. Á þessu ári hafafarið úrlandi mjög hátt dæmdir stóðhestar. Má þarnefna Glaðfrá Hólabaki sem erhæst dæmda kynbótarhrossið á íslandi þetta árið. Að hlæja dátt léttir ekki bara skapið, heldur Iækkar það blóð- þrýstinginn og lyftir andlitsvöð- unum. Við það að hlæja dátt losnar um endorfin í líkamanum og það veldur því að manni líður vel. Þess vegna er maður svolítið léttur eftir gott hlátur- skast. Reyndu að sjá spaugilegu hliðar Iífsins, horfðu á skemmtilegar myndir, lestu fyndnar bækur og hlæðu með vinum þín- um. Kitlaðu eiginmanninn una til að fá fram hlátur. Eftir því sem þú átt fleiri vini og skemmtir þér betur, (með því er ekki átt við að fara á ball eða krá á hverju kvöldi og vaka fram á nótt) því heilbrigð- ara og lengra lífi lifir þú, eftir því sem nýjustu rannsóknir sýna. Sem sagt, notaðu hvert tækifæri til að hlæja því hláturinn lengir lífið. HVAÐ Á É G A Ð GERA___ Skólanestið óspeimandi Dóttir mín er orðin svo leið á nestinu sem hún hefur með sér í skólann, en ég veit ekki hvernig ég get gert það meira spennandi. Hún hefur venjulega með sér ostasamloku og fær ávaxtadrykk í skólan- um. Hún er í 6. bekk og margir krakk- anna virðast mega hafa með sér kökur eða kex,' en það vil ég ekki. Ertu með einhverjar hugmyndir sem eru einfaldar en þó eitthvað sem krakkar vilja? Gott nesti þarf að innihalda kolvetni, prótein og grænmeti. Einfaldasta leið- in er auðvitað að smyrja samloku, gróft brauð með salatblaði eða gúrkusneið- um og kjötáleggi, rækjusalati eða eggj- um. Hafa svo einhvern ávöxt með til að borða á eftir. Jafnvel hafrakökur eða hafrakex sem er svolítið sætt, án þess að vera dísætt, ef barninu finnst gott að enda máltíðina á einhverju sætu. Ef þú hefur aðgang að Internetinu, skaltu slá inn leitarorðin „lunch box ideas kids“ og þá færðu upp margar síður með skemmtilegum nestishug- myndum. Vigdís svarar í símarai! Ertu með ráð, parftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9-12. Símirm er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Straudgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Mysuostasúpa Þessi uppskrift er úr nýju bókinni, Osta- lyst 3, sem Osta og smjörsalan gefur út. l/l vatn 100 g sveskjur 40 g sykur 250 g mysuostur 25 g hrísmjöl 1 dl þeyttur rjómi Salt Hitið vatnið. Sjóðið sveskjurnar í u.þ.b. 5 mín. og færið þær upp. Skerið ostinn smátt og látið hann bráðna í heitum vökvanum. Jafnið súpuna með hrísmjöl- inu og látið hana sjóða í 10 mín. Sykrið. Smakkið til með saltinu, ekki víst að þörf sé á því. Þeytið rjómann og setjið hann á botninn á súpuskal og heilið súpunni yfir. Leggið sveskjurnar í. Ausið súpunni upp og setjið þeyttan rjóma á hvern disk. Berið fram með þeyttum rjóma. Ráðagóðahornið S Stundum vill gulur blær verða I á hvítum heimilistækjum. I'il ) þess að losna við það og ■1**#**! einnig af borðplötum, má nota eftirfarandi blöndu: / bolla af ldór, 14 bolla af matarsóda og 4 bolla af volgu vatni. Berið á með svampi og Iátið liggja á í 10 mín. Skolið vel. Til að ná erfiðum blettum af teflon- húðuðum pönnum og pottum, er gott að setja 2 tsk. af matarsóda ásamt / bolla af ediki og 1 bolla af vatni í pottinn og sjóða uppá. Berið salatolíu innan í pott- in áður hann er notaður. Til að hreinsa koparpotta, fyllið úða- brúsa með ediki og látið 3 tsk. af salti útí. Uðið á pottinn, látið standa dálitla stund og þurrkið af. Með því að bæta smávegis af ediki í uppvottavatnið verður leirtauið glans- andi og fínt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.