Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 4
í heimalandi sínu stjóma kmversk stjómvöld afhörku og miskunnarleysi, og þverbrjóta mannrétt- indi á þegnum sínum. Hb?rgþSrs- SKRIFAR Ógnarstjórnin telur sig greini- lega getað stjórnað vestrænum stjórnmálamönnum á svipaðan hátt, með hótunum, boðum og bönnum. Og stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa lengst af brugðist við Iíkt og hlýðnir skólastrákar. Þeir kyssa á vönd- inn. Nú hefur forsætisráðherra landsins, Davíð Oddsson, komið íslenskum stjórnvöldum úr stuttbuxunum. Hann hefur sam- þykkt að eiga fund með varafor- seta Taívan. Kínverskir ráða- menn hafa brugðist við með því að tilkynna forsætisráðherra að hann verði að taka afleiðingum gjörða sinna. Valdahlutföllin í því sjónarspili sem kaliað hefur verið „vinsamleg samskipti þjóð- anna“ ættu nú að vera öllum ljós. Ólík viðbrögð Davíðs og Halldórs Davíð Oddsson á hrós skilið íyr- ir gjörð sína. Þótt íslendingar treysti sér ekki til að viðurkenna sjáífstæði Taívan þá hljóta þeir, sem smáþjóð, að hafa samúð með baráttu íbúanna. Fundur varaforseta Taívan og forsætis- ráðherra Islands getur ekki verið annað en staðfesting þess, þótt ekki þyki heppilegt að viður- kenna það opinberlega. A sama tíma og forsætisráð- STEFÁNJÓN HAFSTEIN SKRIFAR Sigurhæðir. Varla er hægt að hugsa sér meira viðeigandi nafn á húsi Matthíasar Jocumssonar. Því húsi hefur nú verið fengið nýtt hlutverk á Akureyri: Erlingi Sigurðarsyni frá Grænavatni verið falið að blása í það lífsanda bókmenntanna. Flestar listir eiga hús, en bókmenntunum nægir einvera höfundar heima hjá sér eða í öðru skjóli. Leik- hús. Tónlistarhús. Gallerí. Bók- menntirnar þurfa bara skemmur tii að geyma bækur. En nú stendur til að Sigurhæðir verði bókmenntahús. Þar verður að- staða fyrir skáld til að skrifa og unnendur að koma að njóta. „Hvar er sá íslenski stjórnmálamaður sem þor/r að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa þvíyfir að íslendingar eigi að efla samskiptin við Taívan og ihuga alvarlega að taka upp stjórn- málasamband við þjóðina istað þess að stunda daður og dekur við fjöldamorðingjana í Peking?" herra sýnir sjálfstæði og djörf- ung, sem ætti að skapa honum virðingu meðal allra siðaðra manna, er utanríkisráðherra landsins mæddur og miður sín vegna viðbragða kínverskra stjórnvalda. Undanlátsemi, sein- læti og úrræðaleysi einkenna málflutning hans. Honum finnst staðan óþægileg. Svo óþægileg að hann hefur átt í erfiðleikum með að taka sér í munn nafn eða stöðu gestsins. Hann talar niður til hans, nefnir hann „manninn," „þennan mann“ og „einstaklinginrí'. Er Framsókn- arflokkurinn flokkur dóna eða eru leiðtogar hans einfaldlega öllum stundum seinheppnir í orðavali? Hugsjónaleysi kontórista Á sínum tíma studdu Islending- ar sjálfstæðisbaráttu Eystrsalts- ríkjanna svo eftir var tekið. Þar var barist við rússneska björn- inn. Davíð Oddsson hefur ögrað stjórnvöldum í Kína, en er þó enn full varfærinn. Hvar er sá íslenski stjómmálamaður sem þorir að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir að Islendingar eigi að efla samskiptin við Taív- an og íhuga alvarlega að taka upp stjórnmálasamband við þjóðina í stað þess að stunda daður og dekur við fjöldamorð- ingjana í Peking? Agætu lesend- ur, ég fullyrði að sá stjórnmála- maður fínnst ekki. Flesta daga hafa íslenskir stjórnmálamenn samvisku- og hugsjónaleysi kontóristans. Þeir viðurkenna vald en taka sér ekki vald. Þess vegna vinna þeir sjaldnast önnur verk en þau sem sjálfsögð þykja. Þeir vilja ekki beijast af ótta við að tapa. Þeir hafa enga trú á því að hægt sé að breyta heiminum til hins betra. Og jafnvel þótt þeir teldu það mögulegt myndu þeir senni- lega ekki nenna því. Islenskir stjórnmálamenn eru nefnilega svo Iatir. Og skelfíng hugsjóna- lausir. Samskiptin við Kína snúast um krónur og aura. Markaði sem hugsanlega munu einhvern tímann verða að raunveruleika og gætu kannski skilað gróða. Menn hafa ekki veigrað sér við því að selja samvisku sína fyrir silfurpeninga. En það er vissu- lega áleitin spurning hvort ekki sé skárra að tapa nokkrum krón- um fremur en glata ærunni. Mennmgarvaktm Erlingur lagði á það áherslu á fyrsta kvöldi að menn mættu koma þarna og leyfa sér að njóta, þyrftu ekki nauðsynlega að setja sig í stellingar og rýna. Fyrsta kvöldið Erlingur sá sjálfur um dagskrána fyrsta kvöldið. Þarna voru mættir góðborgarar á Akureyri og sátu í stássstofu skáldsins í hring eins og á miðilsfundi, undir gamalli ljósakrónu sem varpaði dauflegri birtu á vegg- fóður, kolaofn og aðra dýrð frá upphafi aldarinnar. Erlingur á smóking og fór með Ijóð. Þetta var allt einstaklega vel við hæfi. Hann byrjaði á Gretti gamla mannsins og hélt áfram um lendur ljóða sem nálgast haustið frá ýmsum hliðum. Þetta var fín dagskrá og Erlingur tengdi á miíli af mikilli Iist, og vel var valið. Sem sagt, ekkert að gera nema lygna aftur augum og njóta. Þegar bókmenntakynn- ingar haustsins heíjast legg ég til að þær verði færðar úr bóka- búðunum inn í Sigurhæðir. Ljóðsendlar? Ekki þarf að koma á óvart að verðlaunaskáldið Erlingur sé sæmilega heima í perlum bók- menntanna. En þarna flutti hann hvert ljóðið á fætur öðru af munni fram, og rabbaði á milli, hátíðlegur en óformlegur, persónulegur en af fullri virð- ingu við fjarstadda höfunda. Þetta var lítil en stórbrotin dag- skrá. Og það var þá sem ég hugsaði með mér að mikil synd og skömm væri að því að það eina sem maður gæti fengið sent heim í stofu væri veraldarvafstur í formi pizzu, nektardansmeyja eða álíka. Hvers vegna ekki ljóðadagskrá? Nóg er af fjölfróð- um sagnaþulum sem geta spunnið svona dagskrár eins og Erlingur um kvöldið. Og gætu boðið upp á fjölbreyttan matseð- il: „Ljóð um haustið", „þættir af einkennilegum mönnum", „ljóð um börn“, „þjóðlegur fróðleikur og kvæði um galdra“. Vinir gætu slegið saman í Ijóðsendil, pantað heim og hlustað á með kvöld- kaffinu. Hvers vegna ekki? Eg bíð eftirvæntingarfullur eftir því að heimsendingarþjónustan heíjist. Og þá verður svarað i pöntunarsímann: „Ljóð fyrir fólk gott kvöld. Hvað má ég bjóða?“ Og maður svarar: „Eg ætla að fá eina stóra og góða með mörgum bragðtegundum, um vorið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.