Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 2
18-FIMMTUDAGUR 9 . OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Svæðið sem fyrirhugadur byggingarreitur er í eins og það er í dag. Þegar húsið verður komið á bíiastæðið og bygging Landsbankans frá vinstri í miðja Geislagötuna þá er svæðið yfirhtaðið byggingum. Þessi ákvörðun óbreytt á eftir að angra marga i framtíðinni þegar hún hefir öll komið til framkvæmda. Ljúsmynd: Brynjólfur Er í uppsiglingu skipulagsslys? Húsið sem stendur til að byggja á bílastæðinu sunnan við Bún- aðarbankann er hugsanlega af sama toga og Morgunblaðshöll- in í Reykjavík. Höfuðverkur skipulags-yfirvalda þar ætti að vera skipulagsyfirvöldum á Akur- eyri víti til varnaðar gegn sömu mistökum hér á Akureyri. Þegar höllin var byggð við endann á Austurstræti þá voru uppi mót- mæli en pólitíska aflið á bakvið þá sem vildu byggja var of sterkt til að hægt væri að koma í veg fyrir mistökin. I dag er húsið öll- um til ama og enginn vildi þá Lilju kveðið hafa. Andvaraleysi íbúa Akureyrar Helsta vandamál bæjarfulltrúa í sambandi við skipulagsmál er andvaraleysi þeirra sem í bæn- um búa. Tæknimenn geta komið áliti sínu og skoðunum fram af því að ekki er nægjanlegur stuðningur af mótmælum bæjar- búa þegar skipulagstillögur eru auglýstar og óskað eftir athuga- semdum. Þegar tæknimenn eru einu sinni búnir að koma sér niður á eitthvað þá hafa þeir alla kosti á að koma þessum hug- myndum fram og teyma bæjar- fulltrúana til samþykkis á þeim. Þegar búið verður að byggja þetta hús þá verður ekki aftur snúið eins og er með Morgun- blaðshúsið. Þegar svo Lands- bankinn hérna í bænum verður búinn að byggja austur í miðja Geislagötuna eins og hann á rétt á og til stendur að gera á næsta ári þá verður þessi reitur allur ein hörmung. Endurskoðunar er þörf Mjög er brýnt að endurskoða þessa skipulagssamþykkt eins og hefði þurft að gera í Reykjavík á sfnum tíma. Oruggt er að margir bæjarbúar gera sér enga grein fyrir hvað stendur til þarna, það BRYNJÓLFUR BRYN- JOLFSSON SKRIFAR kemur greinilega fram þegar rætt er við fóik um þetta fyrir- hugaða hús. Of margir munu koma af fjöllum þegar hafist verður handa þarna og of margir munu verða ósáttir við þessa byggingu til þess að réttlætan- legt sé að byggja hana. Bæjar- fulltrúar mega ekki láta framhjá sér fara möguleika á endurskoð- un á þessu máli. Sú lokun sem þarna mun eiga sér stað á þessu svæði með þessari byggingu og reyndar líka viðbyggingu Lands- bankans er of mikil í bæ sem er umlukinn háum Ij'öllum og brekkum. Taka veröur tillit til þess á hvernig svæði bærinn stendur. Skipulagsyfirvöld ættu að líta til þess að leyfð voru of há hús við Hafnarstræti á sínum tfma og hvernig þau skyggja á lífið í miðbænum. Endurtekin mistök með þessari byggingu eru óþolandi fyrir fólldð sem ekki hefir á sér andvara fyrr en of seint. Viðbygging við Lands- bankann ætti ekki að vera meiri en bara fyrir lyftuhús við stiga- hús bankans að austan. Unnið er að því að fækka starfsfólki í Landsbankanum eins og öðrum stofnunum í hagræðingarskyni og því ætti Akureyrarbær líka að athuga að endurskoða bygging- arrétt Landsbankans á þessum reit. Furðugóö tilvlljun Svæðið sem hér er rætt um er furðu gott eins og það er og er það reyndar fyrir tilviljun. Svæð- ið sem gert var að mjög snyrti- legu bílastæði var lengi búið að vera mönnum til ama vegna þess að það var ófrágengið. Til þess að bæta útlit þess var geng- ið frá því og er svæðið mjög gott fyrir augað og gott að fara um það. Hugsanlega af því að tæknideildin gat ekki gert þetta öðruvísi. Svæðið er ekki bara dýrmætt sem byggingareitur heldur líka fyrir sálarheill bæjar- búa og getur lokun þess og myrkvun til viðbótar við myrkrið í göngugötunni orðið til óheppi- legra áhrifa á mannfólkið í bæn- um. Eg leyfi mér að skora á þá sem málum ráða hér í bænum að taka þetta mál upp aftur og afturkalla þessi tvö byggingar- leyfi sem ég hefi nefnt hér. Eg er sannfærður um að það fólk sem nú situr í bæjarstjórn mun á elliárunum verða mjög ánægt með þau afskipti sín af málinu. Ég efast ekki um að tæknimenn munu hafa á reiðum höndum andmæli gegn þessum hug- myndum mínum. Þannig var það Iíka í Reykjavík þegar Morg- unblaðs-höllin var byggð. Bæj- arbúum vil ég benda á að ekki er nóg að einn kall gjalli heldur þurfa þeir allir að iáta til sín heyra um málið áður en það er of seint. Síiiiinii hjá lesendaþjónustuiuii: 563 1626netfang : ritstjori@dagnr.is Sm,brít:460 6171eða 551 6276 Bréf frá Hrafnseyri Svarta ættin Síðast fjölluðum við um foreldra Jóns Sigurðssonar og sögðum frá því, að Jón Thoroddsen, skáld, var tvo vetur í skóla hjá séra Sigurði á Hrafnseyri og að Þórdís hús- freyja var í miklu uppá- haldi hjá hon- um, enda var hún, ásamt móður hans, fyrirmyndin að Þórdísi í Hlíð í Manni og konu. Þórdís Jónsdóttir var af hinni svokölluðu „Svörtu ætt“ á Vestfjörðum, en ættfræðingar telja meginein- kenni hennar vera dökk augu og hára- lit. Einnig er það sterkt einkenni í ættinni, að menn verða skyndi- lega grá- eða hvíthærðir á miðj- um aidri. Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir giftu sig í Dómkirkjunni í Reykjavík 4. september 1845. A hinni þekktu brúðkaupsmynd, sem tekin var af þeim skömmu síðar og er ein- hver elsta ljósmynd sem til er af Islendingum, sést glögglega, að Jón er dökkur á brún og brá. Skömmu síðar verður Jón skyndilega hvít- hærður og var það ekki Ingi- björgu að kenna! Hér komu til ættarein- kennin og var hár hans hvítt sem mjöll upp frá því, en gráhærður varð hann aldrei. Samtíðarmenn töldu að hann hefði líkst móður sinni um yfirbragð allt og einnig lundarfar, en engin mynd er til af henni. Skyldu ætt- areinkenni „svörtu ættarinnar“ enn vera þekkt á Vestfjörðum? Bestu kveðjur. Hallgr. Sveinsson. HALLGRÍMUR SVEINSSON SKRIFAR Skyldu ættzreinkenni „svörtu ætt- arínmr“ enn vem þekkt á Vestfjörðum? Bréf frá Akureyri Malbiksleysið er til skaminar í blaðinu í dag (02.10) er les- endabréf frá Maríu Ingvarsdótt- ur þar sem hún lýsir undrun sinni á því að gata að kirkjugarð- inum á Akureyri skuli ekki vera gerð upp og malbikuð. Eg tek heilshugar undir þetta og vil f leiðinni spyrja viðkomandi ráða- menn: Af hverju er engin götu- lýsing austan við kirkjugarðinn? Lýsingin nær aðeins frá Þórunn- arstræti og heim undir Höfðaka- pellu, en leiðin austan garðs er myrkvuð. Ég vona að úr ofan- greindum atriðum verði bætt sem allra fyrst, því eins og María segir, þá er þetta okkar fagra bæ til skammar Birgir Sveinsson. Þessír hringdu Jóga í sjónvarpi Kona hringdi og sagði að fyrir nokkrum árum hefðu verið sýndir jógaþættir í sjónvarpinu. Henni þótti þetta góðir þættir og vildi vita hvort það kæmi til greina að sýna þá aftur. Haft var samband við dag- skrárdeild sjónvarps vegna þessa. Þar fengust þau svör að slíkar sýningar væru ekki á döfinni á næstunni, en hug- myndin góð og yrði borin upp. Táknmál Til okkar hringdi kona með góða ábendingu. Hún vildi vita hvort það kæmi til greina að sýna í sjónvarpinu eitt táknmál fyrir heyrnarlausa á hverjum degi, svona smá kennslu í táknmáli. Þetta væri gott fyrir þá sem ekki eru heyrnarlausir, gæti gert þeim fært að læra að hafa sam- skipti við þá sem heyra í aukn- um mæli. Við höfðum samband við sjónvarpið, dagskrárdeild. Þar fengust þau svör að þetta hefði ekki verið rætt, en hug- myndin alveg írábær og yrði sett fram. Hávaði í útvarpi Fullorðin kona hringdi og vildi kvarta undan útvarpinu. Henni finnst alveg ófært að það sé ver- ið að leika tónlist undir töluðu máli. Það er stundum svo hátt spilað," segir hún, „að það er ómögulegt að skilja eitt einasta orð. Stór hluti hlustenda er full- orðið fólk og það bara kærir sig ekkert um svona, það á í nægum vandræðum með að heyra vel í útvarpinu, þó ekki sé verið að bæta hávaða við.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.