Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 10
C* V r r » 0 4 ',j r\ T- í'. »í i! 'i , • n i t > : r» -j • 26 - FIMMTUDAGUR 9.0KTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Thypr ---- HESTAR ---- Rétíitíminn til að meta beitarálagið Eins og menn rekur væntanlega minni til þá kom út í vor bækl- ingurinn Hrossahagar - aðferð til að meta ástand lands Þar er landið flokkað niður eftir ástandi. Tilgang- urinn með þessu riti er að kenna mönnum að meta ástand lands með tilliti til beitarálags. Þama er farið yfir helstu einkenni beitilandsins bæði í máli og myndum og landið metið miðað við árstíma. Þannig eru settar fram Ieið- beiningar um mat á ástandi lands að hausti. Gerð er grein fyrir því hvernig Iand á að líta út í október með hliðsjón af því að það gefi sem besta uppskeru á næsta ári. Þar er mælt með því að tals- vert verði eftir af sinu í Iandinu því sin- an hlífir gróðri yfir veturinn. Sú undar- lega afstaða hefur skapast hjá þorra Is- lendinga að sina sé til óþurftar í hag- lendi. Trúlega hefur þetta viðhorf skap- ast vegna þess að sauðfé nýtir ekki sinugróður. Það vill helst nýgræðinginn. En sinan er einmitt ráðstöfun náttúr- unnar til að hlífa landinu yfir vetrartím- ann og þess vegna er gott að talsvert sé af henni í lok Seitartíma. Astand lands er talið gott í október ef sina er talsverð og puntur áberandi. Gróður er rjóður- bitinn og toppóttur og rofdílar hverf- andi litlir (þekja um 5%). Sé þannig skilið við landið þarf það engra sér- stakra aðgerða til að skila góðri upp- skeru. Hér er verið að tala um að gróð- urnýtingin sé ekki meiri en 40%. Fari nýtingin framúr þessu þá rýrnar upp- skeran með hverju ári nema gerðar séu sérstakar ráðstafanir með minnkun beitarálags og áburðargjöf. Taka bókina í hðnd og ganga um hagann Nú er sá tími að menn eru að draga undan hestum sínum og hross eru komin í heimahaga til haust- og vetrar- beitar. Því er nauðsynlegt að menn gaumgæfi vel ástand Iandsins og taki sér nú bæklinginn góða í hönd og gangi um hagann og æfi sig í því að meta landið. Næsta sumar geta menn svo séð hver áhrifin hafa orðið þegar landið hefur verið hæfilega beitt og væntan- lega glaðst yfir því hve gróður er fyrr að ná sér á strik og skilar meíri uppskeru. Ofbeit stafar af því eins og allir vita að of mörg hross eru á landinu miðað við ástand þess. Þá verður að fækka hross- unum eða friða landið. Hross eru víða alltof mörg og er þá verið að tala um hrossabúskap sem búgrein sem á að bera sig. En það verður líka að gera þá kröfu til þeirra sem eru með hross sér til gamans að þeir gæti þess að beitar- þörfum þessara hrossa sé sinnt án þess að ganga of nærri landinu. Sem betur fer þá hafa orðið miklar umbætur í umhirðu útigangshrossa yfir veturinn, en mjög víða er þó dregið of lengi að taka þau af landinu og setja þau á gjöf. En eins og fyrr segir þá er einmitt rétti tíminn núna til að skoða beitiland- ið rækilega og reyna að átta sig á ástandinu og skipuleggja nýtinguna með tilliti til þess. Þetta á ekki aðeins við um haustbeitina. Þetta á líka við um stóðið sem er á beit að vetrinum. m et ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i Stefánsdóttip skrifar Þeir íslendingar sem gaman hafa af því að ferðast, en eru ekki tiltak- anlega hrifnir af hótelum, geta gengið í félagasamtökin „Alþjóðleg heimilisskipti", sem starfrækt eru í 25 þjóðlöndum. Fé- lagar eru yfir 11.000 og markmiðið er að fólk geti haft heimilisskipti innbyrðis, og/eða leigt herbergi eða heimili hvert hjá öðru. Á hverju ári eru gefnar út 5 bækur með upplýsingum um heimili fé- laga, til að auðvelda fólki leitina. Þetta getur hentað vel fólki sem vill fremur búa á heimili en gististöðvum og svo hefur það þann augljósa kost í för með sér, að fólk kynnist hvprt öðru. HVAÐ Á É G A Ð GERA Hótel mamma? Synir mínir eru löngu fullorðnir og farnir að vinna fyrir sér. Annar er 28 ára og hinn 30-ára. Vandamál mitt er það að þeir búa ennþá heima og ég er að þjóna þeim, sem ég er ósátt við. Hvenær er eðli- Iegt að fólk fari að heiman? Það eru engar reglur um slíkt og kannski ekkert sem hægt er að kalla eðlilegt. Þó má segja að sé fólk búið að ljúka námi og farið að vinna, sé mál til komið að það hugsi sér til hreyfings. Það er reyndar þægilegt að búa á Hótel mömmu, en allt er best í hófi. Mér persónulega finnst rétt að fólk skoði málið þegar það er orðið rúmlega tví- tugt, kannski 25 ára í mesta lagi. Þú ættir nú að ræða þetta við strákana (mennina?) og segja þeim hreinskilnis- lega þína skoðun og sjá hvort þeir skilja ekki þína hlið. Vigdís svarar í símaim! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdis svarar í síinanu kl. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is FLÓAMARKAÐOR Vantar þeytara Hún Elsa á gamla hrærivél, Hamilton Beach. Þetta er tegund sem seld var hér í kaupfélögunum um allt land lýrir svona 30 árum, segir Elsa og vonandi er svona vél til einhversstaðar í geymslu. En þannig er mál með vexti, að þó hrærivélin sjálf sé í góðu lagi, þá er þeytarinn ónýtur í vélinni hennar. Hún vill því vita hvort einhver lesandi á þeytara í svona hrærivél. Síminn hjá Elsu er 462 1465. Ráðagóða homið Kona hringdi og var í vand- ræðum vegna þess að bláir strigaskór sem hún á, lita frá sér. Besta ráðið til að Iosna við þennan lausa lit er að þvo skóna. Ef hægt er að komast í bleikiefni þá er það enn betra. Veik klórblanda getur Iíka gengið, en hætt er við því að skórnir verði flekkótt- ir. Gott er að nota smávegis af mýking- arefni í skolvatnið til að striginn verði ekki harður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.