Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR 9.OKTÓBER 1997 UMBÚÐALAUST L Reykjavíkurlistinn verðurað koma með gott útspil efhann ætl- arað slá þessu við! RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR SKRIFAR ...færi ég í prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum. Eg gæfi kost á mér í sjöunda sætið. Þetta yrði auðvitað fléttulisti, kona - karl, ungur - gamall, reyndur - óreyndur, frægur - óþekktur. Vil sterkan lista Eg vil sterkan lista og lýsi því yfir stuðningi við Ingu Jónu í fyrsta sætið enda er hún miklu meira hörkutól en nokkur annar sem býður sig fram, kann tökin á pólitíkinni og vílar ekkert fyrir sér. Arni Sigfússon yrði í öðru, mér finnst hann svo geðþekkur og hugnast vel skoðanir hans á stjórnun fyrirtækja, hann vegur upp hörkuna í Ingu Jónu. Ágústa Johnson yrði í því þriðja. Mér finnast byltingarkenndar hugmyndir hennar um vatns- hana í alla skóla. Auðvitað er ekki hægt að siga blessuðum börnunum á salern- in, það er svo ólekkert að þamba vatn úr krönunum þar og svo má alltaf búast við að einhver liggi 1' leyni og möbbi vatns- þambarann. Kjartan Magnússon setti ég í fjórða, hann er svo sjarmerandi og skemmtilegur einkum þegar hann setur frjáls- hyggjuspóluna af stað. Ekki spillir fyrir hvað hann er áhuga- samur um framgang jafnréttis- mála. Unnur Arngríms færi í það fimmta og ég styddi hana í því að fá dans sem skyldunámsgrein í grunnskóla - dans og vatn fer vel saman. Villi Þ. yrði í sjötta sætinu, einn með reynslu og Sjáfstæðismenn við tainingu atkvæða i síðasta prófkjöri tii borgarstjórnarkosninga. ekki sakar að hann hefur útlitið með sér, hann er eitthvað svo traustur að sjá. Baltasar Kor- mákur yrði auðvitað í baráttu- sætinu - hann er svo frægur að hann hlýtur að vinna borgina einn og óstuddur. Úr því hann getur rekið bar og leikhús hlýtur hann að geta rekið eina höfuð- borg. SMptum góssinu Við átta skiptum auðvitað öllu góssinu milli okkar. Eg er til í hvaða nefnd sem er, Baltasar hlýtur að taka menningarmála- nefnd, það er jú hans sérsvið, Agústa heilbrigðisnefnd og skólanefnd. Ji, þetta er svo spennandi. Fullt af nýju fólki, stútfullt af ferskum hugmyndum sem munu gera borgarbúum Iíf- ið léttara - án aukinnar skatt- heimtu auðvitað. Líklega leggj- um við alveg niður útsvarið, eða lækkum það að minnsta kosti um 60%. Það er alltof hátt eins og það er. Við bjóðum út slökkviliðið og Iögregluna, Ieggjum niður óarð- bær fyrirtæki eins og strætó, fé- lagsmálastofnun og Borgarleik- húsið - nema Baltasar nenni að rífa það upp og reyni að gera eitthvað almennilegt úr því. Eg hef minni áhuga á þeim sem eftir koma á listanum, þau yrðu hvort sem er bara vara borgarfulltrúar og hefðu því lítið að segja. Sætu í minna merki- Iegum nefndum og væru sjaldan í sviðsljósinu. Auðvitað væri huggulegt að fá Eyþór Arnalds til að spila á sellóið meðan við hin ræddum um afnám holræsa- gjaldsins og margur gæti eflaust nýtt sér góð ráð Onnu um útlit- ið. Þrusu listi Þetta er þrusu Iisti. Eg skil ekk- ert í því að forsætisráðherra sem nennti ekki lengur að vasast í borgarmálum - eftir að hafa gert þar marga góða hluti, við skul- um ekki gleyma því - skuli vera að skipta sér af uppröðuninni. Það hefur jú alltaf verið styrkur Sjálfstæðisflokksins að hinn al- menni flokksmaður velur sinn lista - þannig hefur Iýðræðið verið tryggt. Beykjavíkurlistinn verður að koma með gott útspil ef hann ætlar að slá þessu við! Það er aðeins einn galli á gjöf Njarðar, ég bý ekki í Reykjavík og get ekki tekið þátt í þessu æv- intýri. Mcmiin^arvaktiii Sælulirollur nautnaseggs Hvernig útskýrir maður fyrir þeim sem ekki hafa bragðskyn að eitthvert bragð sé unaðslegt? Sennilega er það ekki hægt og auðvelt að draga þá ályktun að slíkt hafi engan tilgang. Sama gildir líklega um það þegar mað- ur reynir að sannfæra einhvern sem hefur ólx'kan matarsmekk um að eitthvað sé mikið sæl- gæti. Svo er aftur hópurinn sem aldrei hefur smakkað eitthvað og maður reynir að koma þeim á bragðið. Þeir fúlsa við kræsing- unum í fyrstu og maður reynir að útskýra fyrir þeim að það taki tíma að njóta matarins til fulls. Maður segir þá gjarnan sögur af því þegar maður smakkaði til- tekinn mat í fyrsta skiptið og fannst hann ekkert sérstakur. Nú fái maður hins vegar ekkert betra. Það sama gildir um listnautn- ina og aðrar nautnir að til eru þeir sem engan hæfileika hafa til að njóta. Maður situr líka oft undir því frá slíku fólki að mað- ur sé snobbaður og er sá dómur felldur af þeirri skilgningsvana forsendu að maður geti ekki haft nautn og ánægju af einhverju listaverki. ÞrosM og viska Maður er líka löngu hættur að kippa sér upp við þetta og reynir ekki einu sinni að svara í sömu mynt, með því að saka viðkom- andi unx lágkúru og smekkleysi þegar maður kemst að þeirra eigin smekk. Svona er maður nú orðinn vitur og þroskaður. Það ólgar samt enn í manni sú göfuga löngun að opna dyrnar að heimi sem er fullur af spenn- andi sýn á tilveruna og upp- spretta sælukenndrar tengingar við dýpri merkingu tilvistarinnar. Hvernig getur maður komið list- rænum daufdumbum í samband við þessi augnablik þar sem upp- hafin sæluhrollur hríslast um mann. Maður man slík augna- blik ævilangt og þau bæta fyrir öll þau þrúgandi Ieiðindi sem maður hefur þurft að þola á leiðinlegum leiksýningum, tón- Ieikum og kvikmyndum og við Iestur vondra bóka. Trúbortar á torgum Ég get nefnt svona augnablik sem margir þeld<ja. I Neskirkju 1983 þar sem Arni Kristjánsson og Erling Blöndal Bengtson fluttu sónötur Beethovens fyrir selló og píanó. Sýning leikhóps Tadeusar Kantor á Listahátíð, sýning Magnúsar Pálssonar í Nýlistasafninu. Þegar ég las Glæp og refsingu eftir Dostoyev- sky og fleira og fleira. Svo man ég líka eftir því að hafa hlegið einhver reiðinnar býsn á mynd- listarsýningu og við Iestur fagur- bókmennta, mildu hærra, inni- legar og lengur en af öllu því léttmeti sem ég hef innbyrt og haft gaman af. Til hvers er ég svo að segja frá þessu? Líklega er ég auðvitað engu betri en trúboði sem stendur á miðju torgi og predik- ar þá sælu sem trú hans færir honum í veikri von um að ein- hver snúi frá villu síns vegar. Það verður þá svo að vera. Eg hef allavega enga ástæðu til að efast um heilindi hans í trúmál- um og ekki hvarflar að mér að saka hann um snobb.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.