Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 6
22 - FIMMTUDAGUR 9-OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Leikfélag Akureyrar 4 TROMP Á HENDI * Hart S bak eftir Jökul Jakobsson. Frumsýning á Renniverkstæðinu föstudaginn 10. október kl. 20.30 UPPSELT 2. Sýning laugardaginn 11. október kl. 20.30 UPPSELT 3. Sýning Föstudaginn 17. október 4. Sýning Laugardaginn 18. október örfá sæti laus Leikritið sem skipaði Jökli á bekk með fremstu leikskáldum okkar. Hnyttinn texti - hjartnæm saga. Leikarar: Sigurður Hallmarsson, Guðbjörg Thoroddsen, Halldór Gylfason Marta Nordal Hákon Waage Þráinn Karlsson Aðalsteinn Bergdal Marinó Þorsteinsson Agnes Þorleifsdóttir Eva Signý Berger Ólafur Sveinsson Lýsing: Jóhann Bjami Pálmason Leikmynd: Hallmundur Kristinsson og Eyvindur Erlendsson Leikstjóm: Eyvindur Erlendsson ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Kynni auðugrar ekkju og óbrotins alþýðumanns. Hjörtum mannanna svipar saman í Adanta og á Akureyri. Fntmsýning á Renniierkstœðinu 21. des Titilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður eftir Rodgers og Hammerstein annan Ástin og tónlistin takast á við ofurvald nasismans. Hrífandi tónlist - heillandi frástign. Fmmsýtting íSamkomubnsinn 6. ntars Aóalhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Víðkunnasta saga hins vestræna heims. Frumflutningur á íslensku leiksviði. Fntmsýningá Remiiivrkstatðinu 5. apríl Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Ljúfar stundir í leikhúsinu Korta og miðasala í fullum gangi S.462-1400 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar Á ostadögum sem haldnirvoru íPerlunni um síðustu helgi, var Hermann Jóhannsson kjörinn ostameistari íslands 1997. Hann vann gullverðlaun fyrir Búra, með einkunnina 12.78 og í sama flokki silfurverðlaun fyrir brauðost með einkunnina 12.45. Þetta er glæsilegur ár- angur hjá KÞ, en menn þar á bæ eru ekki óvanir því að vinna til verðlauna. Hermann segist svo sem ekki hafa haft nein sérstök plön um að verða mjólkurfræðingur eða V.ostameistari þegar hann hóf vinnu hjá KÞ, þá 18 ára gamall. „Eg svona datt innjí vinnu hjá þeim, alveg án þess að hafa hug- mynd um það um hvað þetta snerist." En áhuginn kviknaði, hann gerðist nemi og fór í fram- haldi af því í Dalum Tekniske skole í Oðinsvéum, þar sem hann lærði listina að gera osta. Búrasérfræðmgai „Við förum aldrei með Búra í mat eða á sýningu án þess að hann vinni verðlaun,“ segir Her- mann, sem einnig vann verð- laun fyrir brauðost. „Mjólkursamlagið á Húsavík hefur ótal sinnum unnið til verðlauna fyrir osta, bæði innan- lands og utan. En við erum svo sem ekkert að æsa okkur yfir þessum verðlaunum, á bak við þau er mikil vinna og þróunar- starf og við gerum okkar besta,“ segir Hermann, greinilega ánægður með sitt fólk. MjólMn frábær „Við erum líka svo heppnir að við höldum fólki vel, það er ekki mikið um mannaskipti hjá okkur og að mínu viti skiptir höfuð- máli að vera með vana menn með sér. Og svo er mjólkin frá þingeysku bændunum svo góð, án þess að fá þessa góðu mjólk gætum við ekki framleitt fyrsta flokks osta,“ bætir hann við. Búrinn sem vann til verðlauna að þessu sinni var framleiddur 18. ágúst, þá kom inn lögunin sem hann var gerður úr og svo valinn úr hópi 102 osta sem gerðir voru þann daginn. „Þessi ostur er núna eins og hann er þegar hann fer frá oklv- ur. Svo eldist hann í búðunum og gengur svo bara sína leið, lífskeðjuna á enda. En hann er dæmdur eins og hann fer frá okkur, á þeim aldri, svo er það auðvitað smekksatriði á hvaða aldri fólki finnst hann bestur,“ segir Hermann. Búrinn er feitur, hann er 38%, engin megrunarfæða, en mjög bragðgóður og gott að skera hann. Hjá KÞ er f þróun nýr ostur, heimilisostur sem heitir Havarti- ostur. Hann hefur heldur minna fitumagn, eða 32% og hann var hægt að smakka á Ostadögum. Hann kemur á markað innan skamms og er strax orðinn til- hlökkunarefni, því góður er hann. En er þá Búrinn ekki uppá- haldsostur Hermanns? „Nei,“ segir hann „mér finnst Búrinn góður, en Gouda 26% er í mestu uppáhaldi hjá mér“. -vs Óskar Gurtnarsson, forstjóri Osta- og smjörsöiunnar, með Óskarsostinn góda sem framleiddur er á Húsavik. Fjöimargir gestir heimsóttu Perluna um helgina og smökkuðu á gómsætum ostaveitingum.. í Perlimni Hermann Jóhannsson, „búralegur“ með keðju og viðurkenningar sem hann vann til ásamt starfsfólki KÞ á Húsavik, á nýafstöðnum Ostadögum i Perlunni. Þar var hann kjörinn Ostameistari 1997. Úrslit ostadóma: 1. flokknr, fastir ostar. Gull: Búri. Framl. Mjólkursamlag KÞ, Húsavík, ostameistari Hermann Jóhannsson og hann fékk einkunnina 12.78. Silfur: Brauðostur. Framl. Mjólkursamlag KÞ, Húsavík, ostameistari Hermann Jóhannsson og hann fékk eínkunnina 12.45. Brons: Maribo kúmen, 26%. Framl. Mjólkursamlag KS, Sauðárkróki, ostameistari Haukur Pálsson og hann fékk einkunnina 12.267. 2. flokkur, sérostar. Gull: Mysingur. Framl. Mjólkursamlag KEA, Akureyri, ostamcistari Oddgeir Sigurjónsson og hann fékk einkunnina 12.973. Silfur: Rjómaostur með kryddblöndu. Framl. Mjólkurbú Flóamanna, ostameistari Gestur Traustason og hann fékk einkunnina 12.967. Brons: Rjómamysuostur. Framl. Mjólkur- samlag KEA, Akureyri, osta- meistari Oddgeir Sigurjónsson og hann fékk einkunnina 12.88. 3. flok1iur, mygluostar. Gull: Lúxus yrja. Framl. Mjólkursam- iagið í Búðardal, ostameistari Jóhannes Hauksson og hann fékk einkunnína 12.65. Silfur: HVítur kastali. Framl. Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, ostameistari Gestur Traustason og hann fékk einkunnina 12.46. Sérostaverðlaun fékk svo Mysingur sem Mjólkursamlag KEA Akureyri framleiðir, þar cr ostameistari Oddgeir Sigurjónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.