Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 09.10.1997, Blaðsíða 11
Tk^ur FIMMTVDAGVR 9.0KTÓBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT FjarskynjuB gæludýra Margir telja að gæludýr hafi fjarskynjunarhæfileika og viti þegar eigendurnir eru á leið heim úr vinnu eða ætla að hringja heim. Nú hefur breskur jurtalífeðlisfræðingur sýnt fram á að ósýni- legt fjarskynjunar- samband myndast oft milli gæludýra og eig- enda en flestir vís- indamenn eru á móti þessari hugmynd, eins og fram kemur í nýja tímaritinu Lif- andi Vísindi. Þeir Ósýnilegt samband millimanns og gæludýrs? telja að skynjun dýra ----------------------------- sé miklu skarpari en mannsins og það skýri það sem virðist dularfullir hæfileikar. Þjóðsagan segir hins vegar að maðurinn sé ákafur í að túlka eðlilega hluti sem yfir- náttúrulega. Samkvæmt þessu myndu ljarskynjunarhæfileikar dýranna teljast hugarburður eigandans. Athyglisvert, ekki satt! Tregða? Nei, varla. Skriffinnskan hjá hinu opinbera virðist alltaf vera söm við sig og seinagangurinn svipaður þó að ný upplýsingalög hafi verið sam- þykkt. Snemma á þessu ári fjallaði Dag- ur-Tíminn um skot- vopn lögreglunnar og heimsótti Víkinga- sveitina en fékk síðan þær upplýsingar frá dómsmálaráðuneyt- inu að ekld yrðu gefn- ar upplýsingar um skotvopnaeign lög- reglunnar. Um skot- vopnaeign þjóðarinn- ar gilti hins vegar Tregða i tíduneyti? Nei, varia... öðru máli - þeim upplýsingum þyrfti bara að safna saman. Nú rúmu hálfu ári síðar fást þær upplýs- ingar að tölurnar hafi borist ráðuneytinu en það eigi eftir að \inna úr þeim. Maður vísar á annan, maður hættir í vinnu og fer í aðra vinnu og annar maður tekur við gömlu vinnunni. Lík- legast eru þetta iíka upplýsingar sem embætti ríkislögreglustjóra mun vinna úr. Þessar upplýsingar liggja greinilega ekki á lausu og flokkast kannski sem ríldsleyndarmál, eða hvað? Það kannski skýrist um áramót - enda bendir allt til þess að það taki árið að fá þessar tölur úr ráðuneytinu. Var einhver að tala um seina- gang og tregðu hjá hinu opinbera? Aflita hárið aldrei aftur „Þetta ersvo róleg vinna, kvikmyndaleik- urinn, “ segir Ólajta Hrötin Jónsdóttir, en hún leikur adalhlut- verk í nýrri íslenskri kvikmynd „Perlurog svín“, sem verður frumsýnd í dag. Með því á hún við að hægt er að taka aftur og aftur sömu senuna og eldd þarf að gera nema smá- parta í einu, sem er ólíkt vinn- unni í Ieikhúsinu. Það er tölu- vert álag á leikstjóranum því hann þarf að hafa á hreinu hvar hver og einn er staddur og svo þurfa leikarar að geta sett sig í réttar stellingar hverju sinni. „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Eg er að vísu svo- lítið titrandi, því ég hef ekki séð þetta í heilu lagi, bara í smábút- um. Við tökum þetta heldur ekki í réttri röð, heldur svona fram og til baka, byij- um kannski á endinum og för- um svo inn í miðju, þannig að maður verður að kunna að kveikja á sér og bíða á milli." Handritið var ekki samið f einu lagi, heldur hitt- ust leikarar og höfundur fyrir um þremur árum og sköpuðu persónur. Svo settist höfundur niður og skrifaði og þau hittust aftur til spjalls og ráðagerða og höfundur skrifaði meira eftir það. Handritið var sem sagt unnið í nánu samstarfi við leikendur. Létt og skeuimtilegt „Það var mjög gaman f þess- um tökum, góður andi og við skemmtum okkur öll vel. Það var afskaplega gott og létt andrúmsloft. Ég vona að það skili sér í gegn- um myndina, ég trúi ekki öðru en að það skili sér,“ segir Ólafía. Henni er hár- liturinn ofarlega í huga „Eg þurfti að láta aflita hárið á mér til að fá það svona hvítt, það er nokkuð sem ég kem ekki til með að gera aftur, en mér þykir gaman að hafa gert það fyrir þetta hlutverk og séð hvernig ég er með svona hvítt hár,“ segir Ólafía. — VS „Þetta liejurgengið rosalega vel hjá okkur. Ég erað vísu svolítið titraiidi,því ég lief ekki séð þetta í heilu Iagi,“ segirÚlafia Hrönn um Perlurogsvín. Óiafia Hrönn Jónsdóttir leikur aðalhlutverk i myndinni Perlur og svín, en áður hefur hún ieikið i myndunum Skýjahöllin og Svo á jörðu sem á himni. - mynd: pjéwr SPJALL Þúsund liljur Nýju nöfnin mannanafnanefndar hafa verið til umræðu undanfarið og hafa ýmis nöfn vakið at- hygli. Mesta athygli vekur Lúsífer en drengur með því nafni yrði kenndur við þann vonda sjálf- an. Einnig Þórsteinn, Antonio, Werner, Sandri (af Sandra, Alexandra), Þorvar, Ástvin, Kosmo og Ká (eins og bókstafurinn). Þessum nöfnum hef- ur ýmist verið hafnað eða þau verið samþykkt. Mannsnafnið Kaprasíus hljómar líka undarlega þó að gamalt sé og hefðin sé fyrir hendi. Kven- mannsnöfnin eru mörg og fjölbreytileg eins og vera ber og má til dæmis nefna Rósinkara, Maídís, Bergrín, Jóndís, Myrra, Bjart- mey, Yrja, Veiga, Ríta, Louisa og Katinka en nafninu Cathinca hefur verið hafnað. Erlen er hins vegar fullgilt nafn enda dregið af mannsnafninu Eriendur. Islenska þjóðin hefur svo sannarlega leyft hugmyndafluginu að njóta sín eftir að lögin voru rýmkuð. Var það ekki Maó sem sagði eitthvað á þessa leið: Látið þúsund liljur blómstra? GUÐRUIM H. SIGURÐARD. Kolbrun Bergþórsdóttir Kollafer í bíó Eirni gegn eldfj alli Volcano *** Aðalhlutverk: Tonuny Lee Jones, Anne Heche. Leikstjóri: Mick Jackson. I stórslysamynd ársins gýs eld- fjall í Los Angeles og fulltrúi al- mannavarna, Tommy Lee Jones, er svotil einn til varnar. Hlut- verkið gefur þessum ágæta leik- ara ekki svigrúm til mikils ann- ars en að vera áhyggjufullur og ábúðarmikill, en hvorutveggja gerir hann með sóma. Hann er hinn karlmannlegi bjargvættur og þegar hann, umkringdur rústum og spúandi eldfjalli, seg- ir: „Ég veit eldd hvað ég á að gera,“ veit áhorfandinn betur, enda hefur Tomrny ekki fyrr sleppt setningunni en hann kemur auga á lausnina. I aðalkvenhlutverkinu, hlut- verki jarðfræðings, er Anne Heche yfirleitt á hlaupum, eins og aðrar persónur myndarinnar. Þar sem hlutverkið býður ekld upp á mikil tilþrif er illmögulegt að dæma um hæfileika leikkon- unar en hún er óneitanlega mjög snotur. Það vottar fyrir tilraun hand- ritshöfunda til að skapa persón- um séreinkenni og karakter, en það er eins og þeir hafi snemma komist að þeirri niðurstöðu að eldfjallið væri stórstjarna mynd- arinnar og við það þýddi ekki að keppa. Persónur myndarinnar verða því aldrei annað en andlit fólks sem er misjafnlega mikið hrætt. Á einstaka stað verður myndin kjánaleg líkt og þegar eldhnettir lýsa upp himininn og Anne Heche segir hugfangin: „Þessu hefðir þú ekki \iljað missa af, Rakel" - og mælir til vinkonu sinnar sem eldQalIið hafði gleypt skömmu áður! Raunveruleiki myndarinnar býr í tæknibrellunum fremur en í handritinu og þær tæknibrell- urnar eru svo magnaðar að áhorfandinn situr oft og tfðum ansi skelfdur í sæti sínu. Skemmtanagildi myndarinnar er ótvírætt og þeir sem vilja hasar og læti ættu ekki að láta hana fram hjá sér fara. Mynd sem mælt er með Júlía Roberts er í hlutverki Julianne í léttri rómantískri gamanmynd, My Best Friend’s Wedding, og ætlar sér að koma í veg fyrir brúðkaup besta vinar síns sem hún telur sig elska. Dermont Mulrone er í hlut- verki brúðgumans og skortir sjarma og hæfileika til að gera hlutverkinu viðunandi skil. Cameron Diaz er hins vegar krúttleg í hlutverki brúðarinn- ar. Rupert Everett, í hlutverki homma á myndina, leikur af þokka, íjöri og húmor á þann veg að jafnvel Júlía Robert á ekki roð við hann. Mynd fyrir rómantískar sálir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.