Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 18. OKJÓBER - 197. TÖLUBLAÐ 1997 Fótbolti í flæðarmáliim Þegar knattspyrnan hélt innreið sína á Akranes voru þar engin íþrótta- mannvirki og þá varð að bjargast við þær aðstæður sem náttúran skapaði. Langisandur- var tilvalinn til íþróttaiðkana, þar sem sjávarföllinn sléttuðu mis- fellur og blautur sandur- inn er þéttur í sér. Ekki var hægt um vik að koma yrir mörkum og línum regar fótbolti var æfður af cappi í flæðarmálinu, en spýtum var stungið í sand- inn sem afmörkuðu völl- inn og mörkin. Þeir fræknu Akurnes- ingar sem síðar urðu uppi- staðan í gullaldarliðinu byrjuðu sinn feril með æf- ingum á Langasandi. Síð- ar var íþóttaaðstaða bætt mikið og er nú með því besta sem gerist á landi hér. En samt bregða ungir Akurnesingar sér iðulega á Langasand og spila þar fótbolta af hjartans lyst, eins og feður þeirra og afar gerðu í upphafi gull- aldar. Helgi Daníelsson heldur áfram að segja frá upp- hafsárum fótboltans á Akranesi. Skúrvið Njáls- götuvarð að höfðingjasetri í Kópavogi KÓPAVOGUR ER NÚ ORÐIÐ næststærsta sveitarfélag landsins og hefur á nokkrum áratugum vaxið úr því að vera dreifbýll útkjálkahreppur í að vera það byggðarlag sem er í hvað örustum vexti, sem hvergi sér fyrir endann á hvar muni stöðvast. Með fyrstu innflytjendum í Kópavog voru hjónin Hulda Jakobsdóttir og Finnbogi Rútur Valdimarsson. Það átti fyrir þeim að liggja að verða fystu bæjarstjórar í þessu gróskumikla sveitarfélagi, Finnborgi fyrst og síðan tók Hulda við og sinntu þau störfum sínum með sóma og urðu síða bæði heiðursborgarar. Upphafði að búsetu þeirra var, að þau keyptu skúr sem stóð við Njáls- götu og fluttu í Fossvoginn. Þar studuðu þau lítilsháttar búskap til heimabrúks. Síðan var byggt við skúrinn enn og aftur og varð hann að stoltasta höfðingjasetri og er kallaður Marbakki. I Islendingaþáttum er rakin byggingasaga Marbakka, sem óhjá- kvæmilega samtvinnast vexti og viðgangi Kópavogskaupstaðar. Með- fylgjandi mynd er gerð eftir málverki sem Kópavogsbúinn Baltazar mál- aði af heiðursborgurunum Finnboga Rúti og Huldu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.