Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 3
I SÖGUR OG SAGNIR LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 - ffi Gullöldiii á Akranesi Ég endaði síðasta þátt árið 1933, með því að segja frá því að við komu Axels Andréssonar til Akra- ness, hafi færst nýtt líf í allt íþrótta- líf á staðnum. Því auk þess að þjál- fa strákana í fótbolta byrjaði að kenna stúlkunum handbolta og hélt námskeið fyrir dómara og það er athyglisvert, að 16 júní það ár ljúka 12 ungir menn dómaraprófi í knattspymu. Þá minntist ég á að gamli völlurinn sem þá var til stað- ar, var ekki talinn boðlegur lengur. Því var leitað til hreppsnefndar um nýtt vallarstæði. Hreppsnefndin brást vei við beiðni knattspymufé- laganna og þau fengu úthlutað svæði á Jaðarbökkum, en það þurfti mikillar lagfæringar við. Hinir ungu og áhugasömu menn á Akranesi á þeim tíma létu það ekki á sig fá og söfnuðu liði til að byrja framkvæmdir. Vorið 1934 byijuðu sjálfboðalið- ar að vinna við völlinn. Sú fram- kvæmd gekk sem von var nokkuð hægt fyrir sig, því á þeim árum var vinnudagur oft langur, en öll vinna við vallargerðina var unnin í frítím- um. En menn létu ekki deigan síga, því hvenær sem stund var að finna var unnið við völlinn og það var því mikil hátíðarstund þegar völlurinn var tekin í notkun við há- tíðlega athöfn 16. júní 1934. Völlurinn var að sjálfsögðu mal- arvöllur, annað þekktist ekki á þessum ámm, þótti góður og mun betri, en sá sem fyrir var. Þessi framkvæmd var byrjunin og mark- aði tímamót í uppbyggingu íþrótta- mannavirkja á Akranesi. Völlurinn, sem tekinn var í notkun árið 1935 er á sama stað og núverandi keppn- isvöllur Skagamanna er í dag. Ég mun vfkja nánar að því síðar og segja þá sögu, er hann var gerður að grasvelli og af frekari uppbygg- ingu íþróttamannvirlga á Jaðars- bökkum, þar sem nú er risin glæsi- legasta aðstaða til knattspymuiðk- unar sem til er á landinu. íþróttaráð stofnað Til að treysta enn betur allt starf og samstarf knattspymufélaganna, var íþróttaráð Akraness stofnað 31. maí árið 1934 og var Axel Andrésson kosinn fyrsti formaður þess. I lögum ISI var ákvæði um að íþróttaráð skyldi stofna á hinum ýmsu stöðum á landinu og hlut- verk þess væri að fara með yfir- stjóm íþróttamála í héraði. Stofnun íþróttaráðsins markaði þáttaskil í sögu íþróttamála á Akra- nesi, því þá fyrst komst allt íþrótta- starf í það form sem við þekkjum í dag. Meistaraflokkur ÍA 1947. Aftari röð frá vinstri: Albert Guðmundsson þjálfari, Dagbjartur Hannesson, Óli Örn Ólafsson, Einar Árnason, Ásmundur Guðmundsson, Halldór V. Sigurðsson, Ólafur Vilhjálmsson. Fremri röd frá vinstri: Jón S. Jónsson, Ársæll Jónsson, Jakob Sigurösson, Lúðvik Jónsson og Guðjón Finnbogason. Fyrstu íslandsmeistara I knattspyrnu - 2. Fl. ÍA 1946. Aftari röð frá vinstri: Ftíkarður Jónsson, Emil Pálsson, Þórður Þórðarson, Pétur Georgsson, Lúðvík Jónsson. Fremr- ið röð frá vinstri: Ársæll Jónsson, Arnór Ólafsson,Benedikt Vestmann, Dagbjartur Hannesson, Guðjón Finnbogason. Fremst er Sólmundur Jónsson markvörður. áfram þátttöku í landsmóti 1. flokks og fyrst að Ioknum sigri þar væri tfmabært að taka þátt í meist- araflokki. Einhveijir vildu að félög- in hættu að senda sameiginlegt lið, enda var mikill rigur milli félag- anna. Þeir sem vildu taka þátt í Is- landsmóti meistaraflokks höfðu að lokum betur og það varð úr að Skagamenn sendu Iið í íslandsmót- ið árið 1946, en með í mótinu voru auk þeirra, Valur, KR, Fram, Vík- ingur og Akureyringar, sem aftur voru með eftir nokkurra ára hlé. Það er skemmst frá því að segja, að Skagamenn og Akureyringar voru í neðstu sætunum með sömu stiga- þess hófst, var það vígt og tekið í notkun. Það er ekki nokkur vafi á því, að þetta framtak íþróttafólks á Akranesi, er eitt mesta framfara- spor sem tekið hefur verið í íþrótta- sögu Akraness, fyrr og síðar. Með tilkomu hússins gjörbreyttist öll aðstaða til iðkunar íþrótta, auk þess sem það skapaði mikla sam- stöðu milli knattspyrnufélaganna, sem ekki hefur rofiiað síðan. Hús- ið var strax notað jafnt af skólum bæjarins sem íþróttafélögum og var starfsemi þar samfelld frá morgni til miðnættis þau 30 ár, sem það var í notkun. - Helgi Daniflssox Fyrsta knattspymu- heimsóknin voru Skagamenn smám saman að byggja upp góða yngri flokka og höfðu á að skipa góðum 2. og 3. flokki. tölu, því bæði bæði gerðu þau jafri- tefli við Víking og jafntefli 1-1 varð í innbyrðis leik þeirra. Fyrsti íslandsmeist- aratitillinn En annað og merkilegra gerðist í knattspyrnusögu Akraness árið 1946.1 Islandsmóti 2. flokks unnu Skagamenn frækilegan sigur og færðu Akurnesingum fyrsta Is- landsmeistaratitilinn í knatt- spymu. I þessu liði voru leikmenn, sem áttu eftir að vekja á sér veru- lega athygli á næstu árum og ára- tugum og færa Skagamönnum marga glæsta sigra. Má þar nefna Ríkarð Jónsson, Þórð Þórðarson, Pétur Georgsson, Guðjón Finn- bogason, Svein Teitsson og Dag- bjart Hannesson. Með þessum sigri má segja að lagður hafi verið grunnurinn að því knattspymuveldi sem síðar varð á Akranesi og hefur haldist til dags- ins í dag. Merkir áfangar í íþróttasögu Akraness Áður en ég skil við þetta tímabil vil ég nefna tvennt, sem markar djúp spor í íþróttasögu Akraness. Hið fyrra er, að árið 1946 var Iþróttabandalag Akraness stofnað, en fyrsti formaður þess var Þorgeir Ibsen fjrrum skólastjóri í Hafnar- firði og á sama ári taka Akumesing- ar þátt í viðræðum við forráða- menn Knattspymuráðs Reykjavík- ur, fyrstir utanbæjarmanna og kappleiki og íþróttastarf, sem Ieid- di til stofnunar KSÍ árið 1947. Hitt er bygging íþróttahússins við Laugarbraut, sem var á sínum tíma stærsta íþróttahús landsins. Framkvæmdir við húsið hófust haustið 1944 og var það nær ein- göngu byggt í sjálfboðaliðsvinnu og engin laun greidd nema yfirsmiðn- um. Sex mánuðum eftir að bygging íþróttaráðið vann mjög gott starf við að sameina kraftana til nýrra átaka og fyrir atbeina þess fóm knattspyrnufélögin að ferðasat sameiginlega til annara staða til að keppa, svo og til að taka á móti knattspymuliðum frá öðrum stöð- um. Fyrsta knattspyrnuheimsóknin til Akraness er árið 1934 er 1. íþróttahúsið við Laugarbraut, sem byggt var i sjálboðavinnu 1944-1945. Unnið við knattspyrnuvöllinn á Jaðarsbökkum árið 1934. Skagamenn meðal þeirra hestu Að loknu íslandsmótinu 1945 kom upp sú hugmynd að taka þátt í Islandsmóti meistaraflokks á næsta ári. Um það urðu menn ekki á eitt sáttir. Nokkrir vildu halda flokkur Hauka í Hafnarfirði kemur til að keppa við sameiginlegt Iið KA og Kára. Leiknum lauk með 5-2 sigri heimamanna. Það er síðan á árinu 1935, sem Skagamenn fara í sína fyrstu keppnisferð til Reykjavíkur og var það í boði Víkings, og er ástæða þess sú að Axel Andrésson sem var þjálfari þeirra var fyirum formaður Víkings. Ekki fóru Skagamenn sig- urför í sinni fyrstu keppnisferð því þeir töpuðu 1 -6 í 1. flokki og 0-9 í 3. flokki. Víkingar endurguldu heimsóknina árið eftir. A næstu árum var æfingum haldið áfram og keppt við knatt- spymulið frá Reykjavík og öðrum bæjum, bæði heima og að heiman. Það gekk á ýmsu í þessum leikjum og ekki unnust margir sigrar. Skagamenn voru þó á þeim buxun- um að Ieggja árar í bát þótt illa gengi, heldur héldu ótrauðir áfram að bjóða til leikja á Akranesi og heimsækja önnur félög. Knatt- spymusaga næstu ára verður ekki rakin hér. Þrátt fyrir að KA og Kára væru í nánu samstarfi, þegar keppt var við Iið frá öðrum bæjum, var mikil og hörð keppni milli félaganna og mikil rígur, stundum meiri en góðu hófi gegndi. Þátttaka í landsmóti Árið 1943 fóru menn að hugsa um að taka þátt í íslandsmóti 1. flokks og varð það úr að sent var sameiginlegt lið í mótið. Skaga- Þeir fyrstu sem tóku dómaraprófí knattspyrnu á Akranesi 16. Júní 1933 ásamt Axel Andréssyni kennara og þjálfara. menn léku tvo leiki í mótinu og töpuðu þeim báðum. Þótti mönn- um ljóst að enn vantaði töluvert uppá til að liðið gæti eitthvað stað- ið í Reykjavíkurliðunum. Það var því ekkert um annað að ræða en að herða sóknina og æfa meira og gera enn betur á næsta Islands- móti. Aftur vom Skagamenn með í 1. flokki árið 1944 og þá náðist sá árangur að þeim tókst að vinna Víking 2-0. Áftur vom Skagamenn með árið 1945, en þeir sóttu ekki gull í greipar andstæðinganna frek- ar en fyrri daginn. Þótt ekki hafi gengið vel í ís- landsmóti 1. flokks á þessum ámm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.