Dagur - 18.10.1997, Page 7

Dagur - 18.10.1997, Page 7
 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 - VII MINNINGARGREINAR „Húmar að kveldi hljóðnar dagsins ys." Þegar mér barst sú frétt að kveldi 1. okt. sl. að hún „Ella hans pabba", eins og við hálfsystur nefndum hana ætíð okkar á milli, væri farin og ekki Iengur hér á jörð, þá hljóðnaði og húmaði í hug mér og hjarta nokkra stund. Eg kynntist Ellu fyrir u.þ.b. 36 árum, þegar hún Ella frá Hraun- koti og hann Kalli frá Húsabakka, sem er fósturfaðir minn og hefur gengið mér í föðurstað og ég ætíð nefnt „pabba“, slógu saman reit- um sínum og hófu búskap á Húsavík. Þau komu með ungling- ana sína með sér í búskapinn, Ella hann Ingólf og pabbi hana Oddu. Fljótlega eignuðust þau svo sína litlu Ingibjörgu Maríu svo heimilið var stórt í byijun og Elín Þórólfsdóttir ég var sannarlega talin ein af íjöl- skyldunni og Ella tók ætíð sveita- konunni mér opnum örmum hvort sem ég kom ein eða með bónda og börn meðferðis. En við vorum ekki einu gestirnir þar á bæ. Þar var harla gestkvæmt, frændgarðurinn stór og vinirnir úr sveitinni margir og man ég oft stundir í hópi margra og góðra gesta við matar- eða kaffiborð EIlu. Það er ekki kúnst að setja nóg af diskum og bollum á borð en það er meiri kúnst að hafa mat til að setja á þá alla og metta fjöl- da manns. Oft datt mér í hug að hún hlyti að eiga einhveija Hók- us-Pókus aðferð í pokahorninu til að bregða fyrir sig, þegar margir komu óviðbúið. Ella var einstök húsmóðir, hag- sýn með afbrigðum, lagin og vel virk, gat gert svo mikið úr litlu, hvort það var matargerð, pijóna- eða saumaskapur, að stundum stóð maður dolfallinnn og hugs- aði: „Hvemig er þetta hægtr1" Það var sama hvert augað leit, alls staðar blasti við röð og regla, natni lögð í allt og engin fljóta- skrift á neinu, nógur tfmi fyrir allt, ekki bara til að vinna verkin, heldur líka til að sinna gestum, spjalla af glettni og léttleika og hjartahlýju. Þau pabbi reistu sér fljótlega stórt og fallegt hús við Fossvelli á Húsavík, þar sem þau bjuggu Iengst af. Ella lét ekki sitt eftir liggja við að koma upp heim- ili þar og gera það þannig að öll- um, heimafólld og gestum leið þar ætíð vel og fundu sig vel- komna hvort sem um stuttan eða langan tíma var að ræða. Sjálfsagt var að rétta hendi og skjóta skjóls- húsi yfir gest ef með þurfti, viku- tíma eða meir. Mig langaði stund- um að spyrja Ellu hvort hún væri á sér samning um að hennar sól- arhringur væri lengri en annarra, slfku kom hún í verk fannst mér að með ólíkindum var. Þó var hún alls ekki heilsu- hraust, en um það talaði hún aldrei, í mesta lagi að hún væri með gigtarsting, ef maður spurði. Við eigum líklega flest þá ósk okk- ur sjálfum og öðrum til handa að lifa vel og lengi og trúlega er Iífið aldrei of langt ef heilsa er fyrir hendi. En við hljótum líka að óska þeim sem þjást friðar, að þrautum linni og verði aflétt. Fyrir mörgum árum kenndi Ella þess sjúkdóms fyrst sem nú sigraði að lokum. Hún barðist þá og bar hærri hlut og hún barðist nú „en eigi má sköpum renna." Megi guðs kær- leikur umvefja hana. Hún Iifði vel, sönn og sterk alla ævi og þan- nig trúi ég að hún hafi lagt upp í ferðina til fyrirheitna landsins. - Lands Ijóss og friðar. - Að leiðar- lokum þakka ég fyrir allt, sem hún gaf mér og mínum, sérstak- Iega þó hve góð hún var pabba ætfð. Hann Iifir hana nú, háaldr- aður. Eg bið guð að gefa þeim pabba, Ingibjörgu og Ingólfi og fjölskyldum þeirra, styrk og kær- leik á erfiðum tímum. Guð geymi ykkur nú og ætíð. Ragnhild Hansen Haukur Hreggviðsson Haukur Hreggviðsson fæddist á Vopnafirði 9. maí 1948. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi fimmtudaginn 2. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hreggvið- ur Ágústsson, f. 16. maí 1916, d. 31. janúar 1951, og Guðrún B. Emilsdóttir, f. 23. október 1928, stjúpfaðir hans er Sigur- jón Friðriksson, f. 29. ágúst 1928, bóndi í Ytri-Hlíð, en þau Guðrún gengu í hjónaband 2. mars 1952 og ólst Haukur upp hjá þeim. Eftirlifandi systkini Hauks eru börn Guðrúnar og Sigur- jóns: Friðrik, Emil, Hörður, Þórný og Erla. Einnig synir Hreggviðs: Agúst, Hólmgeir og Þorsteinn. Haukur var tvíkvæntur, fýrri kona hans var Stefanía Þor- grímsdóttir, skilin 1990. Þeirra börn eru: Asa, gift Halldóri A. Guðmundssyni, Sigurjón Starri, sambýliskona hans er Elísabet Lind Richter, Guðrún og Hreggviður Vopni. Barna- barn Hauks, óskírð Hreggviðs- dóttir, f. 15. maí 1997. Eftirlifandi eiginkona Hauks er Cathy Ann Josephson, þau gengu í hjónaband 12. ágúst 1995 og bjuggu í Ytri-Hlíð. Haukur lauk námi í vélvirkj- un frá Iðnskóla Suðurnesja árið 1975 og starfaði við þá iðn. Útför Hauks fór ffarn laugar- daginn 11. október síðastlið- inn. Pabbi minn. I dag mun ég fylgja þér áleiðis í þína hinstu ferð og langar því að skrifa þér þessar línur. Nú er að baki erfiður tími veik- inda þinna og þjáninga og eftir sitjum við og veltum fyrir okkur tilgangi lífsins. Af hverju þú fékkst ekki lengri tíma hér í þessu lífi? Eða er ef til vill ekkert fengið með því? Ber lífið kannski tilganginn í sjálfu sér, án tillits til tíma eða árafjölda? Eg hef, pabbi minn, alltaf frá því að ég var lítil verið svo hrædd við dauðann; að hann væri svo hræðilegur og ekkert verra gæti gerst en að einhver mér kær eða þá ég sjálf, dæi. Nú hefur þú sýnt mér og kennt að dauðinn er ekki slæm- ur, að hann er hluti af lífinu. Eg hef upplifað hringrás lífsins sem hefst er við fæðumst í þennan heim. Það finnst okkur eðlilegt. Nú skil ég að dauðinn er hinn hlutinn og að hann er líka eðli- Iegur. Hins vegar er sárt að þú sért farinn. Ýmsar minningar leita á hugann og sú sem er mér kærust er minningin um litlu stelpuna sem læddist á dimmum nóttum upp í til pabba og sofnaði í hlýj- unni og örygginu sem að faðmur hans veitti. Þetta gafst þú mér. Að lokum kveð ég þig með þessum orðum: I dag skein sólin inn um glugg- ann, sendi hlýjan geisla, birtu á andlit þitt og ég sá það í nýju ljósi, sólarljósi. Þín dóttir Ása „Mikill er sá maður, sem ekki glatar bamshjarta st'nu" Mensíus Okkur hjónin langar að kveðja kæran frænda og vin, með þessum orðum, sem okkur þótti fara vel við Hauk. Minningarnar fljúga og maður kímir við tilhugsunina um sögurnar sem streymdu látlaust af vörum þessa stóra, kraftmikla, svipþunga manni, ekki sjaldan við matarborð þar sem bráð hans var komin á diskana. Hláturinn og glampi í auga hans, sem sá meira en mann gat grunað. Hann Hauk- ur vissi ekkert hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór, hugur- inn flaug hátt og víða, ósjaldan heim á Vopnafjörð, þar sem rætur djúpar toguðu hann til sín aftur og aftur og nú er haukur kominn heim. Við sendum kveðjur okkar til ættingja Hauks og allra er hann syrgja, megi hann í friði fara. Emmi og Silla Valborg Hjálmarsdóttir Valborg Hjálmarsdóttir var fædd 1. maí 1907 á Breið í Lýt- ingsstaðahreppi og lést á Sjúkra- húsi Sauðárkróks þann 27. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rósa Björnsdóttir fædd 3. apríl 1971, dáin 24. september 1955 og Hjálmar Sig- urður Pétursson, fæddur 12. september 1866, dáinn 30. des- ember 1907. Valborg var yngst níu systkina sem öll eru látin nema Björn. Þau eru í aldursröð: 1) Efemía Kristín, 2) Petrea, 3) Pétur, 4) María, 5) Elísabet, 6) Steingrímur, 7) Björn og 8) Sól- borg. Þann 17. júní 1928 giftist hún Guðjóni Jónssyni, fæddur 27. janúar 1902, dáinn 30. júlí 1972, bónda og oddvita á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi. Hann var sonur hjónanna Sigríð- ar Sigurðardóttur og Jóns Ein- arssonar. Fósturforeldrar Guð- jóns voru Guðrún Þorleifsdóttir og Sveinn Stefánsson. Valborg og Guðjón eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi. Þau eru í aldursröð: 1) Val- geir, f. 17. janúar 1929, d. 21. desember 1981, 2) Auður, f. 6. júlí 1930, 3) Garðar Víðir, f. 23. ágúst 1932, 4) Guðsteinn Vignir, f. 5. maí 1940, 5) Hjálmar Sigur- jón, f. 15. mars 1943 og 6) Stef- án Sigurður, f. 17. mars 1952. Útför hennar fór fram frá Sauð- árkrókskirkju þann 11. október síðastliðinn. Með fáeinum línum langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar, Valborgar Hjálm- arsdóttur frá Tunguhálsi í Lýt- ingsstaðarhreppi. A kveðjustund leitar hugurinn til baka þegar ég sit og hugsa og allar góðu minn- ingarnar koma upp í hugann. Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég hugsa um hversu vel þú reyndist öllum, bæði mönnum og dýrum. Eg var aðeins nokk- urra ára þegar ég var send í sveit- ina til þín er afi kom í kaupstaða- ferð til Akureyrar og ég fór með honum til baka og sumrin á Tunguhálsi urðu fleiri og fleiri og ég hlakkaði alltaf jafn mikið til að koma til þín. Amma mín, ég man alltaf hvað þér þótti vænt um dýrin þín öll, kýrnar, hestana Blesa, Rauð, Litla Rauð og Grána og svo hundana og hæn- urnar. Þetta voru allt eins og góðir vinir þínir og ef farga þurfti einhveijum skepnum baðst þú þeim Guðs blessunar. I eldhús- inu dvaldir þú oftast við matar- gerð og bakstur og í búrinu var alltaf tunna með slátri sem gott var að komast í og fá sér mysu þegar heitt var í veðri og við vor- um úti á túni að hamast í hey- skapnum. A sumrin var gesta- gangur mikill á Tunguhálsi og þú tókst á móti öllum af rausnar- skap og hlýju og lagðir þig fram um að allt það besta væri borið fram. A hauítin þegar göngur nálguðust varst þú í nokkra daga að útbúa nesti handa gangna- mönnunum, baka og sjóða og allt var sett í töskur sem settar voru á hestbak og smalahundun- um gleymdir þú ekki, þeir fengu sérstakt nesti. Amma giftist Guðjóni Jónssyni bónda og bjuggu þau rausnarbúi að Tunguhálsi og þótti þeim báð- um mjög vænt um jörðina sína því voru það þung spor er þau í sameiningu tóku þá ákvörðun að flytja á Sauðárkrók og eftirláta sonum sínum tveim jörðina en amma bar sorgir sínar í hljóði. Amma og afi voru mjög samtaka með allar sínar ætlanir og þótti mjög vænt hvoru um annað og var hann burt kallaður frá henni allt of snemma en nú hefur hún hitt hann að nýju því amma trúði því að annað líf biði okkar og við myndum hittast á öðrum slóð- um. Þegar ég hitti þig í síðasta skipti nú á haustdögum varst þú orðin mjög máttfarin og sagði mér að hún færi nú að styttast hjá þér þessi jarðvist og ég sagði þá við þig að það yrði tekið vel á móti þér er þú kæmir yfir móð- una miklu og þú hlóst og mér fannst eins og þú kviðir því ekki, þú varst tilbúin. Elsku amma, ég vil að lokum þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og allar skemmtilegu stundiranar sem við áttum saman. Eg sendi börn- um hennar og þeirra fjölskyldum inniiegar samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Valborg María Stefánsdóttir

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.