Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 8
VIII - LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 ANDLÁT Aðalsteinn Jónsson húsasmíðameistari frá Vestra-Skag- nesi í Mýrdal, lést þriðjudaginn 14. októbcr. Amljótur Baldursson varð bráðkvaddur á Gran Canary aðfaranótt miðvikudagsins 15. október. Benedikt Sigvaldason Hamrahlíð 31, lést á heimili sínu föstudaginn 10. október sl. Benóný Magnússon húsgagnasmíðameistari, Mýrargötu 28, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 9. október. Dagný Olafsdóttir frá Hnjóti, Orlygshöfn, lést mánu- daginn 29. september. Ebenezer Þ. Asgeirsson forstjóri andaðist á Landakotsspít- ala miðvikudaginn 8. október. Elín Arnadóttir Síldartjörn 12, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni laugardagsins 11. október. Friojón Sigurðsson tyrrv. skrifstofustjóri Alþingis, lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. októ- ber. Guðfínna Karen Brynjólfsdóttir Hrauntungu 4, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt miðviku- dagsins 15. október. Guðríður Halldórsdóttir Hæðargarði 35, lést á hjúkrunar- heimilinu Droplaugarstöðum laug- ardaginn 11. október síðastliðinn. Guðrún Bjömsdóttir Dalbraut 27, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 11. októ- ber. Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir Brautarholti 1, Ólafsvík, lést í Ólafsvík miðvikudaginn 8. október. Halldór Pétursson sjómaður, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 11. október. Hallvarður Kristjánsson Þingvöllum, lést í St. Fransiskus- sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þriðju- daginn 14. október. Helga Velschow-Rasmussen lést í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðjudagsins 14. október. Hermann Sigurðsson Snorrabraut 56, Reykjavík, lést að morgni mánudagsins 13. október. Ingibjörg Guðmundsdóttir Kirkjuteig 29 (áður Grundarstíg 7), andaðist á Droplaugarstöðum mánudaginn 1. október. Josep Louis Miolla andaðist í Norfolk, Bandaríkjunum, miðvikudaginn 8. október. Jón Hálfdán Þorbergsson Garðsenda 7, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardag- inn 11. október. Július Guðmundsson lögfræðingur, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. október síðastlið- inn. Katrín Júlíusdóttir Njarðargötu 29, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudags- ins 13. október. Kristján Brynjar Larsen vélstjóri, Hraunsvegi 16, Njarðvík, lést mánudaginn 29. september. Lydía Kristófersdóttir Hjarðartúni 2, Ólafsvík, lést á St. Fransiskusspítala Stykkishólmi 13. októeber. Magnea Ingvarsdóttir Snorrabraut 56, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 12. október síðastliðinn. Magnús Ingimundarson járnsmiður frá Patreksfirði, til heimilis íÆsufelli 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni fimmtudagsins 9. október. Marinó Kristinn V. Bjömsson og Bjöm Valberg Jónsson léstust af slysförum fimmtudag- inn 9. október síðastliðinn. Ólafur Bertel Pálmason frá Vestmannaeyjum, andaðist á heimili sínu, Reynimel 88, 12. október. Ólafur Diðrik Þorsteinsson Brekastíg 14, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum laugardag- inn 11. oktÓDer. Roy Ólafsson hafnsögumaður, Brekkubyggð 5, Garðabæ, lést á krabbameins- deild Landspítalans sunnudaginn 12. október. Sigrún Guðjónsdóttir frá Seyðisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisrjarðar sunnud. 12. okt. Sigurjón Ólafsson fyrrv. vitavörður á Reykjanesi lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöl- di sunnudagsins 12. október. Steinunn Guðný Magnúsdóttir Bakkastíg 1, Reykjavík, lést að- faranótt mánudagsins 13. okt. Torfhildur Sigurveig Kristjánsdóttir Víkurbraut 14a, Grindavík, lést á heimili sínu, Þingseli 5, Reykja- vík, að morgni 13. október. Þórdís Daníelsdóttir Hrannarstíg 3, lést á Droplaugar- stöðum að morgni þriðjudagsins 14. október. ÁRNAÐ HEILIA Níræð Guðmn Emksdóttir frá Sandhaugum ElRÍKUR Sigurðsson, sem var fæddur á Ingjaldsstöðum í Ein- arsstaðasókn 1871, kom 4 ára að Sandhaugum í Bárðardal. Yngst- ur 12 systkina og var faðir hans þá allur. Ólst Eiríkur upp á Sandhaugum í skjóli móður sinnar, Guðrúnar, f. 1883 í Víði- keri, Jónsdóttur Þorkelssonar, og Önnu Kristínar systur sinnar. Var aldursmunur þeirra meiri en 20 ár. Frá því segir Sigurður Ei- ríks og Guðrúnar son í merku og minnilegu forsíðuviðtali í heima er bezt, þá á rosknum aldri. Fað- ir hans hafði verið á Hólaskóla í 2 ár, en móðir hans lærði orgel- leik hjá Sigurgeiri Jónssyni á Stóruvöllum. Hafði hún næma tónheyrn og var tónlistin snar þáttur í lífi hennar alla ævi. - Sigurður var einkasonur, en 5 systur. Ein þeirra er níræð í dag, Guðrún, lengst búsett í Kaup- mannahöfn, f. á Sandhaugum hinn 18. október 1907. Eldir voru Anna húsfrú á Selfossi og einn frumbyggjanna þar, og Kristín ljósmóðir og húsfreyja á Hafralæk í Aðaldal, en yngri Sig- ríður ljósmóðir á Stokkseyri og Rebekka fyrrum húsfreyja á Kirkjubóli í Bjarnardal. Aminnst orð Sigurðar á Sand- haugum eru góð Iesning ekki síst þeim mörgu vinum Guðrúnar systur hans, sem kynntust henni í Kaupmannahöfn, en þar bjó hún í 40 ár, 1949-1989. Virtust þeir raunar miklir Islendingar í lund og hætti, sem lengst höfðu verið í Danmörku, en nokkrir þeirra fóru heim eins og hún, sumir eftir jafnvel enn Iengri ut- ansetu, t.a.m. góðvinur hennar og samstarfsmaður að félagsmál- um landanna í Höfn. Fyrr var hún kjörin heiðursfélagi Náms- manna- og íslendingafélaganna og sæmd fálkaorðunni vegna margþættra áratuga langra starfa í þágu Hafnar-íslendinga, ósér- plægni og stoðar. Og í Jónshúsi fórnaði hún löndum sínum óvenju farsælli starfsorku og varð hollvinur. - Heimför sína ákvað hún eftir að beinbrot hefti hana í félagsstörfunum. Sneri hún stafnhafinu til Akureyrar, en þar bjó hún í húsi gamals vinar frá Kaupmannahöfn og þjóð- kunnugs sýslunga síns, uns hún færði sig um set og á Dvalar- heimilið Hlíð á fyrra ári. Þar kann hún hið besta við sig, enda mannblendin og vönust fjöl- menni á langri leið. Mjög var hún og ánægð með tímabundna dvöl og þjálfun frammi á Krist- nesi. Fróð og félagslynd og kynntist brátt við fólk. Þá reynd- ist henni eins og Ijúfur og traust- ur sonur ungur maður á Akru- eyri, sem eignast hafði vináttu hennar í Höfn, þegar hann var námsmaður þar, Arni Steinar Jó- hannsson frá Dalvík, garðyrkju- stjóri á Akureyri. Guðrún Eiríksdóttir er þjóð- menningar og kirkjuvinur. Skal aðild hennar að kirkjukór ís- lenska safnaðarins í Höfn þakk- aður fyrir hönd okkar síra Jó- hanns Hlíðar og áður síra Hreins Hjartarsonar, en organistinn var trúnaðarvinur hennar og náinn félagi, Axel Arnfjörð tónlistar- kennari frá Bolungarvík. Hann lést í Höfn eftir langa starfsævi þar snemma árs 1982. A ungu árunum lagði Guðrún stund á hjúkrunarnám. Vinnuá- lagið var þungt og meiðsli í bern- sku á Sandhaugum tóku sig upp í bakveiki. Hafði hún verið starf- andi nemi á Siglufirði og ísafirði og á Vífilsstöðum, svo að nokkuð sé nefnt. Síðar dvaldi hún á Reykjalaundi og var svo vinnandi hjá frú Astu og Bjarna Asgeirs- syni á Reykjum í Mosfellssveit og hefði líklega farið með þeim til Noregs, þegar þau urðu sendi- herrahjón þar, ef ekki hefði áður borist kall, sem henni fannst skyldugt að hlýða. Björg Sigurð- ardóttir Dalmann, aldurhnigin frænka hennar, sem lengi hafði verið búsett í Kaupmannahöfn sagði, að vel yrði aðstoð þegin. Fór Guðrún þá til Hafnar og annaðist Björgu jafnframt því sem hún tók tilhendinni við sauma og annað þarflegt vert. Gerði hún það ekki endasleppt við frænku sína frekar en aðra þá, sem hún batt trúnað við, traust og vináttu. Eins og landið. Eftir öll þessi ár í Danmörku, hvarf hún heim. Norður í land. Skýringin á þ\i er fundin í viðtal- inu í Heima er bezt við Sigurð bróður hennar, þar sem hann talar um hérað þeirra, dalinn og öræfin. Guðrún Eiríksdóttir frá Sandhaugum er kynborin dóttir tslands sögu og ljóðs. Hennar heimalands mót kallaði hana til fundar, þegar hún kvaddi hér á Danagrund. Fjölskyldan, sem var henni samtíða í Húsi Jóns Sigurðsson- ar á níunda áratugnum þakkar tryggð og óskar góðs. Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum MINNINGARGREINAR Sverrir Bjömsson Sverrir BjÖRNSSON var fæddur að Spákonufelli á Skagaströnd 12. júní 1924. Hann ólst upp á Óseyri í Höfðakaupstað og stundaði venjulegt skólanám í barnaskólanum á Hólanesi á Skagaströnd. Hann lést að heimili sínu, Sólvallagötu 39, þriðjudaginn 7. október. Foreldrar hans voru hjónin Matthildur Jóhannsdóttir hús- freyja (1889-1953) og Björn Fossdal Benediktsson (1881- 1969), sjómaður, bóndi og verkamaður. Sverrir átti einn albróður, Auðun Hafstein Fossdal, f. að Vindhæli 2. febr. 1921 ; drukkn- aði í höfninni á Skagaströnd 26. febr. 1962. Hálfbróður, sam- feðra, átti Sverrir: Ara Fossdal, ljósmyndara á Akureyri( 1907- 1965). Sverrir stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1940-41, en vann að því loknu ýmis störf, var m. a. kennari á Skógarströnd tvo vetur. Frá 1952, til starfsaldursloka, 1994, var hann í þjónustu Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar, þar af mörg síðari árin yfirverk- stjóri. Sverrir kvæntist 31. desember 1957 Laufeyju Helgadóttur (f. 1928), frá Búðum í Fáskrúðs- firði. Hcintili þeirra stóð í Kópavogi til 1976, en eftir það í Reykjavík. Synir þeirra eru : 1) Matthías Helgi, bifvéla- virki, f. 9. apríl 1954, var kvænt- ur og á 3 börn. 2) Þráinn Björn, framreiðslumaður, f. 27. maí 1958, var í sambúð og á 2 börn. Síðustu æviárin var Sverrir virkur í Félagi aldraðra í Reykja- vík. Útförin fór fram frá Dóm- kirkjunni miðvikdaginn 15. október. Einum æskuvininum, einum fermingarbróðurnum, einum skólafélaganum færra. Líklega hefur enginn lýst fallvatleika lífs- ins betur í fáum orðum en skáld- ið Páll Jónsson Ardal, en hann segir í ljóði sínu : „Saga lífsins11 : Að hryggjast og gleðjast hér umfáa daga. Heilsast og kveðjast : það er lífsins saga. Fyrst man ég Sverri sem ungan dreng í barnaskólanum á Hólanesi á Skagaströnd. Þar vorum við sam- an veturinn 1934-35, og höfðum þá fyllt rúman tug æviára. Bróðir hans, Auðunn Hafsteinn, var þarna einnig við nám. I skólanum hjá honum Sigurjóni Jóhannssyni var ekki um stranga bekkjarskipan að ræða. Þar voru saman nokkrir árgangar barna, á misjöfnu þroska- og þekkingarstigi. Má geta nærri, að erfitt hafi verið að komast yfir að leiðbeina drjúgum hópi barna við slíkar aðstæður. Síðustu tvo vetur barnafræðslunnar skildu leiðir okkar Sverris, því að ég var þá við nám á Ytri- Ey á Skaga- strönd, en hann áfram á Hólanesi. Kennarinn kenndi annan mánuð- inn á Skagaströnd og hinn á Ytri- Ey, því að farskólafyrirkomulag var enn við lýði á þessum slóðum. Fyrirkomulag þetta var auðvitað ófullkomnara en síðar gerðist, þeg- ar fastir skólar urðu reglan. En al- veg var ótrúlegt, hvað börn og kennarar lögðu sig fram um að ár- angur yrði sem mestur og bestur af skólagöngunni. Úr farskólanum komum við vel læs, skrifandi og reiknandi. En lakara var, að fæst áttum við þess kost að halda áfram námi að bamaskólanum loknum. Var undirritaður þeirra á meðal. Við Sverrir fermdumst í gömlu kirkjunni á Hólanesi á Skag- strönd, sem fyrir löngu hefur ver- ið niður tekin, á hvítasunnudag 1938., sem bar upp á 5. júní. Ef ég man rétt, vorum við átta að tölu, sem fermdumst þarna : fimm piltar og þijár stúlkur. Presturinn var séra Björn O. Björnsson. Hann var bóklærður og vel gef- inn, hinn vænsti maður. Um hann hefi ég ritað þátt í bók mína „Sitt- hvað kringum presta“, sem út kom hjá Skuggsjá 1991. Litlir vexti vorum við Sverrir, þegar við fermdumst, en það gerði ekkert til. Nógur var tíminn til að vaxa og verða stór! Nokkur síðustu árin hittumst við Sverrir við og við. Mun þátt- taka okkar í félagssskap aldaðra hafa þar nokliru valdið Hann var áhugasamur um málefni eldri borgara og félagslyndur. Fyrir rúmu ári greindist illkynja meinsemd í líkama Sverris. Hann gekkst undir víðtækar lækningatil- raunir, og trúði því lengi vel, að þær kynnu að bera einhvern ár- angur, en eins og kunnugt er, fleygir lækningum og rannsóknum á krabbameini hratt fram. En sjúk- dómurinn hafði sinn gang, og vonir um bata tóku að dofna. Ég heimsótti Sverri nokkrum sinnum á meðan hann háði hina hörðu baráttu við þennan geigvænlega sjúkdóm, sem árlega leggur nokk- ur hundruð íslendinga í gröfina, marga á besta aldri, að segja má. Síðast átti ég tal við Sverri sunnudaginn 14. september s.l. Hann var vel málhress þá, þrátt fyrir veikindi sín. Sagði, að sjúk- dómurinn ynni markvisst að því, að hann hyrfi af sjónarsviðinu, eins og hann orðaði það í mín eyru. Æðruleysi hans og stilling gagnvart örlögum sínum var aðdá- unarverð. Hann lá rúmfastur síð- ustu tvær vikurnar og kaus að deyja heima. Og honum varð að þeirri ósk sinni. Hann lést fyrir hádegi þriðjudaginn 7. október. Þá var himinn næstum heiður yfir höfuðborginni. Farsælli ævi var lokið. Eftirlifandi eiginkonu, svo og sonum og öðrum vandamönnum, votta ég samúð mína við fráfall Sverris Björnssonar. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.