Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 - V FÓLK Í ÆTTUM Vandratað er imt villustig Pétur Thorsteinsson á Bíldu- dal var einn þeirra sem settu svip á sína öld, báðum megin við aldamótin. hans er enn minnst vestra, því undir forustu og fyrir dirfsku hans steig atvinnulífið inn í nýja öld fyrr en annars og sagt er að gæfa fylgi djörfum. Hann kemur fram í fjölda frá- sagna og ævisögum manna frá öldinni sem leið. Lúðvík Kristjánsson reit Bíldudalsminningu til að minn- ast Péturs, fjölskyldu hans og samstarfsmanna á velgengisár- unum á Bíldudal. Pétur var óskilgetinn, rang- feðraður, alinn upp hjá vanda- lausum og sáust Iengi vel engin deili til þess að hann yrði vinsæll og auðugur stórútgerðarmaður og þorpsfaðir. Þessar andstæður voru hrífandi og hafa alltaf vak- ið áhuga og forvitni um mann- inn. Hann fékk gott kvonfang, eignaðist margt barna og er nú margt manna frá honum komið. Asgeir Jakobsson skrifaði um Pétur, ættargrunn hans og við- skiptatengsl og heitir rit hans Bildudalskóngurinn. Þar fjallar hann nokkuð um Þorstein í Æðey er sig kallaði Th. Thor- steinsson og var faðir Péturs. Þar er þó rangt farið með atriði úr ævi Þorsteins og er það allillt þareð ætla má að Bíldudals- kóngurinn sé í margra höndum. Sýnir þetta eitt með öðru að vandfarið er með gloppóttar heimildir og skal fyrst líta á bls. 41-45. Það er þá fyrst að það er rangt að Þorsteinn væri fæddur í Tröð í Alftafirði. Fæðingarstaðurinn er Traðir í Seyðisfirði, hjáleigu- kot í túnjaðri á Eyri í Seyðisfirði þar sem afi hans var prestur þá. Þá er fæðingardagur hans held- ur ekki réttur og virðist hafa ver- ið farið Iínuvillt í kirkjubókinni. Þorsteinn er fæddur 18. júlí 1817 en næsti piltur á undan 14. sama mánaðar. Rétt mun þess til getið að Þor- steinn hafi alist upp á Kirkjubóli í Skutulsfirði, hann er ekki hjá foreldrum 1820. Hins er hér ógetið að hann er skráður á Kirkjubóli 1822, fósturbarn, sta- far þá og farinn að læra fræðin. Hann fermist þaðan 1830 og allar vangaveltur um annað eru því út í hött. Síðan má finna að 1832 fer hann að Ytri-Hjarðar- dal í Onundarfirði, kallaður skrifari. Þá var Ebeneser Thor- steinsson sýslumaður búandi í Hjarðardal og Abigael föðursyst- ir Þorsteins þjónandi hjá hon- um. Þorsteinn er svo horfinn úr Önundarfirði 1835. Óskiljanleg er tilvitnun í kirkjubók Eyrarsóknar þess efn- is að Þorsteinn komi á Tangann 1840. Þar er allt annar og yngri maður á ferð og hann kemur að Tungu, ekki á Tangann. Ártalið er 1846, ekki 1840. Best er því að þögnin geymi þessa klausu framvegis. Þá verður það að teljast þjóð- saga á bls. 78 að Þorsteinn veldi Pétri syni sínum samastað 1857 og að hann færi 3ja ára í fóstrið. Pétur er kominn að Hall- steinsnesi 1855, er þar skráður við manntal í árslok, búinn að lifa tvær jólanætur og því talinn 2ja ára að þeirrar tíðar hætti. Þá er Halla komin í verstöðv- arlífið við Djúp, er vinnukona í Vigur það ár en á Isafirði árið eftir. Hún kemur svo að Suður- eyri í Súgandafirði 1857 og elur þar son sinn, Sölva Ágústínus, f. 12. ágúst 1857. Faðir hans er skráður Sölvi Thorsteinsson á ísafirði, bróðir Þorsteins í Æðey. Sölvi yngri fermdist á ísafirði en hverfur síðan og sögn er að hann hafi drukknað ungur. Halla hefur svo farið aftur til ísafjarðar því þaðan kemur hún 1859 til að trúlofast Þorbirni í Selárdal.. Framangreind atriði eru ekki dregin hér fram til að kasta rýrð á verk Ásgeirs um Bíldudals- kónginn. Það verk hefur sína verðleika, varpar nýju Ijósi á margt, víða með skáldlegum sprettum og talning ættfræði- staðreynda er þar enginn megin- tilgangur. En þau atriði sem rangt kunna að vera tilfærð lýta ann- ars ágætt verk og ber að leiðrétta svo ekki verði til þeirra vitnað. Þetta getur sýnt þeim sem nú lifa að það er vandratað um brautir misgóðra heimilda og sveitaslúðrinu illtrúandi fyrr og nú. Læri svo hver fyrir sig. Á.S. Skrií síra Agústs Sigurðs- sonar unt syndir annarra Sagt hefur verið að óráðlegt sé að glíma við sótarann, því flekk- laus komist enginn úr slíkri viður- eign. Ég tek samt áhættuna, því ég get ekki orða bundist yfir þeim neikvæðu skrifum og níði, sem þjónandi prestur Þjóðkirkjunnar hefur látið fxá sér fara hér í blað- inu að undanförnu um Iöngu látna mæta og góða drengi. Eg Iýsi yfir furðu minni og vanþóknun á því að slík skrif skuli birt í blaði sem ber nöfnin DAGUR og TÍM- INN. Þau gömlu og góðu blöð voru undir stjórn og birtu hreint ekki allt sem þeim barst í tímans rás frá misvönduðum höfundum. En ef síra Ágúst hefur um sinn lokið skrifum um „syndir ann- arra“, þá vil ég benda honum á að taka næst fyrir söguþætti af sjálf- um sér og draga ekkert undan. Vera kynni að skrifin enduðu með orðunum „... óhreinn kem ég vei, ó vei, væg mér herra, deyð mig ei“. Eg hef borið skrif síra Ágústs undir starfsbróður hans, sem er mjög kunnugur málum, en hann segir: „Það er ekki heil brú í því sem hann er að þvæla. Það sem mig furðar mest, er að nokkur rit- stjóri með virðingu fyrir sér og sínu starfi, skuli vera fáanlegur til að birta. slíkan þvætting í blaði sínu, þar sem allar heimildir vant- >*V ,| -i'f \i JL*h‘ítÉráw/?s23SBjmM.''*41.1.1»»i " 1 Þannig var ástandid i norrænum krikjum fyrir 100 árum. Hafa prestar ennþá ekkert lært í háttvisi? ar. Og það um þjóðkunnan mann, löngu íiðinn, sem átt hefur og á enn marga stórmerka og gáfaða afkomendur, sem margir munu kannast við. Nægir þar að nefna til dæmis Helga Hálfdánarson prestaskólakennara, son hans Jón biskup og Helga Hálfdánarson yngri, hinn þjóðkunna þýðanda erlendra stórskálda. Biblíufélagið hefði mátt senda blaðinu stutta ábendingu um hvíh'kt níð hér sé um að ræða og algjör sögufölsun". Svo mörg voru þau orð. Blaðið ætti að biðja þjóðina velvirðingar á þeim mistökum, að óhróður prestsins skyldi verða birtur. Já, og ef það vill lengi lifa og heita þvf að slíkt skuli ekki endurtaka sig. ÖIl- um getur orðið á í messunni, því enginn er fullkominn - ekki einn. Hermann Þorsteinsson Minningargreinar Minningargreinar birtast aðeins í laugardagsblöðum Dags. Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélritaðar. Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með greinunum. Sendist merkt Dagur Strandgötu 31, 600 Akureyri Garðarsbraut 7, 640 Húsavík Þverholti 14, 105 Reykjavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.