Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 2
II - LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997
HÚSIN í BÆNUM
L
rD^tr
Efst til vinstri er mynd af sumarbústaðnum, sem Huida og Finnbogi Rútur hófu búskap sinn í, en síðan má sjá hvernig Mar-
bakki hefur stækkað smátt og smátt, og neðst er hann í núverandi mynd sinni.
Marbakldí
Kópavogi
IREYJA
JÓNSDÓTTIR
SKRIFAR
í SKJÓLSÆLLI GRÓÐURVIN Stendur
húsið Marbakki. Þetta hús á sér
merkilega sögu eins og reynt
verður að lýsa hér á eftir.
Þegar sagt er frá húsinu Mar-
bakka verður varla hjá því kom-
ist að grípa aðeins niður í sögu
Kópavogs, en svo nátengt er
þetta hús og þeir sem það byg-
gðu uppbyggingu þessa bæjar.
Árið 1574 sendi Friðrik II
Danakonungur bréf á Alþingi
við Öxará og skipaði svo fyrir að
framvegis skyldi Alþingi haldið í
Kópavogi en ekki á Þingvöllum.
En af ókunnum ástæðum var Al-
þingi ekki flutt til Kópavogs og
Iítið vitað um hvenig landsmenn
brugðust við skipan konungs.
Árið 1662 var viðburðaríkt í
sögunni. Það ár ól Ragnheiður
dóttir Brynjólfs biskups í Skál-
holti sveinbarn sem hún lýsti
Daða Halldórsson föður að. Sú
magnþrungna ástar- og harma-
saga fór sem eldur í sinu um
landið og er enn í dag ljóslifandi
í hugum okkar, ekki síst vegna
ódauðlegs ritverks Guðmundar
Kambans, „Skálholt". Fróðlegt
væri að vita hvað langan tíma
það tók fréttina um hina gáfuðu,
kjarkmiklu en óhamingjusömu
biskupsdóttur að berast til bæj-
anna Digranes og Kópavogar,
sem stóðu þar sem nú er þéttust
byggð Kópavogs. Sama ár bar
það einnig til tíðinda að Friðrik
III gerðist einvaldur hér á landi
en landsmenn unnu honum
erfðahylli á þingstað í Kópavogi
og undirrituðu um Ieið skuld-
indingarskjal sem stuðlaði að
einveldi hans. Margir af hinum
fremstu mönnum landsins und-
irrituðu skjalið nauðugir og var
Brynjólfur biskup Sveinsson
einn af þeim. Margir óhugnan-
legir dómar hafa verið kveðnir
upp og aftökur farið fram á þess-
um stað.
Sumarið 1841 kom Jónas
Hallgrímsson við á bænum
Kópavogi. Þá bjó þar Árni Pét-
ursson. Hann sýndi Jónasi þing-
staðinn, sem var í túninu hjá
honum. I grein sinni um þennan
atburð segir Jónas að greinilega
hafi sést dómhringur og tvær
sokknar tóftir. Þar sá hann ein-
nig nýlega og vel við haldna tóft
sem að hluta var byggð inn í
dómhringinn. I þessari heim-
sókn sinni í Kópavog sá Jónas af-
tökustaðinn, sem var rétt við
þinghúsdyrnar. Þar voru steinar
sem talið var að höggstokkurinn
hafi staðið á. Þar skammt frá
sást móta fyrir dysjum.
Upp úr 1934 þegar
heimskreppan náði til Islands
var jörðunum Kópavogi og
Digranesi, sem þá voru ríldsjarð-
ir, skipt í niður í nýbýli. Margir
höfðu hug á að vera með smá
búskap til þess að hafa ofaní sig
og sína. Mikið atvinnuleysi þjak-
aði þá sem heima áttu f þéttbýli
og sóttust reykvískar íjölskyldur
eftir landskikum til þess að
rækta kartöflur og byggja sér
framtíðarhús á og sumir hverjir
hugsuðu stórt og byggðu kofa
yfir kvikfénað. Algengt var að
bústofninn væri ein kú og nokk-
ur hænsni. Einnig var nokkuð
um að selt væri dálítið af græn-
meti og eggjum til höfuðborgar-
innar og var það notaleg viðbót
við tekjur hjá þeim sem höfðu
vinnu en lífsbjörg hinna sem at-
vinnulitlir voru.
Árið 1936 fengu ung hjón,
Hulda Jakobsdóttir og Finnbogi
Rútur Valdimarsson, dálitla
Iandspildu á sjávarbakkanum við
Fossvoginn. Þau keyptu af Jóni
Magnússyni fasteignasala, lítið
hús sem var varla meira en skúr.
Húsið litla stóð áður við Njáls-
götu og það er ólíklegt að
nokkrum hafi dottið það í hug,
sem horfði á eftir því þaðan, að
það ætti eftir að verða hluti af
einu þekktasta íbúðarhúsi Kópa-
vogs og heimili eins af banka-
stjórum Útvegsbanka Islands,
né að í því myndu eiga heima
tveir af bæjarstjórum Kópavogs.
Hulda, sem var mikið fyrir
garðrækt, sá sér leik á borði þeg-
ar hún eignaðist landið að rækta
grænmeti til heimilisnota.
I æviminningum sínum lýsir
Hulda húsinu þannig. „Þetta
voru nú ekki merkilegar vistar-
verur, eitt herbergi; það komst
rétt fyrir dívan - og ég eldaði á
prímus f einu horninu. En við
nutum þess í ríkum mæli að
vera hér öðru hveiju á sumrin;
lágum úti í guðs grænni náttúr-
unni, þegar veðrið var blítt og
sólríkt." Þessi látlausa frásögn
segir mikið um nægjusemi og þá
góðu eiginleika að kunna að
gleðjast yfir litlu.
Á hernámsdaginn 10. maí
1940 fluttu Hulda og Rútur al-
farin að Marbakka en það höfðu
þau skírt húsið, en þau höfðu
áður einungis dvalið þar á sumr-
in og sérstaklega á meðan þau
hlúðu að garðræktinni. Það fyrs-
ta sem byggt var til að stækka
húsið var stofan, en hluti af
henni er nú borðstofa, eldhúsið
er í skúrnum þó að núna sjái það
ekki nokkur lifandi maður. Þetta
eldhús er búið að gera upp sem
líkast þvf sem fyrsta innrétting
þess var, með opnum hillum á
veggjum og skápum undir eld-
húsbekknum. Gunnar Smári
Þorsteinsson smíðaði innrétt-
inguna. Núna er búið að byggja
stóra og glæsilega sólstofu sem
gengið er í úr borðstofunni, það-
an blasir við Fossvogurinn og
fjaran. Handan vogsins sést
Öskjuhlíðin þar sem Perlan
glepur augað um stund, nær er
Fossvogsgarðurinn með tignar-
legri Kapellunni. Rétt við bakk-
ann kirkjugarðsmegin er skipið
sem í áratugi hefur verið þar og
tímans tönn og sjávarselta hafa
hjálpast að við að reyna að má
það af yfirborðinu. Þetta skip
var togarinn „Ólafur Garða“ sem
slitnaði upp af legu við Hafnar-
fjörð og rak vestur á Mýrar fyrir
um hálfri öld. Ekki er vitað með
vissu hvort togarann rak frá
Mýrum og inn á Fossvog þar
sem hann strandaði, eða hvort
hann var dreginn þangað. En lít-
ið er orðið eftir af skipinu og í
flóði sést aðeins í flakið.
Fljótlega eftir að búið var að
byggja stofuna var haldið áfram
að stækka húsið og næst var
byggt herbergi fyrir börnin. Á
þessum árum var ekki vatn leitt
í húsið frekar en önnur hús í
Kópavogi, þar var líka ekkert raf-
magn. Brunnur var gerður við
húsið og notaður olíulampi til að
lýsingar.
Elín og Gunnar, tvö elstu
börnin voru fædd þegar fjöl-
skyldan fluttist að Marbakka og
um haustið fæddist Guðrún.
Fyrstu árin voru samgöngur litl-
ar og þurfti að fara út á Hafnar-
fjarðarveg til að ná strætisvagni í
bæinn, en vagn gekk á klukku-
tíma fresti. Flestir ef ekki allir
frumbyggjar í Kópavogi stund-
uðu vinnu í Reykjavík og það
hefur mikill tími farið í ferðir á
milli heimilis og vinnustaðar.
Einnig þurfti að sækja alla versl-
un til Reykjavíkur. Það gefur
auga Ieið að það hefur ekki ver-
ið dans á rósum að byrja búskap
á Marbakka frekar en á öðrum
nýbýlum í Kópavogi.
Á fyrstu árunum á Marbakka
komu Rútur og Hulda upp
gripahúsi og höfðu þar kýr, hæn-
sni og svín. Samtímis var byggð
hlaða yfir heyið. Heyja var aflað
á túninu í kringum húsin á Mar-
bakka, einnig inn í Fossvogi á
þeim slóðum sem nú er Sjúkra-
hús Reykjavíkur; og á Rútstúni.
Þar er nú sundlaug Kópavogs.
Rútur gaf bænum túnið undir
þetta mikla mannvirki.
Hlaðan stendur enn þó að
gripahúsin hafi verið rifin og all-
ur skepnubúskapur fyrir löngu
aflagður. I hlöðunni var einu
sinni geymd prentvél en Rútur
var forstöðumaður Menningar-
og fræðslusambands alþýðu,
sem hafði með höndum fjöl-
breytta bókaútgáfu og prent-
smiðju. Þetta var upphafið að
Odda sem í dag er ein stæsta
prentsmiðja landsins. Húsið á
Marbakka hélt áfram að stækka
eins og fjölskyldan. Stofan var
gerð að borðstofu og byggð önn-
ur stofa, í henni er innbyggður
stór bókaskápur og þar er lítill
arinn. I þessari stofu er ákaflega
fallegur streindur gluggi, eftir
Gerði Helgadóttur, gluggann
gáfu Oidtman-bræður Huldu.
Um 1950 var byggt myndarlega
við húsið; fjögur svefnherbergi,
stórt baðherbergi og borðstofan
stækkuð. Þá voru dæturnar Sig-
rún og Hulda fæddar.
Árið 1960 var hlaðan gerð að
íbúð, en þvottahús var gert í
kjallara hlöðunnar. I útbyggingu
við hlöðuna var fjósið, eftir að
skepnuhaldi lauk var starfrækt
þar prentsmiðja. Núna eru
þarna bifreiðageymslur. I íbúð-
inni sem eitt sinn var hey-
geymsla hafa afkomendur
Huldu og Rúts margir byrjað bú-
skap.
Finnbogi Rútur Valdimarsson
var fæddur í Fremri- Arnardal
við Skutulsfjörð í Norður-ísa-
fjarðarsýslu, sonur Elínar
Hannibalsdóttur og Valdimars
Jónssonar bónda þar. Hann
lagði stund á alþjóðarétt og nam
í París, Berlín, Róm og Genf.
Hann kom heim frá námi 1933
og gerðist ritstjóri Alþýðublaðs-
ins. Finnbogi Rútur var fyrsti
oddviti Kópavogshrepps og þeg-
ar Kópavogur fékk kaupstaðar-
réttindi var hann fyrsti bæjar-
stjóri þar. Hann átti sæti í út-
varpsráði og var í stjórn Bygg-
ingasjóðs verkamanna. Finnbogi
Rútur sat á alþingi í fjórtán ár og
var bankastjóri Utvegsbanka Is-
lands. Hann Iést 19. mars 1989.
Hulda Jakobsdóttir er fædd 21.
október 1911 á Bergstaðastræti
66, Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Jakob Bjarnason, vélstjóri,
og kona hans Guðrún Sesselja
Ármannsdóttir. Hulda varð stúd-
ent vorið 1931 frá Menntaskól-
anum í Reykjavík. Ásamt því að
sjá um stórt og gestkvæmt heim-
ili var Hulda bæjarstjóri í Kópa-
vogi um margra ára skeið og fyrs-
ta konan á landinu sem gegndi
slíkri stöðu. Það væri of langt mál
i einni blaðagrein að reyna að
telja upp allt það sem hún og
maður hennar unnu að í málefn-
um og uppbyggingu Kópavogs-
bæjar og má með sanni segja að
verk þeirra séu ómetanlegt fyrir
bæjarfélagið.
Hulda Finnbogadóttir og fjöl-
skylda hennar fluttu heim að
Marbakka fyrir tveimur árum og
búa þar ásamt Huldu Jakobs-
dóttur. Fyrir nokkru var ráðist í
að gera húsið á Marbakka upp.
Það var allt einangrað upp á nýtt
og klætt utan með garðastáli.
Gluggum var skipt út og þeir
gerðir eins og upphaflegir glugg-
ar hússins. Nýr strigi var settur
innan á veggi nema í borðstof-
unni þar voru veggir klæddir við
og negldur með koparnöglum.
Ný gólfefni voru sett, ýmist
parket eða marmaraflísar. Allt
málað og bað með flísum á
veggjum og gólfi. Jón Runólfs-
son var arkitekt að endurbygg-
ingunni og Hjörtur Kristjánsson
byggingarmeistari. Allt fínna tré-
verk innan húss eins og hillur og
annað smálegt gerði Gunnar
Smári Þorsteinsson. Húsið er
sérstaklega fallegt og notalegt að
koma þar inn.
Finnbogi Rútur og Hulda.