Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 4
T IV- LAVGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 SÖGUR OG SAGNIR Torfi Hjaltalín Stefánsson, sóknarprestur: Kirkjubyggingm á Mððruvollum 1865-1867 Þann 5. MARS 1865 brann Möðruvallakirkja. Gamla kirkjan var reist árið 1788, en 1852 var sett á hana forkirkja og tum sem var nýlunda á þeirri tíð hér á landi. Til er málverk af konu á Möðruvöllum eftir danskan mál- ara gerð um 1860 þar sem gamla kirkjan sést í baksýn og er hún glæsileg að sjá. Þessa mynd er nú að finna á söguskilti sunnan við kirkjuna og að auki mynd af íbúðarhúsunum á staðnum um svipað leyti, amtmannssetrinu og gamla bænum sem Nonni (séra Jón Sveinsson rithöfundur) fæddist í 1857. Ekld voru allir á eitt sáttir með að byggja nýja kirkju. Uppi voru hugmyndir meðal sóknarmanna um að nota „múrhúsið" eða steinhúsið öðru nafni, þ.e. gamla amtmannssetrið Friðriksgáfu sem stóð autt um þessar mundir, íyrir kirkju eftirleiðis. A almenn- um safnaðarfundi var kosin nefnd til að ákveða um framhald mála. Nefndin kom sér saman um að biðja landstjómina um að fá Friðriksgáfu fyrir kirkju eftir- leiðis. Ástæðan var gefin upp sem sú, að „sóknarmenn þurfi sem skemmstan tíma að vera kirkjulausir og komast hjá flutn- ingi á stórviðu til nýrrar kirkju" (svo Sveinn Þórarinsson). Amt- maður, Pétur Havstein, var ekki sammála þessu og tók af skarið og ákvað að láta reisa nýja kirkju. Fyrst varð að ákveða stærð og lögun hinnar nýju kirkju. Til eru þrír reikningar frá miðju sumri 1865 fýrir teikningu á kirkjunni og um efniskaup og taka þeir af öll tvímæli um það hver sé arki- tekt kirkjunnar, en almennt hef- ur verið talið að það hafi verið kirkjusmiðurinn Þorsteinn Daní- elsson. Fyrst ber að nefna kvittun fyrir móttöku fjögu rra ríksdala, dagsetta 26. júlí 1865, frá kaup- manni Jakob V. Havsteen á Akur- eyri til fjárhagsmanns kirkjunnar, sem greiðsla fyrir áætlun um efini til kirkjubyggingarinnar svo og fyrir uppdrátt að kirkjunni („For min Deeltagelse i Affattelsen af et Overslag over Bygningsmateri- alier ..., samt for min Deeltagelse i at forfærdige en Tegning af den verdende Kirke“). Reikningur frá Þorsteini Daníelssyni upp á sömu upphæð er dagsettur 4. júlí („Fyrir að gjöra áætlun um bygg- ingu og tilhögun á hinni tilvon- andi Möðruvallaldausturs- kirkju“). Ennfremur fékk Jón Chr. Stephánsson,skipasmiður á Akureyri, greidda átta ríksdali fyrir að „gjöra áætlun um bygg- ingu ..., samt að gjöra uppdrætti í tvennu lagi yfir hina fyrirhug- uðu nýju kirkju", samkvæmt kvittun hans fyrir móttöku þann 24. júlí s. á. (sjá Bilag nr. 20-22 til Kirkeregnskapet fyrir reikn- ingsárið 1864-1865). Þessi mun- ur á greiðslu verður vart túlkaður á annan hátt en þann að Jón Stefánsson hafi verið aðalhönn- uður kirkjunnar. Hann var einnig hönnuður gömlu Akureyrarkirkj- unnar ög reyndar frægur af enn öðru, eða fýrir ljósmyndir sínar. En aftur að kirkjubyggingunni. Einungis 5 mánuðum eftir kirkjubrunann, eða 4. ágúst, koma fyrstu kirkjuviðirnir til iandsins frá Danmörku. Þann 7. ágúst var, að fýrirmælum Amts- ins, ákveðið að birta skilmála við væntanlegt „niðurboð", þ.e. út- boð á smíði nýrrar kirkju. Allt verkið var síðan boðið „niður“ einum og hálfum mánuði seinna, eða þann 23. september 1865. Þar mætti aðeins einn smiður, Þorsteinn Danielsen, og var hans tilboði tekið. Nákvæmir sMtmálar Skilmálamir við endurbygging- una voru mjög ítarlegir og í alls 12 liðum. Innifalið í verkinu var umsjón með hleðslu grunnsins, allt timbur og trésmíði, niður- skurður í glugga, tjörgun og mál- un kirkjunnar, með öllu öðru sem tilheyrði byggingunni, að undan- tekinni járnsmíði og viðarflutn- ingi kirkju. Vinna við grunninn var unnin af sóknarmönnum Möðruvalla- sóknar undir umsjón Daníelsens. Vinnan fólst í því að rífa upp hinn gamla „grundvöll" og sækja grjót í fjallið þar sem grjótið í gamla grunninum nægði ekki. Var það mikið verk. Fram kemur og að sókninni var ætlað að borga helming kostnað- ar við viðarflutning á móti „stjórninni" og allan kostnað vegna lýsingar útboðsins. I skilmálum fýrir útboði kirkju- byggingarinnar kemur fram, að kirkjan skuli vera messufær fýrir júlrlok árið eftir (þ.e. 1866) og fýrir veturnætur skuli hún vera fullgjörð, bikuð og einmáluð, en verkstjóri sæta sektum ella (eitt- hvað til fyrirmyndar á þessum síðustu og verstu tímum nú?). Þetta markmið stóðst að mestu því kirkjan var vígð (orðin messu- hæf) einungis ári eftir að fyrstu viðirnir komu, eða 5. ágúst 1866 (einu ári og fimm mánuðum eft- ir brunann). Kirkjubyggunginni var þó ekki að fullu lokið fyrr en árið 1867 og er afmæli kirkjunn- ar miðað við það. Frá vígsludeginum segir bæði í dagbókum Sveins Þórarinssonar (sem varðveittar eru í Nonnahús- inu og Amtbókasafninu á Akur- eyri) og í Kirkjubókinni. í svar- bréfi Sveins til sóknarprestsins í Möðruvallaprestakalli, dagsettu 19. júlí 1866 (sjá Kirkjubókina), kemur og fram, að fyrirhugaður vígsiudagur sé 5. ágúst (kirkjan verði „messufær11 þá, segir í bréf- inu). Sveinn segir svo frá vígsl- unni í dagbók sinni fyrir daginn 5. ágúst, 10. sunnudag e. þrenn- ingarhátíð; „Ég reið með Nonna út að MöðruvöIIum, kirkjan vígð, grúi fólks úr öllum áttum.“ Af Sveini Þórarinssyni er nánar að segja. Hann hefur einkum unnið sér til frægðar að vera fað- ir Nonna, rithöfundarins fræga, sem fæddist á Möðruvöllum og sem fram kemur í dagbók Sveins að hafi verið viðstaddur vígslu kirkjunnar. Sveinn var búsettur á Möðruvöllum þegar kirkjan brann og tók að sér að bjarga og varðveita það sem eftir var af munum kirkjunnar. Það var ekki mikið, en það litla sem tókst að nýta sýnir nákvæmni hans og að- haldsemi. Að auki sá hann um allt reikningshald vegna nýbygg- ingarinnar, um útboðið og um- framkvæmdahlið verksins al- mennt. Kostnaður sókninni ofviða Upp komu viss vandamál vegna þáttar sóknarmanna í verk- inu. Þeir tóku að sér að flytja viði til byggingarinnar frá Akureyri til kirkjunnar, undir verkstjórn kirkjusmiðsins Þorsteins Daníel- sens, svo og að sækja gijót úr fjallinu. Kostnaðurinn við þetta hvorttveggja var þó svo mikill að hann varð sókninni ofviða, og þurfti kirkjan að greiða helming hans. Samkvæmt lögum frá 17. júlí 1782 var sóknum skylt að standa straum af kostnaði við kirkjugrunn sóknarkirkju sinnar. I lögunum var þó aðeins talað um „Jordvagge" og „Jordtag“, þ.e.a.s. aðeins gert ráð fyrir torf- kirkjum, en Möðruvallakirkja er timburkirkja. Sveinn taldi að lög- in næðu líka yfir timburkirkjurn- ar, þ.e. að söfnuðurinn ætti að sjá um vinnu við grunninn, en taldi aftur á mót óeðlilegt að hann bæri kostnað af flutningi viðarins til kirkjunnar. Sveinn lagði því til að kirkjan (þ.e. landsjóður fýrir tilstilli amtmanns) tæki þátt í helmingi kostnaðar við viðar- flutninginn. Þessi tillaga hefur eflaust pirrað amtmann. Þá kom og upp vandamál milli Sveins og kirkjusmiðsins vegna sparsemi Sveins annars vegar og smá- munasemi Daníelsens gamla hins vegar og virðist vera upphaf að deilum þeirra. Stuttu seinna skrifar Sveinn amtmanni bréf þar sem hann kvartar yfir Daníeisen og eitthvað virðist ráðdeildarsemi Sveins hafa farið í taugarnar bæði á amtmanni og Daníelsen. Ekkert virðist þó benda til þess að uppgjör væri í aðsigi fýrr en í bréfi Sveins til amtmanns, dag- settu 3. september 1867 eða rétt fýrir afhendingu kirkjunnar. Þar segist Sveinn sér hafa borist það til eyma að Iosa eigi sig nú þegar við fjárhald Möðruvallaklausturs- kirkju, eins og kirkjan hefur löng- um verið kölluð og reyndar köll- uð ennþá af sumum, og spyr mjög kurteislega hvort þessu sé svo varið og spyr í framhaldi af því hvort hann eigi að vera við- staddur skoðunargjörð á kirkj- unni sem fyrir hendi væri, eða ekki. Nokkrum dögum seinna eða 9. september segir Sveinn svo frá í dagbók sinni að hann og amtmaður hafi báðir verið við uppboð á Akureyri og „heilsuð- umst við ei né töluðum saman". Ófridur og mannagangiir í bréfi til Sveins þann 21. sept- ember tilkynnti amtmaður að Sveinn hafi verið leystur undan fjárhaldi og umsjón kirkjunnar. Bréfið barst Sveini daginn eftir og skrifar hann í dagbókina um harða skipan frá amtinu og var „mikill ófriður um daginn og manngangur". Ástæðan fyrir uppsögninni kemur fram i svar- bréfi Sveins daginn eftir en amt- maður bar í fýrsta lagi fyrir sig búsetu Sveins á Akureyri og í öðru lagi hve „ólánlega" honum hafi tekist umsjón kirkjunnar. Sveini var gert að afhenda nýjum umsjónarmanni þegar í stað öll skjöl og annað sem tilheyrði kirkjunni og var í hans umsjá og að hann þyrfti ekki að vera við- staddur úttekt kirkjunnar. Fram kemur að nýi umsjónarmaðurinn eigi að fá 20 ríkisdali á ári fyrir starfið, en Sveinn bendir amt- manni á að hann hafi alla tíð innt umsjónina af hendi borgunar- laust. Sveinn tjáir amtmanni í svar- bréfi sinu að þó svo að hann telji það ekki skaða sinn að vera skipt- ur fjárhaldinu, þá telji hann þessa aðför alveg ástæðulausa, enda hafi kirkjufjárhald sitt verið óaðfinnanlegt. Hann segir þá skoðun sína að þessi ráðstöfun sé „jafnvel gjörð sér til hneisu“ og neitar að greiða hinum nýja um- sjónarmanni „einn skilding", enda beri hann enga ábyrgð á fjárreiðum kirkjunnar fýrst svo er komið. í sögu Einars Ásmundssonar í Nesi í Höfðahverfi kemur fram álit Einars á brottrekstri Sveins, en sonur Einars, Gunnar, var sá drengur sem fór með Nonna til kaþólskra í útlöndum. Einar seg- ir svo frá að Sveinn hafi verið of- sóttur af amtmanni, „af því að hann treystist ekki lengur til að vera skrifari" (Einar I, s. 305). Lán og lánleysi Ekki er það þó að ástæðulausu sem amtmaður talar um lánleysi Sveins í fjármálum. Vegna íjár- hagsáhyggna gerðist Sveinn þunglyndur og velti fyrir sér að taka líf sitt (svo má lesa í dagbók hans). Er hann lést árið 1868 var hann gjaldþrota. Umboð kirkj- unnar reyndist honum erfitt og varð hann að setja veð fyrir tekj- unum, sem innheimtust seint og illa. Á þessum árum voru mikil harðindi, hafís vorið 1865 og allt sumarið ‘66 og snjóaði á láglendi í júlí bæði sumrin. Óréttlát verða því ummæli Kristmundar Bjarna- sonar ævisöguritara Þorsteins kirkjusmiðs að teljast, þ.e. þau að Sveini hafi verið „mjög ósýnt um öll fjármál, svo sveimhuga sem hann var.“ Er miklu eðlilegra að álíta að geðsveiflur amtmanns og deilur Daníelssens og Sveins hafi valdið brottrekstrinum. Eins og komið hefur fram kom annar maður mjög nærri kirkj- unni en það var amtmaðurinn á Möðruvöllum frá 1850-1870, Pétur Havstein. Pétur var faðir Hannesar Hafsteins skálds og fyrsta íslenska ráðherrans og fæddist Hannes á Möðruvöllum árið 1861. Pétur amtmaður á heiðurinn af byggingu Möðru- vallakirkju, á því er enginn vafi. Hann tók af skarið þegar sveit- ungar veltu fyrir sér að breyta Friðriksgáfu í kirkju. En þó Pétur væri röggsamur og stjórnsamur þá var hann ekki lánsamur mað- ur frekar en Sveinn. Hann var bæði talinn tæpur á geði og drykkjumaður var hann og miklar sögur gengu af honum fyrir of- stopa. Hann var kallaður Móri af Qandmönnum sínum og tókst þeim að hrekja hann frá embætti árið 1870. Amtmaður flutti þá ásamt konu sinni og börnum, þar á meðal Hannesi, í kofaskrifli í Skjaldarvík og Iést amtmaður þar bláfátækur 1875. Meira að segja kirkjusmiðurinn Þorsteinn Daníelsson frá Skipa- lóni átti sínar erfiðu stundir og það þrátt fyrir það að hann væri ríkasti maður héraðsins, átti fjöl- da jarða eins og fram kemur í ævisögu hans. Þar kemur fram að hann hafi Iátið umboð Möðruvallakirkju af hendi til Sveins Þórarinssonar vegna tíma- bundinnar geðveilu! Segja má því að þeir þrím menn sem báru hit- ann og þungann af byggingu Möðruvallakirkju hafi allir átt við geðræn vandamál að stríða. En hvað um það. Möðruvalla- kirkja naut góðs af framtakssemi og natni þessara manna allra og stöndum við í þakkarskuld við þá svo og alla sem unnið hafa að málum kirkjunnar þá og síðar. Megi þeir hafa þökk fyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.