Dagur - 22.10.1997, Page 7

Dagur - 22.10.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 22 .OKTÓBER 1997 - 23 FÍNA OG FRÆGA Schwarzenegger verður pabDi Amold Schwarzenegger varð faðirífjórða sinn er eiginkona hansMaria Shriverfæddi son í lok síðasta mánaðar. Fyrir áttuþau hjón tvær dæturog einn son. Meðgangan var Maríu erfið og laeknar sögðu hana vera að leggja líf sitt í hættu með þung- uninni. „En barnið var aldrei í neinni hættu einungis ég, og ég ákvað að taka áhættuna," segir María sem er ákaflega sæl með hinn nýja fjölskyldumeðlim, en segir einnig að fleiri muni börn- in ekki verða. Schwarzenegger hefur ekki, fremur en eiginkonan, verið heill heilsu og gekkst nýverið undir hjartaaðgerð. Hann mun vera að ná sér og virtist hinn sprækasti þegar ljósmyndari festi mynd af honum og syni hans Patrick. Schwarzenegger er að jafna sig eftir hjartaað- gerð en virðist hinn ánægðasti enda orðinn pabbi í fjórða sinn. fréttir P I RT ÁN ABYRGÐAR Arfleiddi Jesú að eigmun síiiiim Earnest Digweed lést fyrir 21 ári síðan. I erfðaskrá sinni mælti hann svo fyrir að eignum hans, sem metnar eru á rúmlega 26 þúsund pund eða sem svarar tæplega þremur milljónum ís- lenskra króna, skyldi ekki ráð- stafað fyrr en að 80 árum liðn- um. Ef svo færi að Jesús Kristur sneri aflur á þeim tíma þá skyldu allar eigurnar renna til Hans. Reyndar gerir bandarískur sölumaður kröfu til arfsins, því þegar hann bankar á dyr fær hann ótrúlega oft sömu við- brögðin: „Jesús Kristur, ekki þú einu sinni enn!“ Fylgdi fordæmi Tysons Francisco Ambrosio, sem býr í Mexíkóborg, var illa drukkinn þegar hann kom heim til sín eitt kvöldið. Þegar hann fékk að heyra það frá konu sinni, Adelia Oliveras Quintero, að enginn matur væri á borðum, upp- hófust slagsmál á milli þeirra sem enduðu með því að hann beit vænan bita úr hægra eyra konunnar. Svefniim yftrbiig- aði innbrots- þjófinn Innbrotsþjófur í Kaliforníu, Jef- frey Abbott að nafni, réð greini- lega ekki við þreytuna þegar hann var búinn að brjótast inn í mannlausa íbúð og róta þar til í öllu. Hann skreið því upp í rúm og sofnaði. Þegar Vernon Poochigian, 18 ára, kom heim til sín fann hann Abbott hrjót- andi hástöfum í rúminu og stundi aðeins þegar reynt var að vekja hann. Poochigian hringdi að sjálfsögðu í lögregluna sem tókst að vekja manninn og koma honum á bak við lás og slá. Vantaði hrein nærföt Annar innbrotsþjófur stal m.a. hreinum nærfötum og hvítum sokkum úr íbúð sem hann hafði brotist inn í, og skildi eftir óhreinu nærfötin sín og sokk- ana. Að auki tók hann með sér poka fullan af ýmsum öðrum verðmætum. Hann var horfinn á braut þegar lögreglan kom á vettvang, en ekld er annað að sjá en að hann hafi skipt um föt á staðnum. „Kannski var þetta heimilislaus flakkari sem fannst hann þurfa að komast í hrein föt.“ Krefst skaðabóta fyrir setu á vara- inaimab ekknum Fyrrverandi hafnaboltaleikari í Houston í Bandaríkjunum er kominn í mál við skólann sinn og nokkra af þjálfurum sínum og vill fá 40 þúsund dollara í skaðabætur frá þeim. Pilturinn og foreldrar hans halda þvi fram að brotið hafi verið á stjórnar- skrárbundnum réttindum hans vegna þess að hann var látinn sitja á varamannabekknum í mikilvægum úrslitaleik. Skaða- bótakrafan miðast við skólastyrk í háskóla og tapaðar tekjur af hugsanlegum frægðarferli í íþróttinni. (c)Ovi’s World of the Bizarre, http://www.ovis.com/ Leikkonan Bai Ling tekurmikla áhættu með því að leika í myndinni Red Comer á móti Richard Gere. I kvikmyndinni felst hörð gagn- rýni á réttarkerfið í Kína, sem er eins og allir vita ekki upp á marga fiska. Aðalleikarinn, Ric- hard Gere, er að mati kínverskra yfirvalda hinn mesti skúrkur, enda einkavinur Dalai Lama og sá bandaríski listamaður sem einna harðast hefur gagnrýnt kvínversk stjórnvöld fyrir mann- réttindabrot og fúlan yfirgang. Bai Ling, sem leikur hlutverk lögfræðings sem tekur að sér að verja bandarískan verðbréfasala, er 27 ára Ieikkona, fædd í Kína. Hún gerir sér fulla grein fyrir hugsanlegum afleiðingum af því að Ieika í mynd sem felur í sér harða gagnrýni á kínversk stjórnvöld. „Eg bið og vona að ekkert ger- ist,“ segir leikkonan. „Eg geri mér fulla grein fyrir alvöru máls- ins. En ef eitthvað gerist þá verð ég að lifa með því.“ Bai Ling fæddist í Kína í lok menningarbyltingarinnar. For- eldrar hennar voru kennarar og fórnarlömb byltingarinnar og Bai Ling ólst upp hjá ömmu sinni. Hún gerðist leikkona og skemmtikraftur. Þegar hún varð vitni að fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar gat hún ekki hugsað sér að búa lengur í Ivína, varð sér úti um námsstyrk og komst til Bandaríkjanna þar sem hún hefur búið síðan. Einu sinni á ári kemur hún til Kína til að heimsækja ömmu sína. Vegna þátttöku hennar í myndinni er ólíklegt að kínversk stjórnvöld leyfi að framhald verði á þeim ferðum. Bai Ling tók áhættuna og spurð hvers vegna segir hún var- færnislega: „Þetta er fal- leg saga um kínverskt fólk. Ef Kínverjar sjá myndina munu þeir verða sammála. Við erum að gagnrýna réttarkerfið og gerum við það í þágu góðs málstaðar." Orð persónu hennar í myndinni gætu eins verið hennar eigin orð. Þegar persónan sem Gere leik- ur spyr hvers vegna hún hafi tekið að sér vörnina og segir: „Það væri hægt að flytja þig burt frá heimili þínu, frá ömmu þinni, og eitthvað verra gæti gerst. Af hverju ertu að þessu?" Hún svarar: „Ég er að þessu vegna þess að ég vil ekki þegja lengur.“ Bai Ling. Eftir leik sinn í mynd með Richard Gere er óvíst að hún fái að heimsækja Ki'na eins og hún hefur gert árlega.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.