Dagur - 22.10.1997, Side 10

Dagur - 22.10.1997, Side 10
26 - MIÐVIKUDAGUR 22.OKTÓBER 199 7 LÍFIÐ í LANDINU VÍSINDI Risaeðlur voru með gigt Liíandi Vísindi GUÐRUN HELGA SIGURÐAR- DOTTIR SKRIFAR Nýtt tímarit, Lifandi Vísindi, er að hefja göngu sína hér landi og er ritstjóri þess Guðbjartur Finnbjörnsson. Fiann segir að vísindamenn þurfi að kynna það sem sé að gerast innan vísindageirans því að margt spennandi sé að gerast. Vísinda- menn verði mjög ánægðir þegar þeim og þeirra starfi sé veitt athygli. Nýja tímaritið verður gefið út í samvinnu við erlenda tímaritið Illustreret Videnskab, sem gefið er út á mörgum tungumálum, auk þess sem reynt verður að fjalla um íslenskar rannsóknir. Hér koma nokkur dæmi um efni í blaðinu. Risaeðlur með gigt Gigt er kvalafullur sjúkdómur, sem hijáir spendýr, skriðdýr og fugla. En nú gefa slitmeiðsl á steinrunnum beinum úr risaeðlunni R.rex til kynna að einnig risaeðlur hafi verið hxjáðar af sjúk- dómnum. Slitið verður til við það að oddlaga kristallar úr þvagsýru myndast í liðunum. Borg úr Bibliimni fundin Samkvæmt Biblfunni færðu vitringarnir þrír Jesúbarninu reykelsi og myrru auk gulls. Nú telja fornleifafræðingar sig loksins hafa fundið staðinn þar sem verslað var með reykelsi og myrru, ein- hveijar verðmætustu verslunarvörur fyrri tíma. Arið 1992 fundu fornleifa- fræðingar fornsögulegu borgina Ubar, sem er í Óman. I gömlum heimildum er því lýst að borgin hafi verið fræg fyrir verslun með reykelsi. Nýr leiðangur hefur nú leitt í ljós að rústir nokkurra víggarða og vegvísa, sem hafði verið að finna á Ieiðinni á milli Ubar og Jemen, á suðurhluta Arabíuskagans. ískristallar endurkasta Ijósi Hvers vegna eru hringir umhverfis tunglið? Tunglið er með hringi rétt áður en úrkoma verður. Háu skýin sem birtast á undan óveðri eru samsett úr ískristöll- um sem endurkasta ljósi þannig að hringur myndast umhverfis tunglið. Hvernig er hægt að losna við hvít- laukslykt? Enn sem komið er verða hvítlauks- ætur að láta sér lyktina lynda þó að sagt sé að klórófyltöflur geti dregið Iítils háttar úr lyktinni. Það er þó einungis ef töflurnar eru teknar á sama tíma og hvítlauksins er neytt. Menn telja sig þó hafa fundið nokkur ráð til að vinna á lyktinni. Það er þekkt húsráð að steinselja eyði hvítlaukslykt en engar vísindalegar rannsóknir styðja þetta. Verst við svita Það er brennisteinsefnasamband, sem kallast díally-dísúlfíð, sem veldur hvít- Iaukslykt en þetta samband verður til þegar hvítlaukurinn hefur verið saxað- ur, tugginn eða marinn. Lyktin er svo sterk að þegar brennisteinssambandið leysist upp í svita getur allur líkaminn lyktað af hvítlauk. Þó virðist einstaklingsbundið hversu mikil lyktin verður. Nýjar rannsóknir sýna að hvítlaukslyktin eykst vegna efnaskipta líkamans. Hvítlaukurinn breytir efnaskiptunum og þá verða til hrein efnasambönd í blóðinu. Þessi efnasambönd valda lyktinni og hún fer ekki að dofna fyrr en eftir 30 tíma. Hvítlauksunnendur gæta þó kæst þvi að hvítlaukur hefur gagnleg áhrif á ónæmiskerfið og kólesterólmagn líkam- ans minnkar þegar hvítlaukur er borð- aður. Uppdrif oghringsm'uiingur Bjúgverpill snýr alltaf aftur til þess sem kastaði honum. Hvernig ætli standi á því? Bjúgverpli má líkja við flugvélar- vængi. Þegar honum er kastað myndast uppdrif, sem nánast sýgur hann upp og heldur honum á lolti. En þar sem hann hringsnýst líka í loftinu myndast svo- nefnd snúðspólvelta. Þessi orka, ásamt uppdrifinu, þvingar hann inn á hring- laga braut. Án hringsnúningsins myndi bjúgverpillinn aldrei snúa aftur. VIGDIS SXEFANS DÓTTIR SKRIFAR Valdabarátta er allt of algeng í sambönd- um fólks. Fólk reynir stöðugt að vera sá aðilinn sem fer með sigur af hólmi í öll- um málum, ekki bara til að sigra, heldur til að láta hinnn aðilann viðurkenna sig sem sigurvegara. En verðið er hátt og kernur fram í sársauka, spennu og erfið- ari samskiplum. I stað þess að reyna sí- fellt að vinna, er betra að láta undan. Hvaða máli skiptir þó þið farið á þetta veitingahús í stað hins? Og stóllinn sem hann elskar, þó hann sé ljótur, gerir nokkuð til þó hann fái að vera í horninu? Það er svo sem ekkert öryggi fyrir því að hinn aðilinn muni bregðast eins við, en ef látið er undan stöku sinnum, eykur það til muna líkurnar á því að sambandið haldist gott. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA Mér leiðist Við vorum að tala saman nokkur hjón og auðvitað voru börnin okkar aðalumræðu- efnið eins og gengur. Og þá kom þessi spurning upp: Hvernig stendur á því að barn sem á allt, hefur aðgang að ótal sjónvarpsstöðv- um, tölvuleikjum og er þar að auki í íþróttum íyrir utan að eiga marga vini, getur látið sér Ieiðast? Og hvað geta for- eldrar sagt eða gert í málinu? Hver hefur sagt að börnum megi ekki Ieiðast? Það er þeim bara hollt og hvetur þau til að finna sér verkefni við hæfi. Foreldrar eiga ekki að sjá börn- um sínum fyrir sífelldum skemmtun- um, það er nóg að veita börnunum at- hygli og sinna þeim. En fari þetta óskaplega í taugarnar á ykkur, þá er til einfalt ráð. Búið til hæfilega langar og Ieiðinlegar sögur um það hvernig þið þurftuð sem krakkar að ganga 20 km. í hríðarbyl í skólann daglega, vinna alla daga við eitthvað hrútleiðinlegt og það án þess að fá Iaun. Þegar börnin hafa heyrt þessa sögu nokkrum sinnum er það víst að þau verða fljót að forða sér og finna sér eitthvað að gera er frá- sögnin hefst. Vigdís svarar í sírnann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Neytendavænt Það er mikið um að fólk kaupi vörur heima hjá sér, í svonefndri húsgöngu- eða fjarsölu. Vegna sérstöðu slíkrar sölumennsku er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því að neytandinn hefur 10 daga skilafrest eða umhugsunarfrest, þó svo ekkert sé að vörunni. Reglan gildir frá þeim degi að neytandi tekur við vör- unni eða verulegum hluta hennar og neytandi þarf að tilkynna seljanda með ábyrgð- arbréfi frá því að hann hyggist falla frá kaupunum. Falli neytandi frá kaupunum er seljanda skylt að endurgreiða honum í pening- um og neytandinn þarf ekki að afhenda vöruna fyrr en hann hefur fengið end- urgreiðsluna í hendur. Neyt- andi verður þó að gæta þess að varan sé í sama ástandi og þegar hann tók við henni. Seljanda er skylt að upplýsa neytanda skriflega um þennan skilarétt. Þar skulu meðal annars koma fram dagsettar upplýsingar um nafn og heimilisfang aðila sem unnt er að snúa sér til með uppsögn samnings. Nýttlíf? Þú þarft nauðsynlega að breyta um lífs- háttu ef: 1. Starfsfólkið hjá Macdonalds er farið að þekkja þig með nafni. 2. Það koma rykbólstrar úr æfingamott- unni þinni, þegar þú tekur hana fram. 3. Þú óskar þess að það sé kominn föstudagur á mánudegi. 4. Þú hel’ur litla þolinmæði með börn- um þínum og samstarfsmönnum. 5. Það eru tvö ár síðan þú prófaðir nýtt ilmvatn/rakspíra. 6. Þú talar stöðugt um að fara á nám- skeið, en kemur því aldrei í verk. 7. Þú gerir ekkert annað á laugardög- um en að snúast í ýmsum óloknum verkefnum. 8. Fagurt sólarlag hefur engin áhrif á þig lengur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.