Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 4
IV- LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1997
rD^tr
HÚSIN í BÆNUM
Spítalastígur 10
FREYJA
JÓNSDÓTTIR
SKRIFAR
í DESEMBER 1902 eignaðist Hró-
bjartur Pétursson, 25 x B0 álna
lóð úr landi Efri-Hlíðar sem
Sveinn Sveinsson átti.
Hróbjartur fékk leyfi til þess
að byggja á lóðinni hús, 11 x 12
álnir, að viðbættum skúr 3x4
álnir. Húsið átti að standa á suð-
vesturhomi lóðarinnar á milli
tveggja gatna, sem gert var ráð
fyrir að kæmu þar (Oðinsgata og
Spítalastígur). Inngangur í hús-
ið átti að vera á vesturgafli.
I apríl 1903 er hús Hróbjartar
tekið til virðingar. Þá mæta á
staðinn hinir kjörnu virðingar-
menn, Hjörtur Hjartarson og
Sigvaldi Bjarnason. I lýsingu á
húsinu er það skráð við Spítala-
stíg, síðan var það númer átta í
nokkur ár en síðan númer tíu
við götuna.
Húsið kjallari hæð og ris. Það
er byggt af bindingi, klætt utan
með plægðum 1/4“ borðum,
pappa og járni þar yfir og með
járnþaki á 5/4“ borða súð með
pappa í milli. A veggjum og þaki
eru 1/2“ rimlar á milli pappa og
járns. Niðri í húsinu eru þrjú
íbúðarherbergi, eldhús, búr og
gangur. Allt þiljað og herbergin
með pappa á veggjum, en striga
og pappa í Ioftum sem öll eru
tvöföld. Allt málað. Þarna eru
þrír ofnar og ein eldavél. I risi
eru fímm íbúðarherbergi, eld-
hús og gangur. Allt þiljað. Eitt
herbergið með pappa á veggjum
og striga og pappa á í loftum og
öll herbergin máluð. Þar eru þrír
ofhar og ein eldavél.
Kjallari er undir öllu húsinu 3
1/2 álnir á hæð. I honum eru
þrjú íbúðarherbergi og eldhús,
allt er þiljað og málað. Þar eru
þrír ofnar. I kjallaranum eru ein-
nig þrfr geymsluklefar.
Við suðurhlið hússins er inn
og uppgönguskúr byggður af
sama efni og húsið sjálft. Skúr-
inn er hólfaður í tvennt, með
tveimur skápum, þiljaður að
innan og málaður.
I aprfl 1903 gefur Sveinn
Sveinsson Hróbjarti Péturssyni
vesturhluta Efrihlíðarlóðar, 750
ferálnir að stærð. Hróbjartur var
giftur Karólínu dóttir Sveins og
konu hans Hansínu MöIIer.
Sveinn Sveinsson í Efrihlíð var
fæddur 7. ágúst 1854 að Ytri-
Skógum Eyjaljallahreppi. Hann
flutti til Reykjavíkur 1880. í
íbúaskrám er hann sagður næt-
urvörður en hann mun hafa ver-
ið steinsmiður að mennt. Kona
hans var Hansína Möller fædd í
Vestmannaeyjum 28. júní 1856.
Þau hjón fluttu til Reykjavíkur
frá Ytri-Skógum.
liróbjartur Pétursson selur
eignina með tilheyrandi lóð í
maí 1907, þeim Jóhannesi Ein-
arssyni og Ólafi Ólafssyni. Jó-
hannes og Ólafur selja Ólafi
Teitssyni eignina í janúar 1908.
Samkvæmt íbúaskrá frá 1905
áttu nítján manns heima í hús-
inu á fimm heimilum: Hróbjart-
ur Pétursson, skósmiður, fædd-
ur 3. ágúst 1870 í Bessastaða-
hreppi, Karólína Sveinsdóttir
kona hans, fædd 15. desember
1877 að Ytri-Skógum E\jafjalla-
hreppi, Guðmundur Gíslason,
Iærisveinn, fæddur 17. desem-
ber 1880 að Skjaldarbrekku
Hraunhreppi.
Á öðru heimili í húsinu voru:
Eyjólfur Pétursson sjómaður,
fæddur 4. febrúar 1862 í Land-
mannahreppi, Guðrún Einars-
dóttir kona hans, fædd 9. sept-
ember 1863 að Nýjabæ á
Stokkseyri, ásamt dætrum sín-
um Elísabeti og Sigríði.
Á þriðja heimilinu bjuggu
Jónas Jósefsson sjómaður, fædd-
ur 23. desember 1865 f Bessa-
staðahreppi, Margrét Magnús-
dóttir kona hans, fædd 2. júlí
1868 á Hofstöðum í Garða-
hreppi og Guðlaug barn þeirra,
fædd 2. júlí 1890.
Guðrún Jónsdóttir ekkja,
fædd 24. ágúst 1840, var hús-
móðir á fjórða heimilinu í hús-
inu. Þar var einnig Eyjólfur
Jónsson skósmiður, fæddur 28.
maí 1885 á Þveralæk í Holta-
hreppi, Þorkell Magnússon
námsmaður, fæddur 14. sept-
ember 1881 að Eystra-Hrauni
Kleifarhreppi og Björn Bjarna-
son námsmaður, fæddur 14.
júní 1884 einnig á Eystra-
Hrauni.
Á fimmta heimilinu voru
Ragnheiður Guðmundsdóttir
lausakona, fædd 5. júlí 1856 að
Kálfshoiti Mosfellshreppi og
Guðmundur Magnússon skó-
smiður, fæddur 1. ágúst 1880 á
Bjamarstöðum í Staðarsókn.
Ekki er vitað með vissu hvort
Hróbjarur var með skósmíða-
verkstæði í húsinu á meðan
hann bjó þar, en líklegt verður
að telja að svo hafi verið. Eftir
að hann seldi húsið flutti hann
ásamt fjölskyldu sinni að Óðins-
götu 7. Hann lést í apríl 1919.
Kona hans Karólína Sveinsdótt-
ir lést 14. febrúar 1956.
Samkvæmt íbúaskrá frá 1910
eiga heima á Spítalastíg 10:
Ólafur Teitsson, fæddur 12. jan-
úar 1878 í Garðahreppi Gull-
bringusýslu, Þórunn Guð-
mundsdóttir, fædd 2. janúar
1886 f Vatnsleysustrandar-
hreppi, Guðmundur Waage
Ólafsson, fæddur 31. október
1909, Ragnhildur Jónsdóttir,
fædd 7. október 1885 í Stíflings-
dal Þingvallasveit, Paul Linder,
fæddur 19. mars 1891 í Þýska-
landi, Guðmundur Waage,
fæddur 23. desember 1853 í
Vatnsleysustradahreppi, Jós-
efína Jónsdóttir, fædd 19. mars
1856 að Ytra-Hólmi við Akranes,
Kristján Guðmundsson, fæddur
10. desember 1853 í Biskups-
tungum, Emil Guðmundsson
Waage, fæddur 8. febrúar 1892
í Vatnsleysustrandahreppi,
Kristín Guðmundsdóttir, fædd
8. september 1832 að Kalastöð-
um Hvalfirði. Auk þeirra bjuggu
tíu manns í húsinu. I íbúaskrám
er Ólafur Teitsson skráður skip-
stjóri. Hann átti húsið fram yfir
1920.
1939 byggir Guðleifur Guð-
mundsson þáverandi eigandi
hússins bílskúr úr steinsteypu á
lóðinni. Nokkrum árum áður
voru gerðar útidyr á kjallara
hússins sem vísa að götunni.
Húsið var tekið til virðingar árið
1942 og eru þá orðnar nokkrar
breytingar, t.d. búið að setja
kvist á þakhæðina. Einnig var
búið að gera tveggja herbergja
íbúð í kjallara hússins. Þá var
búið að byggja geymsluskúr úr
steinsteypu á lóðinni, með járn-
þaki á pappa og borðasúð. Stein-
steypugólf var í skúrnum og
hann hólfaður í tvennt með
timburskilvegg. Þessi skúr var
rifínn þegar hús skógerðarinnar
var byggt á lóðinni nokkrum
árum síðar.
Árið 1949 var búið að byggja
skógerðar- og verslunarhús á
lóðinni. Þar var um tíma rekin
skógerð Kristjáns Guðmunds-
sonar. I brunavirðingu frá árinu
1949 er húsið í byggingu og ekki
búið að byggja nema kjallara og
fyrstu hæðina, sem er byggð af
steinsteypu og með flestum skil-
rúmum steyptum. Klætt innan
með vikurplötunvog korki. Þak-
ið er steinsteypt yfir og ofan á
því er þak úr timbri, pappa og
bárujárni. Á hæðinni er skógerð-
arsalur, sölubúð, anddyri, stiga-
gangur og snyrtiklefí, allt múr-
húðað og málað. I kjallara er
geymsla, skógerðarverkstæði, lít-
il geymsla, snyrtiklefi, bakdyr og
stigagangur. Allt múrhúðað.
Seinna voru byggðar þrjár hæðir
ofan á húsið og voru fyrst vinnu-
stofur á annarri hæðinni en
íbúðir á tveimur efri hæðunum.
Félagsprentsmiðjan eignaðist
alla eignina árið 1961 en eins og
að framan greinir var nýrra hús-
ið byggt til verksmiðjureksturs.
Skrifstofur prentsmiðjunnar
voru f eldra húsinu. Uppi í því
húsi var Iengi svokölluð stikavél
sem framleiddi bókhaldsbækur.
Aðalstarfsemin fór fram í nýrra
húsinu en þar var prentsalurinn.
Félagsprentsmiðjan hafði verið í
Ingólfsstræti 1 A, frá því 1917
þegar hún flutti á Spítalastíg 10.
Fyrir rúmum tveimur árum flut-
ti prentsmiðjan úr húsinu og var
því þá fljótlega öllu breytt í fbúð-
ir.
Eldra húsið sem Hróbjartur
Pétursson skósmiður byggði,
keypti fjölskylda sem sýnt hefur
húsinu mikla virðingu.
Það höfðu fleiri áhuga á hús-
inu en þeir sem það hrepptu.
Byggingarmeistari einn vildi
eignast það og fjarlægja það af
lóðinni en þar ætlaði hann að
byggja hátt og mikið steinhús í
Iíkingu við nýrra húsið. Það var
mikið lán að af þessu varð ekki.
Spítalastígur 10 er með
skrauti á gluggum og vindskeið-
um og telja sumir að það sé inn-
flutt og sett saman hér, svokall-
að katalokahús. Þegar núver-
andi eigendur komu í húsið voru
þrjú tré í garðinum og tvö þeirra
orðin mjög illa farin. Þau voru
tekin og stóð þá eftir eitt grósku-
mikið reynitré sem fer vel í garð-
inum eins og hann er eftir að
hann var endurskipulagður. Eig-
endur hafa gert húsið upp að
innan og á þessum dögum er
verið að klæða það að utan.
Húsið er látið halda sínu upp-
runalega útliti. Núna er fímm-
herbergja íbúð í risi hússins,
skrifstofur Atlantsfísks eru á
hæðinni, í kjallara eru tvær ein-
staklingsíbúðir.
Heimildir: Árbæjarsafn, Borgarskjala-
safn og Þjóðskjalasafn.