Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 8
24 - FIMMTUDAGUR 30.0KTÓBER 1997 ro^ir Leikfélag Akureyrar 4 TROMPÁHENDI * Hart S bak eftir Jökui Jakobsson. á Renniverkstæðinu Föstudaginn 31. október UPPSELT Laugardaginn 1. nóvember aukasýning kl. 16.00 UPPSELT Laugardagur 1. nóvember kl: 20.30 UPPSELT Föstudaginn 7. nóvember UPPSELT Laugardaginn 8. nóvember aukasýning kl. 16.00 laus sæti Laugardagur 8. nóvember kl.20.30 UPPSELT Föstudaginn 14. nóvember laus sæti Laugardaginn 15. nóvember nokkur sæti laus Gagnrýnendur segja: „Uppsetning LA á Hart í bak er hefðbundin og verkinu trú. Örlög og samskipti persónanna eru í fynrrúmi ..." Auður Eyilar íDV „Leikritið Hart í bak er meistara- lega samsett af hliðstæðum og andstæðum, táknum og samblandi af stílfærðu raunsæi og botnlausri rómantík. Sveinn Haraldsson í Mbl. „Inn í dökkva söguþráðarins fléttar hann (höfundur) fögur Ijósbrot og spaugileg atriði auka dýpt verksins." Haukur Ágústsson { Degi „Af því að ég skemmti mér svo vel ."★★★ Arthúr Björgvin Bollason Dagsljós ♦ Á ferð með frú Daisy Frumsýning á RenniverksUeðinu 21. des. Titilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður Frumsýning í Samkomuhúsinu 6. tnars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Frumsýn 'mg á RmnwerksUedinu 5. apríl Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Við bendum leikhúsgestum á að enn gefst tækifæri til þess að kaupa aðgangskort á allar sýningar Leikfélagsins, tryggja sér þannig sæti og njóta ljúfra stunda í leikhúsinu á einstaklega hagstæðum kjörum. S. 462-1400 Munið Leikhúsgjuggið flUGFÉlAG ÍSIANOS sími 570-3600 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar HEIMILISLÍFIÐ í LANDINU Iistin að hengja upp listaverk Svona er líka hægt að raóa á veggina, rammi við ramma en samt hárnákvæmur kross sem myndast. Hér er reyndar um fernu að ræða sem myndar eitt listaverk og erþetta skipti-iistaverk. Haraldur lét Bárð Jákobsson, forstöðumann listasafnsins í Þórshofn, fá mynd frá sér i staðinn. Hverskyldi hún vera? Við spurðumforstöðu- mann Listasafnsins á Akureyri, Haraldlnga Haraldsson, og kíktum á veggina heima hjá honum. „Tískan í þessu er líklega su að hafa mikið rými, litlar myndir og mikið rými sem eru áhrif frá naumhyggju. Þau eru mikil hér á landi og má oft sjá í Listasafn- inu. Þetta er falleg stefna en ég held að þetta hljóti alltaf að vera spurning um persónulegt við- horf til hlutanna. A heimilinu er maður sjálfur að teygja það og toga út úr hlutunum sem maður vill, það á maður líka að gera. Reglur mega ekki trufla.“ - Sú er sem sagt listin, að vera með verk sem manni finnst vænt um? „Já, og að vera með verk sem á einhvern hátt spegla þann sem býr á heimilinu. Þetta er tjáning. Síðan myndi ég ráðleggja fólki við upphenginguna að lesa hinu mörgu útgangspunkta. Hægt er að fara þá leið að láta myndina harmónera við hluti inni f íbúð- inni en eins er hægt að bijóta upp. Á mínu heimili skiptir það þannig meira máli að ég finni hugsanatengslin í kringum myndirnar, frekar en að þær séu hárnákvæmar samkvæmt flötum og línum. Þess vegna hef ég sér- stakan áhuga á því að tengjast mönnum sem ég vinn með í myndlistargeiranum og við höf- um oftar en ekki leikið okkur að því að skiptast á verkum, þannig hef ég eignast mörg listaverk." Veggteppi eftir mömniii Heima hjá Haraldi Inga eru myndirnar hengdar upp í augn- hæð en eins og við þekkjum hafa verið miklar sveiflur í því hvar á veggnum myndir eiga að hanga. Hann segir að það sé all- ur gangur á því hjá fólki en tek- ur undir að eldra fólk setji verk- in oftast ofar á veggina. Við förum með veggjum. „Hjá mér eru myndirnar gjarnan tengdar einhveiju. Eins og þessi ljósmynd eftir Vigfús Sigurgeirs- son sem mig grunar að sé fyrir- myndin af Akureyrarmálverkinu sem hangir uppi á bæjarskrif- stofunum. Það er sérstaklega gaman að eiga þessa mynd. Hér er svo mitt stóra stolt, þetta saumaði móðir mín 18 ára gömul á kvennaskóla fyrir tæp- um sextíu árum.“ Haraldur bendir á veggteppi. „Þetta er ref- ilsaumur sem er sama aðferðin og baeux-refillinn er gerður eftir en það er listaverk sem segir frá innrás Vilhjálms sigurvegara inn í Bretland árið 1066.“ - Nú hengir þú upp mjög ólíkt verk við hliðina d veggteppinu eftir móður þína. „Já, það er allt í góðu lagi. Þetta er tíu ára gamalt málverk eftir mig. Aðalatriðið er að mað- ur hafi gaman af verkunum og geti notið þeirra. Eg sé ekkert sem mælir á móti því að gjör- nýta veggpláss og hef engan áhuga á því á mínu heimili að hengja upp eins og ég myndi gera á Listasafninu. Þar er það alltaf spurningin um sýninguna í heild sem skiptir máli.“ Loki og Erró „Hér er kötturinn, ég keypti mér eina mynd,“ og auðvitað á Har- aldur við málverk eftir Loka listakött. Fyrir neðan er mynd af köttum eftir Kötu saumakonu. „Hér er síðan mynd sem ég hef sérstakt dálæti á, það er grafíkmynd sem er gerð um 1870 og er eftir Hirosida. Hún fær tóm eða rými á veggnum.“ — Hugsarðu mikið um ramm- ann og hæð myndanna d veggn- um? „Já en líklega mest ómeðvitað. Eg hélt ég væri villtari í þessu, en þegar ég fór að skoða þetta sé ég hinar ýmsu línur og form í uppsetningunni. Það eru alltaf þessar ómeðvituðu reglur." Við höldum áfram. „Hér er mynd eftir Erró og hér er annar listamaður sem ég hef miklar mætur á, Jón Laxdal Halldórs- son, sem er einn allra besti lista- maðurinn hér í bænum. Þetta gráa karton fer sérlega vel við myndina.“ Þá komum við að teikningu eftir dóttur Haraldar sem prýðir eina hurðina og þá erum við komin hring um stofuna og ganginn. — Nú ert þú húinn að sýna mér hvemig þú raðar d veggina, hverju ræður konan þín? „Það er góð spurning. Hún er alla vega mjög umburðarlynd gagnvart öllum mínum dillum með myndir og þegar ég kom heim með myndirnar hans Bárð- ar Jákobssonar var það hún sem rak mig í að setja þær upp. Al- mennt held ég að hún hafi gam- an af að fylgjast með þessum pælingum en hennar grein er tónlist og ég er ekkert að skipta mér af tónlistinni á heimilinu. -MAR Indverskir fílar í öndvegi Indversk list erí önd- vegi á heimili Önnu Gunnarsdóttur og Girish Hirlekar áAkur- eyri, en hann erlnd- verji að uppruna. Indverskir munir af ýmsu tagi prýða heimili hjónanna Onnu Gunnarsdóttur og Girish Hirlek- ar á Akureyri, en hann er Ind- veiji að uppruna en hefur síð- ustu 22 ár búið og starfað hér á landi. í gegnum tíðina hafa þau hjón viðað að sér ýmsum mun- um frá Indlandi, en þá segir Anna einkennast af mikilli og sérstæðri smekkvísi. Ævintýri þúsuml og eiimar nætur Það er einsog að ganga inn í æv- intýri þúsund og einnar nætur að koma á heimili þeirra Önnu og Girish. Og þá er ekki aðeins átt við Iistmunina frá heima- landi hans, heldur má þar einnig sjá muni frá Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi, Bandaríkjunum, Sviss og ýmsum fleiri löndum - að ónefndu íslensku handverki af ýmsum toga. Anna segist þó enga dul draga á að indverska Iistin skipi öndvegi í sínum ranni. „Það eru þessi fíngerðu mynstur og gylltu strengir í indversku myndunum sem heilla mig. Þær hafa einnig milda útgeislun og gefa frá sér orku,“ segir Anna. Fíllinn í ðndvegi Á stórum vegg í stofunni hefur Anna mynd, málaða á silki, þar sem indverskir guðir eru í aðal- hlutverki. Einnig eru fílshausar áberandi í mörgum myndanna og einnig í púðum, sem eru í stofunni, því fíllinn er einn af landvættum Indlands „Fíllinn er allsstaðar í táknum og myndum frá Indlandi." Listaverkin annarsstaðar frá í heiminum eru af öðrum toga, þótt þau eigi það vitaskuld öll sammerkt að draga dám af stefnum, straumum og trú í hveiju Iandi. Sinn er siður í landi hveiju og það endurspegl- ast glögglega á þessu listræna heimili í Kotárgerði á Akureyri. -SBS Anna og Girish á heimili sinu. Silkimynd með indverskum guðum er að baki þeim, en sjálfhalda þau á púðum sem fílamyndir eru saumaðar i. mynd: -brink.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.