Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 10
26 - FIMMTUDAGUR 30.0KTÓBER 1997 HEIMILISLIFIÐ I LANDINU L Luxussófi Hvenær er sófi dýr og hvenær er sófi ódýr? Um það má ef til vill deila, en tveggja sæta sófi sem kostar um 200 þús. krónur þykir kannski í dýrari kantinum. Eiganda sófans, Guðrúnu Helgu Arnars- dóttur, finnst það þó ekki miðað við nota- gildi hans. „Ég kaupi mér húsgögn sem hægt er að nota," segir hún. „Þessi sófi er mjög þægilegur og áklæðið er hægt að taka af og þvo eins oft og manni sýnist og svo fylgja honum þessir fjórir púðar.“ Það er óneitanlega kostur að hægt er að þvo áklæðið og svo ef eiganda sýnist svo, er hægt að panta áklæði í öðrum lit og eiga til skiptanna. Guðrún segist eiga annan sófa með hvítu áklæði, sem hún þvær reglulega og hann er alltaf eins og nýr. Púðarnir eru stórir og veglegir, með ein- litu baki og því hægt að skipta um útlit bara með því að snúa þeim við. „Sófinn er í tvennu Iagi þegar hann kemur og því ekkert mál að flytja hann,“ segir Guðrún. „Það er helst að hægt er að kalla það ókost við hann að maður vill ekki standa upp úr honum aftur þegar maður hefur sest í hann. Og svo er eigin- lega ekki hægt að vera virðulegur í hon- um, maður sekkur niður í hann og líður alveg yndislega," bætir hún við. Guðrún segist helst kaupa húsgögin sín í Kompaní, þar sem hún keypti þenn- an sófa. „Það eru bara svo góð húsgögn þar og ég er sátt við allt sem ég kaupi þar.“ Þær eru „fallega Ijótar“ þessar týrur sem Fríða býr til úr þakskífum. Fólki finnst þær annað hvort mjög skemmtilegar eða forijótar, að sögn Fríðu. Lj óstýrur úr þakfUsum Á Garðatorgi er handverksmark- aður aðra hverja helgi og stund- um er þar bás með sérkennileg- um týrum og ostabökkum. Á skilti stendur að þarna sé um endurunnar þakflísar að ræða og það vakti forvitni okkar. Fríða Ragnarsdóttir heitir sú sem þetta vinnur, hún er fyrrv. kennari í Hafnarfirði og byrjaði í fyrra að vinna úr þakflísum. „Þessar flísar voru teknar af húsinu að Mímnisvegi 2, að ég held,“ sagði hún. „Þær voru búnar að flækjast lengi á milli manna, bróðir minn átti þær um tíma og svo fannst mér það ekki hægt að láta þær eyðileggjast svo ég tók þær til mín. Þetta er talsvert magn af þakflísum og ég fór að velta fyrir mér hvað hægt væri að gera við þær.“ Fríða býr líka til kort og endurnýtir niður- suðudósir og fleira. Hún er heimavinnandi núna með þrjú börn heima, yngst fimm ára. Hún segist hafa ákveðið eftir 24 ára kennslustörf að nota hug- myndaflugið fyrir sig, í stað þess að finna upp eitthvað nýtt fyrir börnin. „Þegar ég var búin að hugsa mig um dálitla stund, fór ég að prófa mig áfram og útkoman varð þessi. Fyrst týrurnar og svo ostabakkarnir og það er ekki annað að sjá en að fólk kunni að meta þetta," segir Fríða, sem ekki telur sig listakonu, þó svo margur listamaðurinn gæti verið fullsæmdur af því sem hún gerir. vs. Heilsurúm Hringið og fáið upplýsingar. Við sendum mynda- og verðlista ef óskað er. epol Skeifunni 6 S. 568 7733 Fax 568 7740 Matarstell en vantar mjólkurkönnu Sigrún og Sigurgeir, ásamt Ftagnheiði Ingu dótturþeirm, tæpra tveggja ám, með matarstellið góða. mynd: jón þórðarson Matarstell efstáóska- lista ungra bníðhjóna. Sigrún Magnúsdóttir og Sigurgeir Reynisson vildu matarstell í brúð- argjöf-ogfengu. „Ég held að matar- og kaffistell sé eftirlætisgjöf ungra brúð- hjóna í dag. Að minnsta kosti hafa flest þau brúðhjón sem ég þekki sett þetta á óskalistann," segir Sigrún Magnúsdóttir á Sel- fossi. Sigrún og Sigurgeir Reynis- son, gengu í heilagt hjónaband í byrjun september sl., þegar sr. Sigurður Sigurðarson gaf þau saman við hátíðlega athöfn í Skálholtskirkju. Þau hugleiddu með sér, fyrir brúðkaupið, hvað þau vantaði í búið og komust að því að einna helst væri það myndarlegt matar- og kaffistell - og létu þau boð út ganga til ætt- ingja og vina að þetta vildu þau gjarnan fá. „Við fórum í Tékkkristal í Reykjavík, og fundum þar strax stellið sem við vildum; stell af gerðinni Natalia GuII. Það er bvítt að Iit og með tveimur gyllt- um röndum," segir Sigrún. „I versluninni skildum við eftir kort með ósk okkar um að svona stell vildum við - og síðan sögð- um við ættingjum að fá verslun- arfólkið til að fletta uppá kort- inu með nöfnum okkar, en á því stæði hvað við vildum af því þiggja í tilefni af giftingunni. Og stellið góða fengum við síðan á brúðkaupsdaginn.“ Einsog Emil í Kattholti „Verslunin átti ekki alla hluti í stellið á brúðkaupsdeginum, en þeir hafa verið senda okkur þetta að undanförnu," segir Sig- rún. „Við erum komin með allt kaffistellið og megnið af öllu í matarstellið líka, en eigum eftir að fá matardiskana,11 segir Sig- rún. „Síðan fylgdi þessu stór tar- ína, sem við erum búin að fá, svona sósuskál einsog Emil í Kattholti festi á hausnum á sér,“ segir hún og hlær við. Sigrún segir að þau Sigurgeir hafi mörgu viðað að sér í innbú sitt á þeim fjórum árum sem þau hafa ruglað saman reitum. „Okkur vantar auðvitað sitthvað, þó margt hafi komið í safnið síð- ustu ár. Okkur myndi t.d. vanta steikarfat og síðan man ég það núna í augnablikinu að okkur bráðvantar mjólkurkönnu," segir hún.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.