Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 1
| m n g & Ib I i^M « B r'jfja I m ■ ■BgVÚáJjG^f' S \ Fimmtudagur 30. október 1997 Sextug smíðakona Hér stendur Birgitta fyrir innan tvöföldu hurðina sem hún smíð- aði sjálf. mynd: b.ól. „Húsið henmr Birgittu ereins og dúkkuhús, “ sagði kom nokkur. „Og veistu hvað, hún hef- ursmíðað þctð næst- um allt sjálf.“ Þegar Birgitta Puff var á sex- tugsaldri lærði hún smíðar og hófst svo handa: húsið hennar er Iítill ævintýraheimur. Birgitta var fyrst í 5 ár á Akur- eyri og átti þar litla íbúð. Sá litla húsið í Hafnarfirði auglýst og fannst það koma til greina. Það var reyndar í mikilli niðurníðslu og nánast óíbúðarhæft, en hún lét það ekki á sig fá, kom með dýnu og sæng og flutti inn. Hóf svo endur- bætur á húsinu smám saman. Hún þurfti að klæða tvær hliðar undir eins að utan, vegna þess hve mikið Iak inn og fór svo í að taka húsið að innan. Smíðanám á sextugsaldri Birgitta er alin upp við handmennt, amma hennar og afi voru bæði handlagin og unnu mikið heima. Afi hennar góður smiður og sífellt að smíða eitthvað. Henni fannst því eðlilegt að | ráðast í að vinna þetta sjálf og átti þar að auki ekki mikla peninga til að borga öðrum fyrir vinnuna. Til að gera sér það auðveldara, fór hún í smíða- nám, að verða sextug. Hún tók 6 annir og segist hafa Iært mikið á því. Arangur- inn er auðsýnilegur í húsinu, þar sem Birgitta hefur nánast þurft að rífa húsið að innan og endurbyggja það. Smíðaði stigann og hurðina Birgitta hefur smíðað stigann upp á efra Ioftið, pallinn undir rúmið, gólfið á bað- herbergið, útidyrahurðina á húsið og tvöfalda útidyrahurð á kjallarann. Hún setti sjálf panelinn á veggina, bjó til hornhillu og bókahillur ásamt því að mála eldhússkápana með fallegu blóma- mynstri. Lítið og sætt Húsið er Iítið, aðeins 43 fermetrar að grunnfleti. I kjallara hefur Birgitta gestaherbergi/vinnuherbergi, baðher- bergi, geymslu og inngang sem seinna verður kannski smíðastofa. Þaðan er far- ið upp háan stiga, upp í eldhúsið. Eld- húsið er lágt undir loft, eins og raunar allt húsið og þar eru eins litlar innrétt- ingar og hægt er að komast af með. „Það voru skápar á veggnum og ísskápur við hliðina á þeim og svo var eldavél og þetta var bara allt of mikið í eldhúsið," segir Birgitta. Hún reif niður skápana, tók ísskápinn og er með hillur á veggn- um í staðinn. Þannig myndaðist gott pláss í eldhúsinu, sem áður var varla hægt að snúa sér við í. Inn af eldhúsinu er borðstofa, frekar Iítil, og stofa. Á gólf- inu er teppi, því gólfið er einfalt, óein- angrað á milli hæða. Forstofan er líka á miðhæðinni og pínulítið salerni. Ur eld- húsinu er farið upp stigann sem Birgitta smiðaði og upp á efri hæð. Þar er einn geimur, með upphækkuðum palli fyrir rúmið. Utsýnið er alveg frábært og segist Birgitta oft sitja á svölunum og dást að útsýninu. Hún smíðaði stigann, útidyrahurðina og gólfið og settipanel í loftogáveggi. Þröngt mega sáttir sitja Birgitta er hjúkrunarkona að mennt, fædd og uppal- in í Þýskalandi, en kom hingað til lands fyrir 14 árum. Vinur hennar, kaþ- ólskur prestur Ágúst að nafni, bauð henni í heim- sókn og hún heillaðist svo af landinu að hún ákvað að setjast hér að. „Litirnir voru svo fal- legir," segir hún. „Hraunið og grjótið og náttúran hér yfirleitt er svo falleg. Ég hef aldrei saknað þess að hafa tré hér fyrir vikið.“ Um helgina hélt Birgitta upp á sex- tugsafmæli sitt og komu á milli 50 og 60 manns í veisluna. Það sannar máltækið gamla að „þröngt mega sáttir sitja“, því við að skoða húsið, þykir ótrúlegt að 10 manns komist fyrir í einu, hvað þá 50. En þetta er hennar hús. -vs Reiknaðu með TSP SP-FJÁRMÖGNUN HF UéítitíiiiUSÆmáám Lífið í landinu í dag er Hver er listin vid helgað húsbúnaði og að hengja upp heimilum. listaverk? Bls. 24

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.