Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 15

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 15
Xfcgwr FIMMTUDAGUR 30.OKTÓBER 19 9 7 - 31 LÍFIÐ t LANDINU Landshlutaútvarp nær ekki hylli fólks nema kannski í viku sé dagskráin ekki góð. Þá færir fólk sig yfir á stöð sem býður betra efni, “ segir Svanur Þorkelsson útvarpsstjóri. mynd: sbs „Útvarp Suður- land hefursann- að gildi sitt. Það fórí loftið íjúní og átti að vera í skamman tíma, en erenn. „Fólki líkardagskrá okk- arvel, “segirút- varpsstjórinn. SI9ALL Brosandi landshlutaútvarp Bjartsýnir Sunnlendingar fóru í endaðan júnf sl. í loftið með út- sendingar Útvarps Suðurlands. Til að byrja með var fengið leyfi til útsendinga í tvær vikur, en svo góðar voru viðtökurnar að stöðin er enn í loftinu. „Við fór- um af stað með þetta sem til- raun, meðal annars í tilefni af 50 ára afmæli Selfossbæjar. Okkur langaði líka að athuga hvort grundvöllur væri fyrir að starfrækja svona stöð. Það hefur komið á daginn,“ segir Svanur Þorkelsson, útvarpsstjóri Út- varps Suðurlands. Fólki líkar vel „Landshlutaútvarp nær ekki hylli fólks nema kannski í eina viku sé ekki góð dagskrá í boði. Þá færir fólk sig yfir á einhveija aðra stöð. En ég held að við höf- um náð hyili Sunnlendinga og í könnun sem Gallup gerði á dög- unum kom í Ijós að 36% að- spurðra hlusta mikið á stöðina. Við erum með jafnmikla hlustun á Selfossi og Bylgjan og berum höfuð og herðar yfir FM í hlust- un. Alls 80% þeirra sem hlusta á okkur á annað borð líkar vel við það sem við bjóðum," segir Svanur Hann segir ennfremur að allt að 40 manns vinni að dagskrár- gerð hjá stöðinni. Hveijum og einum þáttagerðarmanni hafi, innan ákveðins ramma, verið gefnar fijálsar hendur með hvernig hann hagi sinni þátta- gerð - og þannig hafi þættirnir fengið sterk og skemmtileg per- sónueinkenni. Þá segir Svanur að dagskráin sé fjölbreytt og ekki síst sé lögð áhersla á við- talsþætti. „Við höfum fengið í viðtöl fólk, sem sjaldan eða jafn- vel aldrei hefur komið að hljóð- nemanum og þetta fólk hefur haft frá miklu að segja. Eru þessi viðtöl, sem við varðveitum öll, mikilsverðar heimildir um sunnlenskt mannlíf," segir Svan- ur. Fréttir og Bítlaþættir Svanur segir að sitthvað sé framundan annað í dagskrárgerð Útvarps Suðurlands. Hann nefnir daglega fréttaþætti og flutning útvarpsleikrits í sam- vinnu við Leikfélag Selfoss, upp- lestur á sakamálasögum, þátta um sögu Bítlanna og ýmsa þætti um mannlíf og móral á Suður- landi. Þá standi til í desember að gera ýmsa jólaþætti, og einnig verði jólamessum í Sel- fosskirkju útvarpað. Auglýsingatekjur eru vaxandi „Auglýsingatekjur okkar hafa verið að vaxa að undanförnu," segir Svanur, „en engu að síður er staðreynd að útvarpsstöðvar sem þessi taka inn 30% af tekj- um sínum í kringum jólakaup- tíðina. Því lítum við nokkuð bjartsýnir fram á veginn." Svan- ur segir að raunar hafi verið far- ið hægt í sakirnar með beina markaðssetningu stöðvarinnar og auglýsingasölu. Menn hafi viljað sjá hvernig Iandið lægi. Nú hafi hinsvegar skapast grundvöllur fyrir því, þegar fyrir liggi pottþéttar kannanir sem segi að mikið sé á stöðina hlust- að og hún njóti almannahylli. -SBS. Leit að eiginkonu Breakdown *** Breakdown er í hópi betri spennumynda sem sjbidar eru f bænum um þessar mundir. Kurt Russell leikur aðalhlut- verkið, eiginmann sem er á ferð ásamt konu sinni þegar bíll þeirra bilar skyndilega og frúin fær far með bifreið í þeim til- gangi að komast f síma og leita aðstoðar. Vel framan af mynd fréttist síðan ekkert af henni og Russell sem leitar hennar fullur örvæntingar er fljótlega kominn f hin verstu mál. Russell tekst mjög vel upp í aðalhlutverkinu, er hæfileg bianda af meðalmanni og töffara. Áhorfandinn getur því engan veginn verið viss um að þessum skelfda manni takist að snúa ógnvænlegri atburðarás sér í vil. Það er ákaflega freistandi að bera leik Kurt Russell saman við leik Dennis Weaver í Duel, aldeilis frábærri mynd Steven Spielberg, og þessum myndum svipar um margt saman, þótt Breakdown hafi í sér nokkuð meira af eðli nútíma spennu- mynda og persónur eru þar mun fleiri en í Duel. Illmenni þessarar myndar eru allnokkur og þar leika traustir leikarar af sannri fagmennsku og þeim ber ekki síst að þakka að myndin er svo trúverðug. Undir lokin reynist myndin nokkuð í ætt við Speed, en það sem þar fer á undan er svo vel unnið að kröfuharðir áhorfend- ur ættu að geta fyrirgefið þá klisjukenndu en ónauðsynlegu Hollywoodstæla. Mér fannst Volcano skemmti- legri en flestum gagnrýnendum og ég er hrifin af Air Force One vegna frábærrar frammistöðu Harrison Ford. Breakdown læt- ur minna yfir sér en þessar ágætu afþreyingarmyndir, en það er óneitanlega meira vit í henni. UMSJÓN Guðnín Helga Sigunöardóttip Þrjú ár í símanion? Maður hefði haldið að ekki væri hægt að svara spurningunni um það hvað verður af tímanum svo auðveldlega en nú þykjast klókir menn hafa fundið út svarið. Þeir segja að fólk í atvinnulíf- inu noti að meðaltali fimm ár til þess að lesa og skrifa, Ijögur ár í ferðalög, til dæmis í og úr vinnu, þrjú ár í að tala í síma, tvö ár til að sitja á fundum, tvö ár í að bíða eftir græna ljósinu í umferð- inni, eitt ár á ldósettinu og 11 mánuði í að Ieita að týndum hlut- um. Þessi speki verður kannski ekki dregin í efa í heild sinni en einhvern veginn dettur manni í hug að bókaþjóðin vildi nota meiri tíma í lestur og skrift. Hláturinn megrar Hláturinn lengir lífið, segir máltækið, og enginn sem deilir um það en nú heyrist sú speki frá útlöndum að hláturinn megri og það eru nú góð tíðindi fyrir hina feitu. Hláturinn er sumsé nú orðið hægt að nota í megrunarskyni og þannig getur maður haft áhrif á vöxtinn til hins betra þó að ekki sé það endilega neitt auð- velt að hlægja sig niður í kílóum. Spekingarnir segja að maður þurfi að hlægja að minnsta kosti 100 sinnum til að brenna jafn mörgum kaloríum og þegar maður skokkar í tíu mínútur. Og hlæi nú hver sem betur getur. Bjartsýnismenn sofa á hliöinni Og svo kemur hér smá speki um rúm og svefnstellingar. Það er nefnilega komið í Ijós að svefnstellingarnar sýna persónuleikann svo að meðan fólk er sofandi er hægt að kortleggja persónuleika þess. Þó eru nokkrar þumalfingursreglur í gangi. Ef maður sefur á bakinu þá sýnir það að viðkomandi er efnilegur vinnualki, per- sónuleiki sem setur vinnuna ofar persónulegu sambandi við fólk. Sá sem sefur með samankrepptar hendur er trúlega skapmikill og auðæstur. Sá sem sefur með hnén beygð sýnir lélegt sjálfs- traust og sá sem sefur órólegum svefni er „dóminerandi persónu- leiki". Húmoristarnir og bjartsýnismennirnir sofa hins vegar á hliðinni með fæturna teygða í sitt hvora áttina. Svo mörg voru þau orð. Genin eru öðruvísi Engum hefur tek- ist að ráða gátuna um það af hverju sumir eru verulega feitir og aðrir þráðmjóir þó að sumir gangi villur vegar í sambandi við mataræðið. Haldi menn að þar sé því um að kenna þá er það mesti misskilning- ur. Það liggur nefnilega í augum uppi að genin stjórna því hvort fólk er feitt eða mjótt. Genin í feitu fólki eru öðruvísi en því mjóa og þvílík fá- sinna að halda annað ... SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.